6.7.2009 | 03:19
Halló, hvar er ég á kortinu !
Fréttamaður hafði viðtöl við fólk sem var á leið út úr bænum og þar kom í ljós að ferðinni var heitið víða um land.
Eftir viðtölin við ferðamennina þótti fréttamanni ástæða til að telja upp hvað væri um að vera um helgina um landið. Fréttamaður taldi upp m.a. Írska daga á Akranesi, Pollamót á Akureyri , Humarhátíð á Höfn o.fl.
Ekkert var minnst á Vestfirði. En núna um helgina voru haldnar þrjár hátíðir á Vestfjörðum. En það voru Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Markaðsdagar í Bolungarvík og Hamingjudagar á Hólmavík.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vestfirðir gleymast hjá fjölmiðlum þegar minnst er á uppákomur um landið.
Það er eins og við Vestfirðingar séum ekki á Íslandskortinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.