Færsluflokkur: Dægurmál
31.1.2009 | 10:32
Utanþingsstjórn
Er það virkilega að gerast að Framsóknarflokkurinn sé að sína sitt rétta andlit að vera ekki treystandi fyrir stóru orðunum að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG falli. Það liggur í loftinu að Framsókn ætli að gera samstarf Samfylkingar og VG tortryggilegt og fara uppí hjá Sjálfstæðisflokknum, það má ekki gerast.
Sigmundur Davíð er þarna að fá framan í sig að spillingaröflin í Framsókn stýra áfram Framsóknarflokknum.
Ef ekki verður af minnihlutastjórn Jóhönnu verðum við landsmenn að treysta að Ólafur Ragnar forseti hafi utanþingsstjórn uppi í erminni og boði til kosninga, sem er besti kosturinn.
Ósætti um aðgerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 09:46
Skynsöm ákvörðun
Það kemur ekki á óvart að Ágúst Ólafur skuli ekki sækjast eftir því að vera áfram varaformaður Samfylkingarinnar. Nú er spurningin hver mun taka við því embætti.
Ég tel að Ingibjörg Sólrún eigi einnig að gefa yfirlýsingu um að hún sækist ekki eftir áframhaldandi formennsku. Samfylkingin verður ekki trúverðug með Ingibjörgu í formannssætinu.
Ég vil sjá Jóhönnu Sigurðardóttir í formennsku og Dag B. Eggertsson í varaformann á næsta landsfundi
Ágúst Ólafur hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2009 | 16:40
Mín hugmynd af utanþingsstjórn
Forsætisráðherra Þorvaldur Gylfason, prófessor
Utanríkisráðherra Jón Ormur Halldórsson
Viðskiptaráðherra Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir
Fjármálaráðherra Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur
Dómsmálaráðherra Brynjar Níelsson, lögmaður
Sjávarútvegsráðherra Arthur Bogason
Landbúnaðarráðherra Haraldur Benediktsson, formaður bændasamtaka Íslands
Menntamálaráðherra Sölvi Sveinsson, skólastjóri VÍ
Heilbrigðisráðherra Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir
Félagsmálaráðherra Bragi Guðbrandsson,forstjóri Barnaverndarstofu
Samgönguráðherra Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík
Umhverfisráðherra Andri Snær Magnason
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 13:50
Loksins er tími Jóhönnu komin
Þar kom að því seinna en ég átti von á að tími Jóhönnu Sigurðardóttur er kominn. Það koma fram í fréttum að Samfylkingin hafi lagt til að Jóhanna Sigurðardóttir tæki við forsæti í ríkisstjórninni sem nú er fallin.
Það má því skilja að Jóhanna verði forsætisráðherra í minnihlutastjórn Samfylkingar og VG.
Ég tel að næsta skref Samfylkingarnar eigi að vera að kjósa Jóhönnu sem formann flokksins á komandi landsfundi í framhaldi af því að hún verði forsætisráherra.
Því að
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2009 | 11:03
Björgvin G. hrökklast úr ráðherrastól
Allt er að gerast í stjórnmálum á Íslandi í dag. Núna rétt áðan var Björgvin G. að tilkynna afsögn sína úr stól Viðskiptaráherra. Þessi ákvörðun Björgvins G. er að koma 100 dögum of seint. Ef Björgvin G. hefði gert þetta í október sem hann var að tilkynna í morgun væri Björgvin G. mjög líklegur formaður Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar.
En Samfylkingin þarf að leita sér að nýjum formanni og nýrri forystu fyrir komandi kosningar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 18:23
Island.is
Hér er meðfyljandi auglýsing fyrir ríkisstjórnina. En Geir H. Haarde var að reyna að útskýra að ríkistjórnin væri að vinna að vanda þjóðarinnar og minntist á síðuna , en þar væri hægt að nálgast upplýsingar um það sem rikisstjórnin er að vinna að. Af hverju er ríkisstjórnin ekki búinn að setja link um síðuna í alla fjölmiðla landsins, bæði net- og prent miðla. En Geir talaði einnig í Kastljósinu að það kæmi til greina að einhverjir verði látnir sæta ábyrgð. En það er ekki nóg, ríkisstjórnin átti strax í október að láta Fjármálaeftirlitið, Seðlabanka og ráðherra fjármála og bankamála sæta ábyrgð. Ef ríkisstjórnin hefði gert þetta væri ekki svona komið fyrir ríkisstjórnarflokkunum
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 13:29
Hættið þessu stjórnar samstarfi strax
Hvað er að þessum mönnum sem sitja á hinu háa Alþingi. Mótmælin munu ekki hætta fyrr en boðað verður til kosninga. Öll þjóðin vill kosningar. Á meðan þarf að koma á minnihlutastjórn Samfylkingar og VG varinni vantrausti af Framsókn.
Það þarf að koma Sjálfstæðiflokknum burt úr ríkisstjórn. Þessi flokkur er ekki starfhæfur. Það er ekki hægt að bíða eftir Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin verður að ríða á vaðið. Ég bind vonir við fund Samfylkingarinnar sem haldinn verður í kvöld, að þar verði tekið á skarið og stjórnarsamstarfinu verði slitið, líkt og gerðist 1979 er ákveðið var að slíta þáverandi ríkisstjórn á félagsfundi Alþýðuflokksfélags í Reyjavík.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 18:12
Nexium eða eplaedik og spara ríkissj. 3.431.000
Þar með stóð ég frammi fyrir því að að þurfa jafnvel að vera á Nexium það sem eftir væri.
Ég fékk lyfseðil upp á 100 töflur af Nexium og að ég ætti að taka eina töflu daglega.
Þegar ég var búinn að taka umræddar töflur í tæp tvö ár var mér litið á upplýsingablaðið sem fylgdi lyfjunum um allar mögulega aukaverkanir lyfsins. Þá ákvað ég að hætta að taka inn Nexium, en ég er einnig mjög mikið á mót því að vera að taka inn mikið af lyfjum.
Tveimur mánuðum eftir að ég hætti að taka inn lyfin fór ég að finna sterklega fyrir verkjum vegna vélindabólgunnar.
Þá hringdi ég í Hallgrím Magnússon lækni og sagði honum sjúkrasögu mína og spurði hann hvort að hann hefði einhver ráð fyrir mig og hvort hann gæti læknað mig af vélindabólgunum.
Hallgrímur svaraði því til að hann hefði ráð við því.
Hann sagði, taktu eina ferska sítrónu og kreistu hana drekktu safann úr henni í glasi fylltu upp með volgu vatni, ekki heitu og ekki köldu. Gerðu þetta á hverju morgni áður en þú færð þér morgunmat.
Því næst skaltu fá þér eitt glas af eplaediki korteri fyrir hádegis og kvöldmat. Þ.e. settu smá ,,slurk" af eplaediki í glas og fylltu það upp með vatni, ekki heitu og ekki köldu heldur volgu.
Hann sagði mér að gera þetta í 10 daga til hálfan mánuð og þá yrði ég góður.
Ég spurði, hvort hann ætti við að ég myndi læknast með þessu á 10 til 14 dögum. Nei sagði Hallgrímur, þú munt hætta að finna fyrir einkennum. Haltu áfram í nokkra mánuði þar á eftir og þá verður þú góður.
Þetta gerði ég og það stóðst ég hætti að finna fyrir einkennum og ég hélt áfram í rúmt ár að drekka sítrónu og eplaedik á hverjum degi. Sleppti ekki úr degi, nema með örfáum undartekningum. Síðan hef ég reyndar haldið þessu áfram með smá hléum, því ég finn að þetta hefur góð áhrif á skrokkinn.
En svo fór ég aftur í speglun í vor sem leið, en okkur systkinunum er ráðlagt að fara í speglun á fimm ára fresti vegna þess að foreldrar okkar létust bæði úr ristilkrabba.
En hvað um það, ég bað meltingarlækninn um að spegla á mér vélindað í leiðinni og skoða vel.
Niðurstaða meltingalækninsins var sú að vélindað væri fínt og það væri ekkert að því núna.
Með þessu er ég búinn að spara ríkissjóði fleiri milljónir. Þ.e. ef ég hefði tekið inn Nexium það sem eftir væri.
Tökum dæmi ef ég verð áttræður og tæki inn Nexium það sem eftir væri frá fertugu, en ég var fertugur er ég fór í fyrri speglunina:
Nexium taflan kostar 284,5 kr. stykkið, ríkið borgar 235 kr hlutur sjúklings er 49,5 kr.
40 ár x 365 dagar =14.600 dagar og ein tafla á dag
14.600 x 235kr. = 3.431.000 kr.,
Sem sagt ég spara ríkissjóði 3.431.000 kr. á núvirðiÉg hef mikið hugsað út í það hvort það séu ekki fleiri sem gætu notfært sér þetta og sparað ríkinu fleiri milljónir, en það er víst margir á Nexium. Eflaust ekki allir vegna vélindabólgu, en ég skora á þann sem er með vélindabólgur að fara sítrónu og eplaediks leiðina.
Sjálf síns vegna og þjóðarbúsins.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 15:06
Frí kynninga áskrift á Skjánum var ekki frí
Þegar kom að tengingunni ákváðum við að bíða með að fá rásirnar. En ákváðum 20 desember s.l., að fá tengingu og ég hringdi í 8007000 og ræddi þar við starfsmann Símanns um þetta tilboð að ég ætti rétt á ókeypis kynninga áskrift að 9 sjónvarpsrásum. Júju starfsmaðurinn kannaðist við það og sagði að ég gæti eftir tvær klukkustundir séð 9 sjónvarpsrásir sem yrði frítt til 20. janúar en þá yrði ég að hringja inn aftur og afþakka framhalds áskrift ef ég hefði ekki áhuga á að hafa rásirnar áfram. Það gekk eftir að eftir tvær klst. gat ég séð umræddar rásir
Síðan gerðist það að 14. janúar s.l. að við fengum sendan gíróseðil frá Skjánum upp á kr. 3.565 fyrir áskrift á umræddum rásum, með útgáfudegi 31.12.08. Ég hringdi strax í 8007000 og kvartaði yfir því að hafa verið að fá sendan reikning fyrir ,,kynningar áskriftinni". Ég sagði starfsmanninum að ég ætlaði ekki að halda áskriftinni áfram eftir 20. janúar og að ég hafi átt að fá þennan fyrsta mánuð ókeypis.
Stúlkan sem svaraði var hin kurteisasta og sagðist kippa því í lag að áskriftinni yrði ekki framlengt eftir 20. janúar og að greiðsluseðillinn yrði kredit færður.
Útskýringarnar sem hún gaf á þessu var einhvern vegin á þá leið að ekki hafi verið hægt að ýta á takan um fría áskrift er ég skráði mig með kynninga áskrift. Ekki nóg með það heldur tóku þeir strax af mér rásirnar, eða þann 15. janúar en ekki 20. eins og var rætt um í fyrstu.
Gaman væri að heyra hvort fleiri hafi lent í svipaðri reynslu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 01:18
Skammastu þín Bjarni Ármanns
Bjarni greiddi til baka 370 milljónir, af öllum þeim milljörðum sem hann er búinn að hagnast á er hann stýrði Glitnisbanka. Ég get ekki tekið ofan fyrir Bjarna vegna þessa. Ef við værum að tala um 3,7 milljarða það væri nærri.
Það var gaman að fylgjast með Sigmari í Kastljósinu yfirheyra Bjarna, það vantaði bara að Sigmar stoppaði Bjarna af er Bjarni talaði um ábyrgð sína sem stjórnandi. Rétt hefði verið að minna Bjarna Ármanns á að ábyrgð hans og hans kollega var engin.
Bankarnir fóru á hausinn og kollegar hans réttu ríkinu lykilinn og landsmenn verða að borga sukkið þeirra.
Skammastu þín Bjarni.
Endurgreiddi 370 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)