LF group komin heim.

Við fjölskyldan vorum að koma úr LeiruFirði, (LF group) fórum þangað á mánudaginn var þ.e. 20. júlí veður var gott og nú átti að gista í Leirufirði í 10 daga, en Sóley og systur hennar ásamt móðir þeirra eiga þar hjólhýsi sem flutt var í Leirufjörðinn fyrir 11 árum, með bát.

Það er ávallt sæla að koma í Leirufjörð ekkert útvarp, engin blöð engar fréttir af Icesave og öðrum leiðinda fréttum. Ég tók reyndar með mér eina bók en það er bókina Stoðir bresta, eftir Óla Björn Kárason. Ég las reyndar bókina á ,,hundavaði” nennti ekki  að kafa djúpt í bókina, en ágætis bók um ótrúlega hegðun Hannesar Smárasonar og félaga.

Leirufjörðurinn skartaði sýnu fegursta, hlýtt í veðri og fugla líf með óvana miklum blóma. Þrjú æðakollu hreiður voru í hólmanum víð ósa Dynjanda, þetta hef ég aldrei séð áður í Leirufirði. Hvert hreiður hafði að geyma fjögur egg. Maríuerlur flugu í kringum hjólhýsið og settust á netin er ég var að hreinsa þau og það heyrðist í lóu, svo eitthvað sé nefnt.

Nú hugsar einhver eflaust hvað hreinsa net. Það má jú veiða silung í sjó í net ef netið er lagt 300 metra frá árós og það er lagt beint út frá landi. Þetta má stunda frá þriðjudegi til föstudags og að netið er merkt landeiganda.

En því næst á fimmtudag kom rigning og kuldi og áfram hélt þetta veður á föstudeginum með enn meiri kulda.

Það var svo kalt aðfaranótt föstudags að það snjóaði í fjöll í Jökulfjörðum, hitamælirinn í Leirufirði sýndi 2 gráður. Snjór var í toppum Skálafells og Kvíafjalls að morgni föstudags. Þrátt fyrir kulda og vætu voru vinkonur okkar æðakollurnar en á hreiðrum sínum og vinkonur þeirra allt í kring um hólmann.

Að kvöldi föstudags, undir nótt er fjölskyldan sat að spilum sást hreyfing fyrir utan gluggann á hjólhýsinu og er að var gáð sást tófa skjótast um tvo metra frá hjólhýsinu og niður í fjöru. Daginn eftir að morgni laugardags var betra veður en allt hljóðlegra en verið hafði er við komum í upphafi. Er að var gáð í hólmann voru æðakollurnar horfnar og eggin einnig, tvö egg sáust brotin í hreiðrunum. Þarna hafði tófan greinilega farið um.

sumar 2008 og 09 nýja vélin 661

En lífið hefur sinn vana gang, veður var mun betra laugardag. Fjölskyldan bakaði pizzu. Með því að setja kol í holu og múrsteina til hliðanna í holunni og svo var fundinn flatur stór steinn til að setja ofan á. Bakaðar voru í forrétt dýrindis pizza samlokur með pepparóní á steininum, því næst voru kjúklingalæri grillaðar á kolagrillinu og í eftirrétt voru grillaðir sykurpúðar.

Sunnudag fór veður aftur að versna og samkvæmt veðurspá sem við náðum á langbylgju í næsta bústað var spáin ekki góð og reyndum við að fá far heim á sunnudag með nágrönnunum í Hvammi en ekki var laust pláss þar.

sumar 2008 og 09 nýja vélin 682

Á mánudagskvöldið heyrðum við að veðurspá var ekki að batna það sem eftirlifði viku og höfðum samband við Sigga Hjartar, hvort hann yrði á ferðinni eitthvað fyrr heldur en á næsta fimmtudag eins og áætlun okkar hljóðaði í upphafi.Viti menn hann sótti okkur í dag þriðjudag kl. 18:00 og erum við nokkuð sátt að vera komin heim.

Ég er nú búinn að gista í Leirufirði á hverju sumri undan farin tólf sumur og er þetta kaldasta veður sem ég og mín fjölskylda höfum fengið í Leirufirði.

Ekki var farið í sjósund undir jökli eins og ég og börnin höfum gert undan farin ár, en við förum bara aftur að ári liðnu og bætum okkur þetta upp þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband