,,Okurkarlinn" Siggi afi minn

Það var gaman að heyra Braga fjalla um Sigurð Berndsen móðurafa í Kiljunni hjá Agli Helgasyni á miðvikudag.

Ég er stoltur af afa mínum að hafa tekist að komast áfram í lífinu. En hann var mjög fatlaður og átti erfiða æsku. Skrokkurinn var ónýtur en kollinn í lagi.

Ég náði nú ekki að kynnast honum persónulega, þar sem hann lést 6. mars 1963 en ég fæddist 8. apríl sama ár.

Hann eignaðist átta börn með ömmu minni Margréti Pétursdóttur frá Miðdal í Kjós, sex barnanna komust upp til mans. Mér var sagt að vinur hans Gústaf Sigurðsson  hafi sagt  hana fallegustu konu í Reykjavík

Ég hef hugsað mikið til hans undan farin ár á tíma útrásar og velgengni fyrirtækja í landinu og svo aftur þess tíma sem við lifum í dag þegar þrengir að.

Afi var oft kallað Jón Hreggviðsson 20 aldarinnar og má m.a. lesa skemmtilega lýsingu á honum í blaðinu Ófeigur landvörn, sem Jónas Jónsson frá Hriflu ritstýrði. En ég á tvö tölublöð af því blaði frá 1955.

Það eru reyndar til ótal sögur af gamla manninum, bæði sannar og og eflaust ósannar líka.

 

Sjálfur á ég nokkrar sögur af kallinum, og það er synd að Stefán Jónsson hafi ekki náð að skrifa ævisögu hans á sínum tíma. En afi dó rétt áður en þeir ætluðu að fara í verkið.

 

Ef ég man rétt að þá var hann aldrei dæmdur, fyrir okurlán hann varði sig sjálfur en hann lánaði peninga. Ég hef heyrt að hann gerði oft vel við þá sem minna máttu sín en sýndi þeim stærri klærnar.

 

Það væri komið betur fyrir mörgum fjárhagslega ef bankarnir höguðu sér eins og hann afi gerði á sínum tíma.

 

Ég læt hér tvær sögur flakka af Sigurði afa.

 

Eina sögu sagði mér gamall maður sem bjó í næsta húsi við mig er ég var strákur. Gamli maðurinn sagði mér að vinur hans hefði farið til Sigga afa og beðið hann um að lána sér pening til að kaupa vörubifreið. Siggi átti að hafa spurt manninn hvernig hann hugðist fjármagna kaupinn. Maðurinn útskýrði það fyrir Sigga afa.

Þá átti afi að hafa sagt, heyrðu góði þú þarft hærra lán heldur en þú ert að biðja um og útskýrði það fyrir honum hvers vegna.og lánaði manninum þá upphæð sem hann þurfti.

Svo þegar að maðurinn kom til afa til að borga síðasta víxilinn. Þá á afi að hafa rifið víxilinn og sagði við manninn að þar sem hann hafi alltaf staðið í skilum gæfi hann honum síðasta víxilinn eftir.

 

Eins sagði pabbi mér þá sögu af afa, þegar pabbi var að selja fiskbúð sem hann átti. Pabbi sagði að afi hafi spurt hann hver ætlaði að kaupa af honum búðina. Pabbi sagði honum það og afi vissi hver maðurinn var.

Þá spurði afi, hvernig maðurinn ætlaði sér að borga búðina? Pabbi sagði mér að hann hafi sagt honum að maðurinn ætlaði að borga búðina með bréfi með tryggingu í íbúð mannsins.

Þá á afi að hafa sagt. Nei Gísli það gerir þú ekki, þessi maður er með fullt hús af börnum og þú getur aldrei farið að láta bera manninn út með börnin. Pabbi sagði að afi hafi sagt við hann að athugaðu hvort hann eigi ekki einhverja vini sem eiga peninga sem vilja ábyrgjast kaupinn.

 

Ég hef ekki heyrt af mörgum svona sögum fólks af viðskipum sínum við bankana hér á Íslandi. Hvorki fyrir eða eftir einkavæðingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að BLOGGA BARA SMÁ....................... ekkert gaman að svona steindauðum "bloggurum"..... !!!!!!!

Þreyttur lesandi...... (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband