Forræðishyggja Sjálfstæðisflokksins

Framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni í Reykjavík er búin að vera í umræðunni hér á landi í mörg ár, ein fréttastofan dró meira að segja fram nokkurra áratuga gein um daginn þar sem var verið að fjalla um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni.

Við á landsbyggðinni viljum flest öll hafa völlinn en höfum ekki verið spurð að því og fengum ekki að vera með í kosningunum um flugvöllinn á sínum tíma er Reykvíkingar kusu um völlinn.

Nú er þetta farið að hafa áhrif á samkeppni innanlands. En Iceland Express hefur sótt um lóð við Reykjavíkurflugvöll til að koma á samkeppni. Nú skildi maður ætla að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins myndi fagna því að koma á frjálsri samkeppni en forræðishyggja þessa gamla flokks kemur nú en of aftur í ljós og þeir vilja ekki heimila Iceland Express að byggja vegna óvissu um framtíð vallarins í Vatnsmýrinni.

Ég bara spyr, ættu ekki  borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ef þeir vilja standa undir nafni  flokksins um frelsið að leyfa Iceland Express að byggja og koma á samkeppni. Iceland Express  er einkafyrirtæki sem tekur þá bara þá áhættu að völlurinn verði fluttur og þeir ganga þá að því.

Vonandi fer fólkið í landinu að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur forræðishyggju, ekki bara í þessu máli heldur í svo mörgum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Blessaður Gylfi,  já þetta flugvallarmál......... er ekki meirihluti þeirra sem nota innanlandsflugið landsbyggðarfólkið? Ég held það.  Margir Reykvíkingar fara sjaldan úr borginni og hafa því ekki mikið vit á hversu nauðsynlegt þetta er fyrir t.d. sjúkraflutninga, viðskiptalífið, og margt annað.

Þessi blessaða tík, pólitík er oft að leika okkur mannfólkið grátt, skemmir oft fyrir í svona mikilvægum hlutum eins og samgöngur eru.  Ég vil að Iceland Express fái aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli.

Arndís Baldursdóttir, 13.3.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Reykvíkingar verða að sætta sig við að meðan borgin er höfuðborg landsins, gegnir hún skyldum gagnvart öllu landinu, það gleymist oft í umræðunni.  'Eg er svo sem sátt við að flugvöllurinn fari til Keflavíkur, ef allar opinberar stofnanir og umsýslan fer þangað líka.  Þá hefur maður ekkert til Reykjavíkur að gera lengur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Þú hefur lög að mæla Ásthildur og tek ég undir þetta með þér heilshugar.

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 14.3.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband