Enn af efnahagsmálum

Ekkert lát er á umræðunni um efnahagsástandi þjóðarinnar í fjölmiðlum. Enda kemur lítið rótækt frá ríkisstjórninni. Ennþá eru bankastjórn seðlabankans við völd og í fjármálaeftirlitinu. Enginn ráðherra hefur sagt af sér.

Það var virkilega aumt að horfa á Jónas Fr. Jónsson í Kastljósinu. Maðurinn hefur ekki einu sinni dug í sér að segja af sér.

Fundurinn í Háskólabíó var virkilega góður, þar voru virkilega góðir ræðumenn á ferð. En lágt var risið á ráðherrunum, sá sem stóð sig best var menntamálaráðherra, hún svaraði fundamönnum af kurteisi en það er ekki hægt að segja um suma af ráðherrunum sem sátu fyrir svörum.

Ég er viss um að upp úr öllum þessum fundum sem er verið að halda eiga eftir að rísa stjórnmálaflokkur eða flokkar. Ég hef þá áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar í þeim flokkum, því allir þessir fundir eru haldnir á Reykjavíkursvæðinu að undanskyldum fundunum sem haldnir eru á Akureyri á laugardögum.

Hvar er landsbyggðin? Ég er hálf hissa að ekki skuli vera búið að boða til fundar á Vestfjörðum, ef ég væri ekki í þessari, þ.e. lögreglumaður væri ég búinn að blása til fundar, allavega klæjar mig í lófana að boða til fundar á Ísafirði um stöðu mála. Aldrei að vita að ég reyni að hóa saman vestfirðingum í friðsaman fund.

Það væri nú við hæfi að haldnir væru friðsælir fundir um allt land í öllum þéttbýliskjörnum á fullveldisdaginn 1. desember n.k. líkt og stendur til að gera í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband