Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.1.2009 | 14:42
Gott fordæmi
Þetta er gott fordæmi hjá Magnúsi að ákveða að hætta þingmennsku. Það ættu fleiri að ákveða að hætta.
Ef að þeir þingmenn sem nú hafa setið sem lengst á þingi, með örfáum undantekningum, eins og t.d. Jóhönnu og eflaust fleiri, hafa ekki vit á því að hætta vona ég að kjósendur munu gefa frí í komandi prófkjörum flokkanna.
![]() |
Magnús Stefánsson hættir í stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 10:32
Utanþingsstjórn
Er það virkilega að gerast að Framsóknarflokkurinn sé að sína sitt rétta andlit að vera ekki treystandi fyrir stóru orðunum að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG falli. Það liggur í loftinu að Framsókn ætli að gera samstarf Samfylkingar og VG tortryggilegt og fara uppí hjá Sjálfstæðisflokknum, það má ekki gerast.
Sigmundur Davíð er þarna að fá framan í sig að spillingaröflin í Framsókn stýra áfram Framsóknarflokknum.
Ef ekki verður af minnihlutastjórn Jóhönnu verðum við landsmenn að treysta að Ólafur Ragnar forseti hafi utanþingsstjórn uppi í erminni og boði til kosninga, sem er besti kosturinn.
![]() |
Ósætti um aðgerðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 08:55
Hvar er Jóhanna ?
Það er athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir er ekki í forystu í stjórnarmyndunarviðræðunum. En ég treysti henni manna best af þeim 63 mönnum sem sitja á Alþingi.
Það er vonandi að þessar viðræður gangi upp, en besti kosturinn væri að utanþings þjóðstjórn hefði tekið við stjórnartaumunum svo að allir flokkar sem sitja á þingi gætu farið í naflaskoðun óháð stjórn landsins.
Ég gruna að Ólafur Ragnar sé með utanþings þjóðstjórn upp í erminni ef þessar viðræður sigla í strand.
![]() |
Vel miðar í viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2009 | 09:46
Skynsöm ákvörðun
Það kemur ekki á óvart að Ágúst Ólafur skuli ekki sækjast eftir því að vera áfram varaformaður Samfylkingarinnar. Nú er spurningin hver mun taka við því embætti.
Ég tel að Ingibjörg Sólrún eigi einnig að gefa yfirlýsingu um að hún sækist ekki eftir áframhaldandi formennsku. Samfylkingin verður ekki trúverðug með Ingibjörgu í formannssætinu.
Ég vil sjá Jóhönnu Sigurðardóttir í formennsku og Dag B. Eggertsson í varaformann á næsta landsfundi
![]() |
Ágúst Ólafur hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 16:40
Mín hugmynd af utanþingsstjórn
Forsætisráðherra Þorvaldur Gylfason, prófessor
Utanríkisráðherra Jón Ormur Halldórsson
Viðskiptaráðherra Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir
Fjármálaráðherra Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur
Dómsmálaráðherra Brynjar Níelsson, lögmaður
Sjávarútvegsráðherra Arthur Bogason
Landbúnaðarráðherra Haraldur Benediktsson, formaður bændasamtaka Íslands
Menntamálaráðherra Sölvi Sveinsson, skólastjóri VÍ
Heilbrigðisráðherra Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir
Félagsmálaráðherra Bragi Guðbrandsson,forstjóri Barnaverndarstofu
Samgönguráðherra Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík
Umhverfisráðherra Andri Snær Magnason
26.1.2009 | 13:50
Loksins er tími Jóhönnu komin
Þar kom að því seinna en ég átti von á að tími Jóhönnu Sigurðardóttur er kominn. Það koma fram í fréttum að Samfylkingin hafi lagt til að Jóhanna Sigurðardóttir tæki við forsæti í ríkisstjórninni sem nú er fallin.
Það má því skilja að Jóhanna verði forsætisráðherra í minnihlutastjórn Samfylkingar og VG.
Ég tel að næsta skref Samfylkingarnar eigi að vera að kjósa Jóhönnu sem formann flokksins á komandi landsfundi í framhaldi af því að hún verði forsætisráherra.
Því að
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2009 | 11:03
Björgvin G. hrökklast úr ráðherrastól
Allt er að gerast í stjórnmálum á Íslandi í dag. Núna rétt áðan var Björgvin G. að tilkynna afsögn sína úr stól Viðskiptaráherra. Þessi ákvörðun Björgvins G. er að koma 100 dögum of seint. Ef Björgvin G. hefði gert þetta í október sem hann var að tilkynna í morgun væri Björgvin G. mjög líklegur formaður Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar.
En Samfylkingin þarf að leita sér að nýjum formanni og nýrri forystu fyrir komandi kosningar.
22.1.2009 | 18:23
Island.is
Hér er meðfyljandi auglýsing fyrir ríkisstjórnina. En Geir H. Haarde var að reyna að útskýra að ríkistjórnin væri að vinna að vanda þjóðarinnar og minntist á síðuna , en þar væri hægt að nálgast upplýsingar um það sem rikisstjórnin er að vinna að. Af hverju er ríkisstjórnin ekki búinn að setja link um síðuna í alla fjölmiðla landsins, bæði net- og prent miðla. En Geir talaði einnig í Kastljósinu að það kæmi til greina að einhverjir verði látnir sæta ábyrgð. En það er ekki nóg, ríkisstjórnin átti strax í október að láta Fjármálaeftirlitið, Seðlabanka og ráðherra fjármála og bankamála sæta ábyrgð. Ef ríkisstjórnin hefði gert þetta væri ekki svona komið fyrir ríkisstjórnarflokkunum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 13:29
Hættið þessu stjórnar samstarfi strax
Hvað er að þessum mönnum sem sitja á hinu háa Alþingi. Mótmælin munu ekki hætta fyrr en boðað verður til kosninga. Öll þjóðin vill kosningar. Á meðan þarf að koma á minnihlutastjórn Samfylkingar og VG varinni vantrausti af Framsókn.
Það þarf að koma Sjálfstæðiflokknum burt úr ríkisstjórn. Þessi flokkur er ekki starfhæfur. Það er ekki hægt að bíða eftir Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin verður að ríða á vaðið. Ég bind vonir við fund Samfylkingarinnar sem haldinn verður í kvöld, að þar verði tekið á skarið og stjórnarsamstarfinu verði slitið, líkt og gerðist 1979 er ákveðið var að slíta þáverandi ríkisstjórn á félagsfundi Alþýðuflokksfélags í Reyjavík.
19.1.2009 | 13:30
Til hamingju Framsóknarmenn
Það er ekki hægt annað en að óska Framsóknarmönnum til hamingju með flokksþingið. Ekki hef ég séð ferskari vinda blása um Framsókn síðan ég fór að fylgjast með stjórnmálum fyrir þrjátíu árum. Ekki átti ég von á því að úrslitin yrðu þessi. Það kom mér á óvart hvað Páll Magnússon fékk lélega kosningu. Ég bjóst við að kosið yrði á milli Páls og Höskuldar í seinni umferð, en það varð öðru nær.
Einnig kom það mér á óvar að vinkona mín hún Siv Friðleifsdóttir skyldi ekki ná kjöri sem varaformaður. Það er greinilega alvara í framsóknarmönnum að gera breytingar á flokknum.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með landsfundi Sjálfstæðisflokksins, hvort sjálfstæðismenn ætli sér að hylla núverandi forystu og kjósa til áfram haldandi setu.
En það þarf nú meira til að ég fari að treysta Framsókn.