Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af Davíð, Katrínu og Alþingi

 

Jæja ég hef ekki bloggað á þriðja mánuð, en hef ekki hugsað mér að hætta því. Frá því að ég bloggaði síðast er ýmislegt búið að ganga á í þjóðfélaginu. Ekki hef ég verið sáttur við það allt sem gengið hefur á, en sleppt því að blogga um það.

Fyrst skal nefna að búið er að gera Davíð Oddsson að ritstjóra Morgunblaðsins. Við þann gjörning var ætlun mín að segja upp Morgunblaðinu. Ég þarf að bíða með það þar sem ég er búinn að fá mér hvolp og þarf að nota Maggan til að láta hvolpinn gera stykkin sín á hann á meðan hann er að læra að gera þau út, þar sem Fréttablaðinu er ekki dreift í hús hér vestur á Ísafirði. Þegar því er lokið mun ég segja upp Mogganum.

Ég geri mér grein fyrir því að Mogginn á mbl.is og ekki hef ég hugsað mér að hætta hjá mbl.is. Það eru það margir félagshyggjumenn farnir af mbl.is að það þarf rödd okkar á mbl.is.

Annað sem ég vil nefna sem gerst hefur, er að Katrín Jakobsdóttir ráðherra menningarmála réði Þjóðleikhússtjóra um daginn. Ég mjög ánægður að hún skyldi hafa ráðið Tinnu Gunnlaugsdóttir áfram sem Þjóðleikhússtjóra. Hún lét ekki flokksskírteini ráða ákvörðun sinni, margir af þeim umsækjendum voru mjög hæfir en það hefði litið illa út ef hún hefði sparkað Tinnu, mér sýnist Tinna hafi staðið sig ágætlega.

Það á að taka ofan fyrir Katrínu fyrir þessa ráðningu Þjóðleikhússtjóra. Ýmsir ráðherrar hefðu notað tækifæri til að koma að ,,sínum manni" í stólinn og notað ýmsar skýringar til þess. En Katrín ráðherra menningarmála gerði það ekki. Ég vona að kjósendur hafi það í huga næst þegar gengið verður til kosninga.

Icesavemálið er búið að skekja ríkisstjórnarheimilið undan farnar vikur, fjölmiðlar hafa verið að spá stjórnarslitum vegna þess máls. Ég ætla rétt að vona að Vinstri grænir láti ekki afvega leiða sig og haldi stillingu sinni og sigli þessu máli í höfn. Ég treysti engum betur í því máli en Steingrími Jóhanni og Jóhönnu af sitjandi forystumönnum flokkanna á þingi.

Núna síðustu daga eru málefni innflytjenda búin að vera áberandi. Ég tel það ver mjög brýnt að við segjum okkur úr Shengen og förum Bresku leiðina. Með því erum við búin að leysa stóran vanda. Það var einn flokkur sem þorði að ræða um innflytjenda mál í kosningunum 2007 og tók þau ekki upp nú í vor og tapaði því fylgi og þurrkaðist út af þingi.

Læt þetta duga í bili en af nógu væri að taka.


Til hamingju Ragnheiður og Þorgerður

Það var gaman að fylgjast með atkvæðagreiðslunni á Alþingi um Evrópumálið í dag og umræðunni í fréttunum í kvöld.

Gert var grín af afstöðu þingmanna VG hvernig þeir áttu að hafa verið þvingaðir til að samþykkja umsóknaraðild.

Hvað má þá segja um þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þar þorðu menn ekki að kjósa öðruvísi en að vera á mót aðild, en komu með ýmsar afsakanir í þeim eftir af hverju þeir kysu gegn aðild.

Að undanskyldum Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með næstu prófkjörum Sjálfstæðisflokksins hvernig þeim vinkonum muni reiða af, fyrir það að hafa kosið gegn línu flokksins.

Það var skemmtilegt að hlusta á Katrínu Jakobsdóttir svara Birgi Ármannssyni, en hann lýsti hvernig hann hafði fylgst með hvernig þingmenn höfðu verið þvingaðir til að samþykkja aðildarumsókn.

Ég tel að með samþykki um aðildarumsókn í dag hafi verið stigið stórt og gott skref fyrir Íslensku þjóðina, bæði í pólitískum og efnahagslegum forsendum.

Nú ríður á að í samninganefndina veljist hæft og gott fólk, úr öllum flokkum,  svo að umræðan um endanlegan samning verði byggð á rökum en ekki eitthvert hana at að eingöngu fulltrúar úr einum flokki hafi verið í nefndinni.

 


Átta ára ríkisstjórn

Það tókst að kom á tveggja flokka ríkisstjórn, helst hefði ég viljað sjá stærri meirihluta, en það tókst að ná meirihluta vinstri flokkanna tveggja.

Vinstri flokkarnir mega ekki láta sér detta í hug að kippa Framsókn með sér í þetta samstarf eins og heyrst hefur í umræðunni í dag. Það væri algjör dauða dómur fyrir fyrir þessa ríkisstjórn

Samfylking er að vissu leyti komin í aðstöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera í til fjölda ára að geta myndað stjórn með öllum flokkum.  Valið er tveggja flokka stjórn eða þriggja flokka stjórn.

Í umræðunni  núna eftir kosningar  bæði í nótt  og í dag hjá forystumönnum VG að þeir loka ekki á aðild að Evrópusambandinu verði skoðuð.

Ég tel að Jóhanna og Steingrímur finni lausn á því og hér sé komin ríkisstjórn sem mun sitja áfram næstu átta árin, ef rétt er haldið á spilunum.

Til hamingju íslendingar.


Blaut tuska

Þessi vaxtalækkun um eitt prósentustig er eins og blaut tuska framan í fólkið í landinu. Ég batt miklar vonir við 19. mars að það yrðu veruleg lækkun stýrivaxta, en raunin varð önnur.

 Hvernig er hægt að réttlætta þessa háu stýrivexti, ég vil fá góðan rökstuðning fyrir þeim.

Ég kaupi ekki að það þurfi að hafa þessu háu stýrivexti vegna erlendra skuldabréfa.

Fólkið og fyrirtækin í landinu eru að sligast undan háum okur vöxtum.


mbl.is „Ótrúlega lítil lækkun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhönnu í formanninn

Þá er Ingibjörg Sólrún búin að taka ákvörðun um að draga sig í hlé.

 Nú þarf einungis að fá Jóhönnu Sigurðardóttir til að taka að sér formennsku í Samfylkingunni, næstu tvö árin og Dag B. Eggertsson i vara formanninn.

Það þarf ekki fleiri orð um það, en að sjálfsögðu er öllum í Samfylkingunni frjálst að bjóða sig fram.


Er prófkjörum lokið?

Ég heyrði það í einum af fjölmiðlunum að 51 þingmaður ætli að halda áfram á þingi, en aðeins 12 þingmenn hugsa sér að hætta þingmennsku. Í fréttinni fylgdi að það yrði greinilega ekki mikil endurnýjun.Ég bara spyr eiga þessir 51 einstaklingar ekki eftir að fara í prófkjör og forvöl? Ég hélt það og það er í höndum kjósanda að gefa þeim brautargengi eða ekki.

Einnig fór það ekki framhjá mér frekar en nokkrum öðrum að formaður Samfylkingarinnar er búin að ákveða að hún ætli að vera í öðru sæti í Reykjavík prófkjöri Samfylkingarinnar. Er hún ekki formaður í flokki sem kennir sig við lýðræði?

Ég hélt að hluti af þjóðinni eigi eftir að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, ég bið lesendur um að leiðrétta mig ef ég fer rangt með.

Ég vona að sá hluti þjóðarinnar sem ætlar sér að taka þátt í prófkjörum flokkanna, gefi nýju fólki tækifæri og gefi þeim sem mesta ábyrgð bera á hruni íslenska efnahagslífsins frí frá þingsetu.

 


Heyr heyr

Tek undir það með Jóni Baldvin að Ingibjörg Sólrún þarf að víkja. Samfylkingin þarf að sýna þá pólitísku ábyrgð að kjósa sér nýjan formann.

Það er ekki nóg að tala um að seðlabankastjórar víki til að sýna ábyrgð og láta svo sinn formann sitja áfram og ætlast til að kjósendur kjósi Samfylkinguna áfram til valda með sama formanninn sem svaf á verðinum með formanni Sjálfstæðisflokksins.

Mér líst vel að fá Jóhönnu eða Jón Baldvin í formanninn og að Samfylkingin lýsi yfir að hún sé tilbúin til áframhaldandi stjórnarsamstarfs, með Vinstri grænum.


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallinn með 4,9

Eftir lestur á skýrslu þeirra félaga Gylfa Zoega og Jóns Daníelssonar kemur ýmislegt í ljós að Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki Íslands, ráðherrar og starfsmenn ráðuneytanna fá falleinkunn hjá þeim félögum.

Það er með ólíkindum hvernig staðið var að eftirliti með fjármálastofnunum í landinu. Það vantaði allt eftirlit og svo eru Sjálfstæðismenn undrandi að krafa landsmanna sé að víkja mönnum frá störfum, Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera alveg veruleikafyrtur og berja hausnum við steininn með því m.a. að verja setu Davíðs Oddsonar í stóli seðlabankans.

Eins er stórum hluta þjóðarinnar ekki viðbjargandi að ætla sér að styðja áfram Sjálfstæðisflokkinn sem seldi (gaf) ríkisbankana til vel valinna vildar vina. Ekki má heldur gleyma sofanda hætti ráðherra Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar sem létu þetta viðgangast án þess að gera neitt róttækt til að stöðva þetta aðgerðarleysi sitjandi í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Það virðist sem þessir þrír flokkar munu verða áfram stærstu flokkar þjóðarinnar eftir komandi kosningar, því ekkert bólar á nýjum framboðum.

Jóhanna Sigurðardóttir er að reyna að klóra í bakkann á þessum 80 dögum sem hún hefur til umráða til að bæta fyrir aðgerðarleysi Samfylkingarinnar með hjálp Vinstri grænna, en gengur ekki of vel með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar í að gera henni verkið erfitt.

Sjálfstæðisflokkurinn sem ætti að skammast sín að vera búinn að koma þjóðinni þangað sem hún er nú stödd.


Davíð Oddsson í formannsstólinn

Öll lætin í kringum Davíð Oddsson eru með ólíkindum. Hann neitar að yfirgefa seðlabankann, hann segist ekkert hafa gert af sér, segist hafa varað við stöðu bankanna. Hafi Davíð varað við því sem gerðist, þá er ábyrgðin á fyrrum forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins Geir H. Haarde.

En Davíð Oddson ber ábyrgð á einkavinavæðingu ríkisbankanna, hann ber einnig ábyrgð á því að takmarkað eftirlit var með starfsemi bankanna.

Það er með ólíkindum hvað þingmenn Sjálfstæðisflokksins verja sæti Davíðs í seðlabankanum. Er trygglindi við Davíð slíkt, eða óttast Sjálfstæðismenn að ef honum verði vikið úr bankanum að hann muni birtast á næsta landsfundi flokksins og bjóða sig fram til formanns og fari aftur á fullum krafti út í pólitík eins og hann hefur hótað.

Það er óskastaða að Davíð fari fram til formennsku í flokknum og gaman væri að sjá hve margir kjósendum kjósi Sjálfstæðisflokkinn með Davíð í forystu.


Jóhanna og Kvennalistinn

Mikið er búið að fjalla um Jóhönnu Sigurðardóttir undan farna daga og það virðist vera almenn ánægja með hana og hennar störf.

Einna hæst hefur verið talað um að hana sem ,,heilaga Jóhönnu og hennar frægu setningu sem hún lauk annars skemmtilegri ræðu sinni á flokksþingi Alþýðuflokksins 1994 ,,minn tími mun koma".

Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins talaði stundum um heilaga Jóhönnu en hann sagði líka oft um Jóhönnu að hún væri svo dugleg á þingi að hún inni á við heilann kvennalista, það er nú ekki hægt að kalla það annað en hól.

En þá var Kvennalistinn með 6 þingkonur á Alþingi.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband