10.12.2008 | 03:22
Lúðvík Bergvinsson hissa á tortryggni þjóðarinnar.
Þar var aðallega rætt um takmarkaða vitneskju Björgvins G. Sigurðssonar við endurskoðun gamla Glitnis.
Lúðvík tönglaðist sífellt á að tortryggni tröllriði öllu í samfélaginu í dag og hann virtist vera alveg steinhissa á því hvers vegna.
Einnig talaði Lúðvík mikið um að það væri eðlilegt að ráðherra gerði mistök og það eigi eflaust eftir að koma í ljós fjöldi mistaka. Ég get tekið undir með Lúðvík að það er eðlilegt að gera mistök, öll eru við að gera mistök. En í eins stórum mistökum eins og gerð voru við hrun bankana er eðlilegt að mönnum verði gert að sæta ábyrgð og segja af sér.
Tortryggni mun grassera í samfélaginu á meðan að enginn segir af sér í ljósi hruns bankana í byrjun október.
Ég tortryggi ef að KPMG verði látið rannsaka gamla Glitni.
Þar sem tengsl KPMG eru of mikil við bankann.
Ég tortryggi niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins á hlutabréfakaupum Birnu bankastjóra Glitnis. Þar sem að þar stýra sömu menn og áttu að hafa eftirlit með bönkunum fyrir hrun þeirra.
Ég mun tortryggja allt það sem á eftir að koma fram hjá Seðlabankanum, því þar sitja sömu menn við stjórn og var fyrir hrun bankanna.
Sama má segja um hvað það sem á eftir að koma frá ráðherrum viðskipta og fjármála, ég mun tortryggja allt sem á eftir að koma frá þeim.
Tortryggni í samfélaginu mun ríkja á meðan að ríkisstjórnarflokkarnir láta enga sæta ábyrgð.
Það er raunar synd að allur fókus í þjóðfélaginu fer í að skora á ráðamenn að sæta ábyrgð á meðan eru útrásarvíkingarnir látnir í friði. En í raun ætti allur kraftur að fara í það að koma höndum yfir það sem útrásarvíkingarnir hafa sölsað undir sig og láta þá greiða fyrir þann skaða sem þeir hafa komið þjóðina í.
![]() |
Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.