10.5.2009 | 17:02
Blaðamenn ESB og Alþingi
Jæja þá er búið að tilkynna fyrstu tveggja flokka vinstri stjórn. Jóhanna og Steingrímur kynntu ríkisstjórnina í Norrænahúsinu og fóru lauslega yfir hvað væri í stjórnarsáttmálanum.
Þau komu m.a. inn á að bera á undir Alþingi hvort sækja eigi um aðild að ESB. Það er gott mál að láta Alþingi skera úr um það. Ég trúi ekki öðru en ákafir ESB sinnar í stjórnarandstöðuflokkunum muni kjósa með slíkri tillögu. Þá kjósa samkvæmt sinni sannfæringu en ekki flokkslínum.
Það komst reyndar ekkert annað að hjá blaðamönnum en ESB umsóknin. Enginn áhugi var hjá þeim hvað á að gera á næstu hundrað dögum í hinni nýju ríkisstjórn, en Jóhanna tilkynnti að sérstök hundrað daga áætlun væri í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar.
Þau Steingrímur og Jóhanna stóðu sig vel á fundinum, en mér finnst að blaðamenn hefðu mátt sleppa þessum ESB spurningum og spyrja frekar út í hvað á að gera til að bjarga heimilum og fólkinu í landinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.