Bankahrunssaga, kreppu!. Jólabókin í ár

Ég fékk eina bók í jólagjöf, bókin heitir Bankahrunssaga kreppu !. Það er bók frá 11 ára syni mínum honum Veturliða Snæ, samin af honum sjálfum. Bókin er 20 síður og myndskreytt. Ég læt texta bókarinnar fljóta hér en það vantar myndirnar sem segja enn fleiri orð um ástandið í þjóðfélaginu á árinu sem er að líða, séð frá sjónarhorni 11 ára stráks.

Bankahrunssaga, kreppu!

Þetta byrjaði allt á því að hinir illu riddarar (ríkið, innsk. höf.) hertóku Glitnisvirki. Þeir lutu stjórnar Steingríms J. Súrkalssonar og Ingibjargar Fólrúnar Písladóttur.

Eftir að þeir höfðu hertekið virkið fóru þau að funda í Alvirki (Alþingishúsinu, innskot höf.) með greifanum illa Geirs H. Harðhárs en svo allt í einu......komu útrásarvíkingarnir og fremstur í flokki þar var Jón Ásgeir, þeir rændu, þeir rupluðu öllu.

Ísland var farið á hausinn.

Fólkið gerði uppreisn vegna peningaleysis.

Bogaskyttur vörðu Alvirki (Alþingishúsið, innsk. Höf). Bogaskytturnar sögðu við lýðinn sem stóð fyrir utan Alvirki, "þegið, þau eru að reyna að hugsa. (Á myndum í bókinni sést fólkið standa fyrir utan Alvirki og hrópa niður með harðstjórnina, lægri skatta og frelsi, innskot GÞG)

En andstætt við það sem bogaskytturnar sögðu voru þau ekki að hugsa. (Á myndum í bókinni voru mennirnir í Alvirki að drekka áfengi, sofa og spila myllu, innskot GÞG).

Síðan var riddarareglan Borgarabandalagið stofnað (Borgarahreyfingin, innsk. höf.) og þá tóku við fundir - fundir - fundir og fleiri fundir.

Síðan réðst Borgarabandalagið inn í fundarsalinn.

Eftir að þau höfðu sigrað Borgarabandalagið upphófst loka orustan um Alvirki (Strangt til tekið kosningarnar, innsk. höfundar)

Upp úr rústum vígvallarins risu Ingibjörg Fólrún og Steingrímur J Súrkáls og saman stofnuðu þau nýja ríkisstjórn.

Þau fengu hugrakkan riddara Jóhönnu Sigurðardóttur að nafni til að frelsa krónuna úr klóm hins illa Dabba dóms (Davíðs Oddssonar, innsk höfundar)

Hún fór til virkis Dabba dóms, steypti honum niður í ólgandi hraun og frelsaði krónuna og þjóðin var ánægð með að kreppan væri horfin að hún hrópaði..... HÚRRA!

Og þannig lýkur Bankahrunssögunni Kreppu!

ENDIR

Höfundur: Veturliði Snær Gylfason

Takk fyrir lesturinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband