Baldvin Jónsson er að gera góða hluti

Ég varð andvaka í nótt eftir að hafa drukkið kaffi í gærkvöldi, sofnaði reyndar ekki fyrr en klukkan var að ganga sjö. Horfði á endursýndan þátt Hrafnaþings á INN.

Þar var Ingvi Hrafn að taka viðtal við Baldvin Jónsson, markaðsmann. Virkilega áhugaverður þáttur um hvað Baldvin er að gera góða hluti í Bandaríkjunum með markaðssetningu á íslenskum vörum.

Ég mæli með því að fólk hlusti á þáttinn. En þar kemur fram hvað við íslendingar eigum mörg sóknarfæri í kreppunni.

Það er ljós í efnahagsmyrkrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband