Aðgerðaleysi

 

Frá því að bankarnir voru ríkisreknir hef ég eins og flestir íslendingar verið að reyna að fylgjast með því, hvað ríkisstjórnin ætlar að gera í stöðunni. Forsætisráðherra hefur boðað til fjölda blaðamannafunda, þar sem mislítið hefur komið fram hvað ríkisstjórnin ætlar að gera í stöðunni.

Það eina áþreifanlega sem gert hefur verið er að seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti í 18% þvert á það sem verið er að gera í öðrum löndum. Ég skil engan veginn hvers vegna er verið að hækka stýrivexti, ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég ekki að fara að kaupa svo mikið sem kommóðu núna í þessu efnahagsástandi. Ég tel að það eigi við flesta sem halda vinnu og hvað þá fjölmörgu sem eru að missa vinnuna eða eiga það á hættu að missa hana á næstu vikum.

Fjöldi hagfræðinga hafa komið fram á sjónvarpssviðið og komið með tillögur að aðgerðum á þessu ástandi, en lítið fer fyrir því hvað ríkisstjórnin ætlar að gera.

Ég tel að það þurfi að lækka stýrivexti strax, að íslendingar sæki um aðild að ESB.

Einnig tel ég brýna nauðsyn að leitað verði til erlendra aðila sem fyrst til að rannsaka hvað fór úrskeiðis og draga menn til ábyrgðar.

Þá sem rætt hefur verið við og tóku þátt í útrásinni kenna í flestum tilfellum heimskreppunni um hvernig fór og telja sig ekki bera ábyrgð, að undan skyldum Sigurði Einarssyni í viðtalinu hjá Birni Inga í gær laugardag.

Það má ekki persónugera ástandið við einn mann eins og verið er að gera með því að tala um að Davíð Oddsson eigi að segja af sér. Það á öll bankastjórn Seðlabankans að segja af sér. Einn bankaráðsmaður hefur þegar gert það og aðrir eiga að sína sóma sinn í því að ger slíkt hið sama.

Það er reyndar að mörgu fleiru að taka, en ég ætla að láta þetta nægja í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband