Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Athugasemd

Sæll Gylfi. Fyrir tilviljun rakst ég á gamla færslu hjá þér frá 8. mars þar sem þú gefur í skyun að ég hafi sagt ósatt - eiginlega bara skáldað upp - snjóflóðahættu á Ísafirði þann 5. mars. Þetta gerir þú augljóslega án þess að kanna hvað satt er - og hefði þér þó verið það í lófa lagið, lögreglumanninum. Sama dag og ég sett inn færslu mína var Seljalandsvegurinn lokaður fyrir innan Steiniðju. Kirkjubólshlíðin var einnig lokuð, og svæðið innan við Hafrafell. Allt eru þetta vinsælar gönguleiðir, ekki síst meðal hundaeigenda. Mér þykir leitt að þú skulir bera það á mig hér á þessari síðu þinni að ég fari með ósannindi og fleipur. Við öðru hefði ég búist af þér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sun. 20. apr. 2008

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vil endilega sjá meira frá þér

Það er ekki svo auðvelt nema að gerast bloggvinur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, sun. 18. mars 2007

Gott gengi á vefnaðarbrautinni

Gott framtak hjá þér Gylfi. Fínar færslur og pólitíkin beint frá hjartanu, einsog alltaf. Gamall félagi óskar þér til hamingju.

Siggi P. (Óskráður), fim. 15. mars 2007

Hilmar Björgvinsson

Til hamingju með síðuna

Sæll gamli vinur! Til hamingju með fína síðu. Nú þarft þú bara að vera duglegur að skrifa. Ég mun fylgjast með. Þú veist að það er á þína ábyrgð að ég fór að taka þátt í stjórnmálastarfi með ungum jafnaðarmönnum fyrir 25 árum síðan. Nú þarft þú að koma í okkar lið, Vinstri grænna, því þar áttu heima. Kær kveðja frá Selfossi, Hilmar

Hilmar Björgvinsson, fim. 8. feb. 2007

Hva ætlar enginn að skrifa?

Ég verð þá bara að bæta úr því. Til hamingju með síðuna þína Gylfi minn og vertu nú duglegur að tjá þig um menn og málefni hér inni. KV Sóley

Sóley Veturliða (Óskráður), sun. 14. jan. 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband