Samfylkingin er öðruvísi stjórnmálaflokkur !

Fyrir síðustu alþingiskosningar fór ég í það ásamt fleirum að hringja í kjósendur og skora á þá að kjósa Samfylkinguna.

Margir sem ég ræddi við sögðu m.a. að það væri sama hvaða flokk það kysi að allir flokkarnir væru eins, að þeir hugsuðu allir um sjálfan sig og það væri ekkert að marka hvað flokkar segðu fyrir kosningar að þeir svikju allt eftir kosningar.

Ég reyndi að sannfæra kjósendur sem ég ræddi við að Samfylkingin væri öðruvísi flokkur og máli mínu stuðnings benti í fólki m.a. á að Ingibjörg Sólrún væri formaður flokksins og að hún myndi taka öðruvísi á málum og ekki haga sér eins og þingmenn hefðu gert hingað til.

Ég taldi Ingibjörgu Sólrúnu ver það ábyrgan stjórnmálamann að hún myndi leiða yfir þjóðina öðruvísi stjórnmál.

 En nú eftir bankahrunið er það miður komið í ljós að Samfylkingin er ekkert öðruvísi stjórnmálaflokkur.

Hvað átti Ingibjörg að gera?

Hún átti að kalla Björgvin á fund til sín eftir bankahrunið og láta hann segja af sér, þar hefði hún sýnt að Samfylkingin væri öðruvísi flokkur og þar sem Samfylkingin er með viðskiptaráðuneytið átti hún að láta forstjóra og stjórn Fjármálaeftirlitsins víkja.

Því næst átti hún að gera Geir Haarde það ljóst ótvírætt að Samfylkingin vildi að bankastjórar Seðlabankans og stjórn hans yrðu látinivíkja og það yrði skipaður aðeins einn bankastjóri í Seðlabankanum.

Ingibjörg þurfti þá láta það koma skýrt fram í fjölmiðlum að Samfylkingin styddi ekki bankastjórana. En eitthvað hefur nú komið fram í fjölmiðlum að svo sé, en ekki nógu skýrt.

En því miður hefur Samfylkingin ekki staðið sig í þessum málum. Á meðan ekkert af þessu er gert mun þjóðin tortryggja allt það sem kemur fram frá þessari ríkisstjórn.

Ingibjörg hefur nú síðustu daga látið í það liggja að hún muni gera skiptinagar í ríkisstjórninni en ekkert víst hvort það verði Björgvin G. eða einhverjir aðrir. Það er ekki nógu sannfærandi fyrir Samfylkinguna.

Samfylkingin er ekkert öðruvísi stjórnmálaflokkur, ég bið þá kjósendur sem ég ræddi við afsökunar á því að ég skyldi hafa rangt fyrir mér í samtölum við þá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gylfi minn sem betur fer sér maður af og til heiðarlegt fólk hér á landinu.  Ég gleðst yfir hverjum og einum slíkum.  Hafðu þökk fyrir þessa færslu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: The bigot

Heyr - heyr.

Gerði svipuð mistök!

Við þurfum ekki fólk sem er alið upp í flokkunum - við þurfum fólk til að ala upp flokkana! Einnig er ákaflega þreytt að sjá "fræga" fólkið hirt upp úr götunni og sett í framboð út á andlitið og öruggt andleysi. Nýtt fólk fyrir nýja tíma - þótt slæmir séu!

The bigot, 19.12.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband