16.4.2008 | 10:58
Úr heigul yfir í hetju
Fjölskyldan hefur farið tvær síðustu helgar í hesthúsið. Veturliði og Margrét eru dugleg að sitja hestana, en í vetur er við eignuðumst Skugga voru þau hálf hrædd við hestana. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með Veturliða sem var hræddari við hestana heldur en litla systir hans.
Veturliði þorði að stjórna hestinum, það þurfti ekki að teyma hestinn hjá honum, enda var hann á sérstaklega barngóðum hesti honum Vini, 20 vetra klár.
Eftir að við vorum komin úr hesthúsinu var Veturliði mjög ánægður með sjálfan sig og sagði okkur foreldrunum að hann ætlaði sko að skrifa um ævintýri hans í hesthúsinu í dagbókina í skólanum. Er hann var lagstur á koddann sagði hann við mig, ,,pabbi ég er búinn að ákveða hvað ég ætla að láta dagbókina heita um hestaferðina". Nú hvað á hún að heita? spurði ég hann. Hún á að heita ,,úr heigul yfir í hetju" sagði Veturliði hróðugur og sofnaði fljótlega.
Við höfum öll gaman af hestunum og konan gaf mér reiðhjálm í afmælisgjöf, enda best að hafa öryggið í fyrirrúmi.
Athugasemdir
Vá hvað hann er flottur pilturinn sá. Þetta er vel til fundið hjá honum. Ekkert gefur manni meiri ánægju í lífinu er að sigrast á sjáflum sér, og þetta sér hann og skilur, þó ekki sé hann gamall.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 11:18
Hann er samur við sig þessi engill
Bestu kveðjur til allra
Heiða
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 16.4.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.