Færsluflokkur: Lífstíll

Nexium eða eplaedik og spara ríkissj. 3.431.000

Fyrir 6 árum fór ég í ristil og vélindaspeglun og niðurstaða þeirrar speglunar var að ég væri með vélindabólgur og að ég þyrfti að taka inn Nexium vegna þessa. Er ég spurði meltingarsérfræðinginn hversu lengi ég þyrfti að taka Nexium, þá var svarið um ókomna tíð.

Þar með stóð ég frammi fyrir því að að þurfa jafnvel að vera á Nexium það sem eftir væri.

Ég fékk lyfseðil upp á 100 töflur af Nexium og að ég ætti að taka eina töflu daglega.

Þegar ég var búinn að taka umræddar töflur í tæp tvö ár var mér litið á upplýsingablaðið sem fylgdi lyfjunum um allar mögulega aukaverkanir lyfsins. Þá ákvað ég að hætta að taka inn Nexium, en ég er einnig mjög mikið á mót því að vera að taka inn mikið af lyfjum.

Tveimur mánuðum eftir að ég hætti að taka inn lyfin fór ég að finna sterklega fyrir verkjum vegna vélindabólgunnar.

Þá hringdi ég í Hallgrím Magnússon lækni og sagði honum sjúkrasögu mína og spurði hann hvort að hann hefði einhver ráð fyrir mig og hvort hann gæti læknað mig af vélindabólgunum.

Hallgrímur svaraði því til að hann hefði ráð við því.

Hann sagði, taktu eina ferska sítrónu og kreistu hana drekktu safann úr henni í glasi fylltu upp með volgu vatni, ekki heitu og ekki köldu. Gerðu þetta á hverju morgni áður en þú færð þér morgunmat.

Því næst skaltu fá þér eitt glas af eplaediki korteri fyrir hádegis og kvöldmat. Þ.e. settu smá ,,slurk" af eplaediki í glas og fylltu það upp með vatni, ekki heitu og ekki köldu heldur volgu.

Hann sagði mér að gera þetta í 10 daga til hálfan mánuð og þá yrði ég góður.

Ég spurði, hvort hann ætti við að ég myndi læknast með þessu á 10 til 14 dögum. Nei sagði Hallgrímur, þú munt hætta að finna fyrir einkennum. Haltu áfram í nokkra mánuði þar á eftir og þá verður þú góður.

Þetta gerði ég og það stóðst ég hætti að finna fyrir einkennum og ég hélt áfram í rúmt ár að drekka sítrónu og eplaedik á hverjum degi. Sleppti ekki úr degi, nema með örfáum undartekningum. Síðan hef ég reyndar haldið þessu áfram með smá hléum, því ég finn að þetta hefur góð áhrif á skrokkinn.

En svo fór ég aftur í speglun í vor sem leið, en okkur systkinunum er ráðlagt að fara í speglun á fimm ára fresti vegna þess að foreldrar okkar létust bæði úr ristilkrabba.

En hvað um það, ég bað meltingarlækninn um að spegla á mér vélindað í leiðinni og skoða vel.

Niðurstaða meltingalækninsins var sú að vélindað væri fínt og það væri ekkert að því núna.

Með þessu er ég búinn að spara ríkissjóði fleiri milljónir. Þ.e. ef ég hefði tekið inn Nexium það sem eftir væri.

Tökum dæmi ef ég verð áttræður og tæki inn Nexium það sem eftir væri frá fertugu, en ég var fertugur er ég fór í fyrri speglunina:

Nexium taflan kostar      284,5 kr. stykkið, ríkið borgar 235 kr hlutur sjúklings er 49,5 kr.

40 ár x 365 dagar =14.600 dagar og ein tafla á dag

14.600 x 235kr. = 3.431.000 kr.,

Sem sagt ég spara ríkissjóði 3.431.000 kr. á núvirði

Ég hef mikið hugsað út í það hvort það séu ekki fleiri sem gætu notfært sér þetta og sparað ríkinu fleiri milljónir, en það er víst margir á Nexium. Eflaust ekki allir vegna vélindabólgu, en ég skora á þann sem er með vélindabólgur að fara sítrónu og eplaediks leiðina.

Sjálf síns vegna og þjóðarbúsins.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband