Davíð Oddsson í formannsstólinn

Öll lætin í kringum Davíð Oddsson eru með ólíkindum. Hann neitar að yfirgefa seðlabankann, hann segist ekkert hafa gert af sér, segist hafa varað við stöðu bankanna. Hafi Davíð varað við því sem gerðist, þá er ábyrgðin á fyrrum forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins Geir H. Haarde.

En Davíð Oddson ber ábyrgð á einkavinavæðingu ríkisbankanna, hann ber einnig ábyrgð á því að takmarkað eftirlit var með starfsemi bankanna.

Það er með ólíkindum hvað þingmenn Sjálfstæðisflokksins verja sæti Davíðs í seðlabankanum. Er trygglindi við Davíð slíkt, eða óttast Sjálfstæðismenn að ef honum verði vikið úr bankanum að hann muni birtast á næsta landsfundi flokksins og bjóða sig fram til formanns og fari aftur á fullum krafti út í pólitík eins og hann hefur hótað.

Það er óskastaða að Davíð fari fram til formennsku í flokknum og gaman væri að sjá hve margir kjósendum kjósi Sjálfstæðisflokkinn með Davíð í forystu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband