Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Blaut tuska

Þessi vaxtalækkun um eitt prósentustig er eins og blaut tuska framan í fólkið í landinu. Ég batt miklar vonir við 19. mars að það yrðu veruleg lækkun stýrivaxta, en raunin varð önnur.

 Hvernig er hægt að réttlætta þessa háu stýrivexti, ég vil fá góðan rökstuðning fyrir þeim.

Ég kaupi ekki að það þurfi að hafa þessu háu stýrivexti vegna erlendra skuldabréfa.

Fólkið og fyrirtækin í landinu eru að sligast undan háum okur vöxtum.


mbl.is „Ótrúlega lítil lækkun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frí kynninga áskrift á Skjánum var ekki frí

Við fengum okkur ADSL tengingu fyrir sjónvarpið í nóvember s.l. Það er nú svo sem ekki í frásögu færandi, nema að þegar verið var að bjóða okkur tenginguna kom fram hjá starfsmanni Símanns að samhliða tengingunni var í boði frí áskrift í einn mánuð að 9 rásum í sjónvarpi.

Þegar kom að tengingunni ákváðum við að bíða með að fá rásirnar. En ákváðum 20 desember s.l., að fá tengingu og ég hringdi í 8007000 og ræddi þar við starfsmann Símanns um þetta tilboð að ég ætti rétt á ókeypis kynninga áskrift að 9 sjónvarpsrásum. Júju starfsmaðurinn kannaðist við það og sagði að ég gæti eftir tvær klukkustundir séð 9 sjónvarpsrásir sem yrði frítt til 20. janúar en þá yrði ég að hringja inn aftur og afþakka framhalds áskrift ef ég hefði ekki áhuga á að hafa rásirnar áfram. Það gekk eftir að eftir tvær klst. gat ég séð umræddar rásir

Síðan gerðist það að 14. janúar s.l. að við fengum sendan gíróseðil frá Skjánum upp á kr. 3.565 fyrir áskrift á umræddum rásum, með útgáfudegi 31.12.08. Ég hringdi strax í 8007000 og kvartaði yfir því að hafa verið að fá sendan reikning fyrir ,,kynningar áskriftinni". Ég sagði starfsmanninum að ég ætlaði ekki að halda áskriftinni áfram eftir 20. janúar og að ég hafi átt að fá þennan fyrsta mánuð ókeypis.

Stúlkan sem svaraði var hin kurteisasta og sagðist kippa því í lag að áskriftinni yrði ekki framlengt eftir 20. janúar og að greiðsluseðillinn yrði kredit færður.

Útskýringarnar sem hún gaf á þessu var einhvern vegin á þá leið að ekki hafi verið hægt að ýta á takan um fría áskrift er ég skráði mig með kynninga áskrift. Ekki nóg með það heldur tóku þeir strax af mér rásirnar, eða þann 15. janúar en ekki 20. eins og var rætt um í fyrstu.

Gaman væri að heyra hvort fleiri hafi lent í svipaðri reynslu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband