Færsluflokkur: Bloggar

Bankahrunssaga, kreppu!. Jólabókin í ár

Ég fékk eina bók í jólagjöf, bókin heitir Bankahrunssaga kreppu !. Það er bók frá 11 ára syni mínum honum Veturliða Snæ, samin af honum sjálfum. Bókin er 20 síður og myndskreytt. Ég læt texta bókarinnar fljóta hér en það vantar myndirnar sem segja enn fleiri orð um ástandið í þjóðfélaginu á árinu sem er að líða, séð frá sjónarhorni 11 ára stráks.

Bankahrunssaga, kreppu!

Þetta byrjaði allt á því að hinir illu riddarar (ríkið, innsk. höf.) hertóku Glitnisvirki. Þeir lutu stjórnar Steingríms J. Súrkalssonar og Ingibjargar Fólrúnar Písladóttur.

Eftir að þeir höfðu hertekið virkið fóru þau að funda í Alvirki (Alþingishúsinu, innskot höf.) með greifanum illa Geirs H. Harðhárs en svo allt í einu......komu útrásarvíkingarnir og fremstur í flokki þar var Jón Ásgeir, þeir rændu, þeir rupluðu öllu.

Ísland var farið á hausinn.

Fólkið gerði uppreisn vegna peningaleysis.

Bogaskyttur vörðu Alvirki (Alþingishúsið, innsk. Höf). Bogaskytturnar sögðu við lýðinn sem stóð fyrir utan Alvirki, "þegið, þau eru að reyna að hugsa. (Á myndum í bókinni sést fólkið standa fyrir utan Alvirki og hrópa niður með harðstjórnina, lægri skatta og frelsi, innskot GÞG)

En andstætt við það sem bogaskytturnar sögðu voru þau ekki að hugsa. (Á myndum í bókinni voru mennirnir í Alvirki að drekka áfengi, sofa og spila myllu, innskot GÞG).

Síðan var riddarareglan Borgarabandalagið stofnað (Borgarahreyfingin, innsk. höf.) og þá tóku við fundir - fundir - fundir og fleiri fundir.

Síðan réðst Borgarabandalagið inn í fundarsalinn.

Eftir að þau höfðu sigrað Borgarabandalagið upphófst loka orustan um Alvirki (Strangt til tekið kosningarnar, innsk. höfundar)

Upp úr rústum vígvallarins risu Ingibjörg Fólrún og Steingrímur J Súrkáls og saman stofnuðu þau nýja ríkisstjórn.

Þau fengu hugrakkan riddara Jóhönnu Sigurðardóttur að nafni til að frelsa krónuna úr klóm hins illa Dabba dóms (Davíðs Oddssonar, innsk höfundar)

Hún fór til virkis Dabba dóms, steypti honum niður í ólgandi hraun og frelsaði krónuna og þjóðin var ánægð með að kreppan væri horfin að hún hrópaði..... HÚRRA!

Og þannig lýkur Bankahrunssögunni Kreppu!

ENDIR

Höfundur: Veturliði Snær Gylfason

Takk fyrir lesturinn


Förum að skora mörk jafnaðarmenn

Jæja Silfur Egils um helgina sveik ekki að vanda. Þar byrjaði þátturinn með góðum pistli um ástand stjórnarandstöðuflokkanna þegar rétt rúmir þrír mánuðir eru til kosninga.  Þar talaði Egill um slæmt gengi vinstri flokkanna. Þar bar hæst slakt gengi Samfylkingarinnar, komið undir tuttugu prósent í skoðanakönnunum. Í lok þáttarins kom svo gamli foringinn Jón Baldvin og lýsti yfir áhyggjum sínum og talaði um vitlausar áherslur.

Það sem við jafnaðarmenn þurfum að gera í stað þess að gæla við að fara að kljúfa jafnaðarmenn það er að læra af mönnum eins og landsliði okkar í handbolta.  Við þurfum að taka kosningarnar eins og ,,strákarnir okkar” tóku frakkana eftir tapið við Úkraínu. Þ.e. að hætta að líta á stigatöflun og stilla okkur saman og fara að skora nógu mikið af mörkum. Hafa forystu í stjórnmálum og láta hina svar okkar hugmyndum en ekki vera að sífeldum vandræða gangi. Samfylkingin þarf að kalla inn þjálfara á hliðarlínuna með mikla reynslu eins og . Jón Baldvin. Þjálfara með hugmyndir, tækni og getu til að tala kraft í liðið.

Ef jafnaðarmönnum tekst eins vel upp og ,,stráknum okkar” gekk á móti frökkunum á HM verður glæsilegur sigur jafnaðarmanna í vor.


Góð Kryddsíld

Kryddsíldin var óvenju góð núna um áramótin en þessi vinsæli þáttur hefur verið frekar bragðdaufur undanfarin áramót. Formenn flokkanna tóku sig ekki of alvarlega núna um áramótin en fóru samt út í skemmtilega pólitíska umræðu enda er Egill snillingur í því að fá viðmælendur til að tala um pólitík.

Það var agalegt fyrir okkur jafnaðarmenn að hlusta á það þegar Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J fóru að kíta um hver ætti að verða forsætiráðherra ef ,,kaffibandalagið” nær meirihluta eftir kosningarnar í vor. En það vantar meiri alvöru í þetta bandalag, mér finnst frambjóðendur Samfylkingarinnar vera að draga allt of mikið lappirnar í þeirri umræðu. Ég er sammála því sem Steingrímur J. sagði í þættinum og hefur sagt oft áður að flokkarnir í minnihlutanum á Alþingi eiga að ganga hreint til verks og fara norsku leiðina. Bjóða upp á raunhæfan valkost.

Brandari þáttarins var þegar Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins neitaði því að það að kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn væri að kjósa tveir fyrir  einn. Jón hélt því fram að málefnin skyldu ráða. Fólkið í landinu sá nú hvernig gamli góði Villi og Björn Ingi féllust í faðma og tilkynntu samstarf í Reykjavík strax eftir kosningar og fóru svo að vinna að málefna samningi eftir blaðamannafundinn.

Einnig var ég ósáttur við vestfirðinginn Guðjón Arnar að hann skyldi ekki hafa svarað því betru er Sigmundur Ernir skaut á hann eitthvað á þá leið hvort að bandaríkjamönnum hafi ekki vegnað vel með alla sína innflytjendur er hann gagnrýndi innflytjenda umræðuna hjá Frjálslyndaflokknum. Ég held að Frjálslyndiflokkurinn vilji nú ekki að Ísland verði eitthvað ,,súpuþjóðfélag” eins og Bandaríkin hafa stundum verið kölluð undanfarin misseri.

Þessi gagnrýni á Frjálslyndaflokkinn í haust að hann sé með einhverja fordóma á sinni stefnuskrá er öfugsnúningur. Frjálslyndir hafa einungis verið að boða umræðu um innflytjendamál sem hefur sárlega vantað. Enda er mikið rætt um þann mikla fjölgun útlendinga á Íslandi á síðasta ári. Innflytjendamál eru alstaðar rædd á vinnustöðum, í pottunum og allstaðar sem fólk kemur saman.Eflaust fór Magnús Þór Hafsteinsson eitthvað yfir strykið í hita umræðunnar í haust í Silfri Egils. En mönnum getur orðið á. Í þeim þætti voru einu viðbrögð viðmælenda hans í þættinum þeirra Steinunnar Valdísar og Þórhildar Þorleifsdóttur að tala um rasisma hjá Magnúsi sem ekki var rétt, nema að litlu leiti í hita leiksins. Enda uppskáru þær eftir því í prófkjöri Samfylkingarinnar helgina á eftir. Þær hefðu í stað þess átt að fagna þessari umræðu um innflytjendamál.

 

Takk í bili, meira síðar


Gleðilegt blogg ár

Góðan daginn og gleðilegt ár hér með er upphafið af bloggsíðu minni. Hérna hef ég hugsað mér að geta fjallað um mína heimabyggð Ísafjarðarbæ í blíðu og stríðu. Einnig langar mig að fjalla hér um ýmislegt sem ég heyri og les um málefni líðandi stundar og bara það sem mér dettur í hug. Oft hefur manni langað að skrifa greinar í blöð til að lýsa skoðunum sínum á hinum ýmsu málefnum en ávallt hætt við þar sem manni finnst það vera svo mikið stórmál. Það er helst að ég hafi skrifað minningagreinar því þær þarf alltaf að skila undir tímapressu. En greinar um hin ýmsu málefni eru yfirleitt ekki undir neinni pressu og verða því sjaldnast að veruleika.En svo komst ég að því með sjálfum mér núna fyrir jólin að réttast væri að fara að blogga eins og allir hinir.

Enda er að fara í hönd skemmtilegur tími sem eru kosningar til alþingis og heilmikið að gerast á Íslasndi og í heiminum.

Hjá sjálfum mér er það nú að gerast að ég var að skipta um vinnustað eða með sameingu lögregluembætta á Íslandi sem tók gildi nú um áramótin. Þar með er ég ekki lengur lögreglumaður hjá lögreglunni í Bolungarvík, heldur hjá sameinuðu embætti sem heitir nú Lögregalan á Vestfjörðum. Það er sameining lögregluembættana í Bolungarvík, Ísafjarðar, Hólmavíkur og Patreksfjarðar. Þetta gengur nú allt saman þokkalega það á eftir að stilla saman strengina þetta verður allt farið að rúlla þegar líða tekur á árið.

En meira síðar takk í bili


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband