Færsluflokkur: Dægurmál
2.7.2014 | 00:21
Sambandslaus Framsókn
Nýjasta útspil Framsóknarflokksins er með ólíkindum að ætla sér að flytja heila stofnun Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Hverju á að bjarga með því. Á að bjarga Flateyri eða Raufarhöfn. Þetta er einhver skyndilausn til að efla hina svo kölluðu landsbyggð.
Eins og Þórólfur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar kom inn á í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudagsmorgun að það ætti ekki að tala um landsbyggð, heldur landsbyggðirnar. Því að þær eru margskonar eins og Þórólfur lýsti svo vel í umræddum þætti.
Hinn svo kallaði landsbyggðarflokkur Framsóknarflokkurinn er ekki betur tengdur við landsbyggðirnar en þetta að halda að þetta að flytja heila stofnun milli landshluta bjargi málunum.
Í gegnum árin hafa orðið til tugir starfa á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðinu, stjórnvöld hefur verið það í lófa lagið að setja á fót hin ýmsu útibú í gegnum árin en það hefur ekki verið gert.
Af hverju má til dæmis ekki leyfa opinberum starfsmönnum á höfuðborgarsvæðinu flytja með sér störf sem þeir starfa við út á land ef þeir kjósa að flytja út á land. Það eru dæmi um slíkt að fólk flytji með sér opinber störf til Reykjavíkur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2009 | 02:03
Bankahrunssaga, kreppu!. Jólabókin í ár
Ég fékk eina bók í jólagjöf, bókin heitir Bankahrunssaga kreppu !. Það er bók frá 11 ára syni mínum honum Veturliða Snæ, samin af honum sjálfum. Bókin er 20 síður og myndskreytt. Ég læt texta bókarinnar fljóta hér en það vantar myndirnar sem segja enn fleiri orð um ástandið í þjóðfélaginu á árinu sem er að líða, séð frá sjónarhorni 11 ára stráks.
Bankahrunssaga, kreppu!
Þetta byrjaði allt á því að hinir illu riddarar (ríkið, innsk. höf.) hertóku Glitnisvirki. Þeir lutu stjórnar Steingríms J. Súrkalssonar og Ingibjargar Fólrúnar Písladóttur.
Eftir að þeir höfðu hertekið virkið fóru þau að funda í Alvirki (Alþingishúsinu, innskot höf.) með greifanum illa Geirs H. Harðhárs en svo allt í einu......komu útrásarvíkingarnir og fremstur í flokki þar var Jón Ásgeir, þeir rændu, þeir rupluðu öllu.
Ísland var farið á hausinn.
Fólkið gerði uppreisn vegna peningaleysis.
Bogaskyttur vörðu Alvirki (Alþingishúsið, innsk. Höf). Bogaskytturnar sögðu við lýðinn sem stóð fyrir utan Alvirki, "þegið, þau eru að reyna að hugsa. (Á myndum í bókinni sést fólkið standa fyrir utan Alvirki og hrópa niður með harðstjórnina, lægri skatta og frelsi, innskot GÞG)
En andstætt við það sem bogaskytturnar sögðu voru þau ekki að hugsa. (Á myndum í bókinni voru mennirnir í Alvirki að drekka áfengi, sofa og spila myllu, innskot GÞG).
Síðan var riddarareglan Borgarabandalagið stofnað (Borgarahreyfingin, innsk. höf.) og þá tóku við fundir - fundir - fundir og fleiri fundir.
Síðan réðst Borgarabandalagið inn í fundarsalinn.
Eftir að þau höfðu sigrað Borgarabandalagið upphófst loka orustan um Alvirki (Strangt til tekið kosningarnar, innsk. höfundar)
Upp úr rústum vígvallarins risu Ingibjörg Fólrún og Steingrímur J Súrkáls og saman stofnuðu þau nýja ríkisstjórn.
Þau fengu hugrakkan riddara Jóhönnu Sigurðardóttur að nafni til að frelsa krónuna úr klóm hins illa Dabba dóms (Davíðs Oddssonar, innsk höfundar)
Hún fór til virkis Dabba dóms, steypti honum niður í ólgandi hraun og frelsaði krónuna og þjóðin var ánægð með að kreppan væri horfin að hún hrópaði..... HÚRRA!
Og þannig lýkur Bankahrunssögunni Kreppu!
ENDIR
Höfundur: Veturliði Snær Gylfason
Takk fyrir lesturinn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2009 | 12:52
Baldvin Jónsson er að gera góða hluti
Ég varð andvaka í nótt eftir að hafa drukkið kaffi í gærkvöldi, sofnaði reyndar ekki fyrr en klukkan var að ganga sjö. Horfði á endursýndan þátt Hrafnaþings á INN.
Þar var Ingvi Hrafn að taka viðtal við Baldvin Jónsson, markaðsmann. Virkilega áhugaverður þáttur um hvað Baldvin er að gera góða hluti í Bandaríkjunum með markaðssetningu á íslenskum vörum.
Ég mæli með því að fólk hlusti á þáttinn. En þar kemur fram hvað við íslendingar eigum mörg sóknarfæri í kreppunni.
Það er ljós í efnahagsmyrkrinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 21:41
Til hamingju Ragnheiður og Þorgerður
Gert var grín af afstöðu þingmanna VG hvernig þeir áttu að hafa verið þvingaðir til að samþykkja umsóknaraðild.
Hvað má þá segja um þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þar þorðu menn ekki að kjósa öðruvísi en að vera á mót aðild, en komu með ýmsar afsakanir í þeim eftir af hverju þeir kysu gegn aðild.
Að undanskyldum Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með næstu prófkjörum Sjálfstæðisflokksins hvernig þeim vinkonum muni reiða af, fyrir það að hafa kosið gegn línu flokksins.
Það var skemmtilegt að hlusta á Katrínu Jakobsdóttir svara Birgi Ármannssyni, en hann lýsti hvernig hann hafði fylgst með hvernig þingmenn höfðu verið þvingaðir til að samþykkja aðildarumsókn.
Ég tel að með samþykki um aðildarumsókn í dag hafi verið stigið stórt og gott skref fyrir Íslensku þjóðina, bæði í pólitískum og efnahagslegum forsendum.
Nú ríður á að í samninganefndina veljist hæft og gott fólk, úr öllum flokkum, svo að umræðan um endanlegan samning verði byggð á rökum en ekki eitthvert hana at að eingöngu fulltrúar úr einum flokki hafi verið í nefndinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2009 | 03:19
Halló, hvar er ég á kortinu !
Fréttamaður hafði viðtöl við fólk sem var á leið út úr bænum og þar kom í ljós að ferðinni var heitið víða um land.
Eftir viðtölin við ferðamennina þótti fréttamanni ástæða til að telja upp hvað væri um að vera um helgina um landið. Fréttamaður taldi upp m.a. Írska daga á Akranesi, Pollamót á Akureyri , Humarhátíð á Höfn o.fl.
Ekkert var minnst á Vestfirði. En núna um helgina voru haldnar þrjár hátíðir á Vestfjörðum. En það voru Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Markaðsdagar í Bolungarvík og Hamingjudagar á Hólmavík.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vestfirðir gleymast hjá fjölmiðlum þegar minnst er á uppákomur um landið.
Það er eins og við Vestfirðingar séum ekki á Íslandskortinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 17:02
Blaðamenn ESB og Alþingi
Jæja þá er búið að tilkynna fyrstu tveggja flokka vinstri stjórn. Jóhanna og Steingrímur kynntu ríkisstjórnina í Norrænahúsinu og fóru lauslega yfir hvað væri í stjórnarsáttmálanum.
Þau komu m.a. inn á að bera á undir Alþingi hvort sækja eigi um aðild að ESB. Það er gott mál að láta Alþingi skera úr um það. Ég trúi ekki öðru en ákafir ESB sinnar í stjórnarandstöðuflokkunum muni kjósa með slíkri tillögu. Þá kjósa samkvæmt sinni sannfæringu en ekki flokkslínum.
Það komst reyndar ekkert annað að hjá blaðamönnum en ESB umsóknin. Enginn áhugi var hjá þeim hvað á að gera á næstu hundrað dögum í hinni nýju ríkisstjórn, en Jóhanna tilkynnti að sérstök hundrað daga áætlun væri í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar.
Þau Steingrímur og Jóhanna stóðu sig vel á fundinum, en mér finnst að blaðamenn hefðu mátt sleppa þessum ESB spurningum og spyrja frekar út í hvað á að gera til að bjarga heimilum og fólkinu í landinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 09:51
Vonbrigði
Það eru mikil vonbrigði að stýrivexti skyldu ekki vera lækkaðir niður í einsstafstölu. Að vera með 13%stýri vexti í engri verðbólgu er alveg fráleitt. Ekki fylgdi fréttinni hvenær næsti stýrivaxtadagur er, vonandi er ekki langt í hann.
Stýrivextir lækka í 13% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2009 | 15:39
Þráinn, ekki hugsa málið
Þráin segist ætla að skoða málið. Þetta er sami Þráinn og hefur margsinnis komið fram í Silfri Egils og gagnrýnt hvað áhrifa menn í þjóðfélaginu hafa verið siðblindir.
Þráinn á ekki að skoða hvað aðrir hafa gert hingað til, það var gamla Ísland. Nú vilja landsmenn breytingar.
Auðvitað afsalar Þráinn sér listamannalaununum. Þetta eru laun ekki verðlaun.
Ef hann afsalar sér ekki laununum, þá er hann kominn í sama farið og hann hefur verið að gagnrýna
Þráinn íhugar heiðurslaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.4.2009 | 09:56
Spennandi kosningar
Ekki geislaði ferskleikin af nýju formönnum framsóknarflokkanna, þeirra Bjarna Benediktssonar, form. Sjálfstæðisflokksins og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni form. Framsóknarflokksins.
Fulltrúi Borgarahreyfingarinnar kom ferskur inn í umræðuna og ég hugsa að það framboð muni ná inn 4 - 6 mönnum.
Jóhanna Sigurðar stóð sig vel og Steingrímur J. einnig. En ég er ekki alveg búin að sjá fyrir hvernig þau ætla að landa Evrópuumræðunni. Mér finnst góð hugmynd sem ég hef heyrt varpað fram að Samfylking falli frá frekari álversframkvæmdum í staðin fyrir aðildarumsókn að ESB.
Þetta getur orðið sögulegar kosninga, það er ef tveggja flokka vinstri stjórn nær völdum, sem er mín óska niðurstaða. Það verður sorglegt ef Samfylking og VG þurfa að taka Framsókn með í næstu stjórn.
Annars er alltaf spennandi að fylgjast með kosningum en ekki voru frambjóðendur að láta sjá sig á mínum vinnustað.
Aðeins einn frambjóðandi kom í kaffi á lögreglustöðina á Ísafirði, það var Einar K Guðfinnsson, en í tilefni þess að ég frétti að von væri á honum í kaffi á stöðina fór ég í bakaríið og keypti handa honum vínarbrauð og sagði honum að hann fengi hjá mér vínarbrauð en ekki atkvæðið.
Því að ég gæti ekki kosið flokkinn sem hann væri í framboði fyrir.
Ýmsir hafa verið að koma með kosningaspár á blogginu í dag, ég ætla að láta mína spá fylgja hér.
B=7, D=15, F=0, O=0 P =5, S =19, V=17
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 08:13
Bangsímon og Alþingi
Var að horfa á Kiljuna, hans Egils Helgasonar í gærkvöldi þar var m.a. fjallað um frumútgáfu af Bangímon, sem var að koma út í nýrri þýðingu Gumundar Andra Thorssonar.
Þegar ég var að lesa sögurnar og horfa á myndirnar um Bangsímon fyrir stákinn minn um síðust aldamót. Sá ég fyrir mér þáverandi formenn flokkanna sem sátu á Alþingi á þeim tíma í Bangsímon og vinum hans.
Bangsímon var Davíð Oddsson, feitur og ánægður með sig. Eyrnaslappi var Halldór Ásgrímsson alltaf dapur í bragði. Tumi Tígur sem Össur Skarphéðinsson hoppandi út og suður eins og trúður. Kanika sem Steingrímur J. Sigfússon alltaf að skammast . Að lokum Gríslingur sem Guðjón Arnar Kristjánsson, form. Frjálslyndra.
Læt þetta flakka til gamans svona rétt fyrir kosningar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)