Til hamingju Ívar

Í dag 12. mars eru liđin 92 ár frá ţví ađ Alţýđuflokkurinn var stofnađur en hann var stofnađur 12. mars 1916. Á ţessum degi fyrir 20 árum var einnig stofnađ Íţróttafélag ívar. Sjálfur var ég virkur í Alţýđuflokknum í gamla daga og í dag sit ég í stjórn Íţróttafélagsins Ívars. Í tilefni ţess lćt ég hér fylgja međ pistill um Íţróttafélagiđ Ívar sem sent var fjölmiđlum á Norđanverđum Vestfjörđum.

íţróttafélagiđ Ívar 20 ára

Íţróttafélagiđ Ívar var stofnađ 12. mars 1988 og er ţví 20 ára í dag. Stofnfundur félagsins var haldinn á sal Grunnskóla Ísafjarđar 12. mars 1988. Á stofnfélagar voru 14 manns. Á fundinum var Gísli Hjartarson kosinn fyrsti formađur félagsins. Ađrir í stjórn voru kosnir Helga Ásgeirsdóttir, Ágústa Gunnarsdóttir, Bjarni Guđmundsson og Elín Ţóra Magnúsdóttir.

Ţađ var svo á ađalfundi félagsins 9. apríl, áriđ 1991 sem nafni félagsins var breytt í Íţróttafélagiđ Ívar. Ţađ var gert í minningu um Ívar Bergmann, frá Ísafirđi sem lést 1986.

Frá stofnun félagsins hafa ađeins fimm ađilar gengt formennsku í félaginu, ţađ eru Gísli Hjartarson 1988-1990, Ţóra Gunnarsdóttir 1990-91, Elín Gunnarsdóttir 1991-93, Anna Málfríđur Jónsdóttir 1993-94. Frá árinu 1994 hefur Harpa Björnsdóttir veriđ formađu og ekki hafa veriđ mikiđ um mannabreytingar í stjórn félagsins á ţeim tíma.

Megin tilgangur og markmiđ Íţróttafélagsins Ívars er ađ efla útivist  og íţróttaiđkun fatlađra á Norđanverđum Vestfjörđum međ ćfingum, námskeiđum og keppnum.  Einnig hefur Ívar gert fötluđu íţróttafólki á Norđanverđum Vestfjörđum kleift ađ taka ţátt í mótum fatlađra á landsvísi svo og erlendis.

Starfiđ hjá Íţróttafélaginu ívari hefur gengiđ vel og hefur veriđ hefđbundiđ undanfarin ár. Félagiđ hefur veriđ međ ćfingar í boccia frá stofnun félagsins og sundćfingar frá árinu 1998. Einnig hefur félagiđ reynt ađ bjóđa upp á meiri fjölbreyttni í starfinu og eitt áriđ fékk stjórn félagsins borđtenniskappana Jóhann Rúnar Kristjánsson og Helga Ţór Gunnarsson til ađ koma vetur og halda kynningu og námskeiđ í borđtennis. Áhugi var hjá nokkrum einstaklingum en ţó náđist ekki ađ koma borđtennisćfingum í gang ađ neinu ráđi og duttu ţćr upp fyrir eftir stuttan tíma.

Einnig var áhugi fyrir vetraríţróttum og eftir ađ fulltrúi frá Ívari hafđi fariđ á námskeiđ sem Íţróttasamband fatlađra hélt á Akureyri međ leiđbeinendum frá Challenge Aspen áriđ 2000, fjárfesti íţróttafélagiđ Ívar í skíđasleđa., fyrir fatlađa.  Ívar fékk styrki frá félagasamtökum og velunnurum og var ráđist í ţetta stórvirki.  Ekki var félagiđ búiđ ađ vera lengi međ sleđann, ţegar vetur konungur fór ađ stríđa okkur og hefur snjór veriđ ađ skornum skammti síđan eins og Vestfirđingar hafa tekiđ eftir. Ţađ hefur gert félagsmönnum Ívars erfitt fyrir međ ađ nota sleđann, ţannig ađ undanfarin ár hefur félagiđ einbeitt sér ađ boccia og sundi.

Vegna fjarlćgđar Ívars frá öđrum félögum innan Íţróttasambands fatlađra hefur félagiđ nćr eingöngu tekiđ ţátt í Íslandsmótum  ÍF í boccia og sundi en einnig hefur í góđri samvinnu viđ íţróttafélagiđ Höfrung á Ţingeyri haldiđ á vorin svo kallađ Halldórs Högna mót í boccia. Ţar keppa félagsmenn Ívars viđ eldri borgara og ađra velunnara á Ţingeyri og nágrenni. Ţá er keppt um farandbikar sem var gefinn af Halldóri Högna

Einnig má geta ţess ađ Ívar hefur átt keppendur á ţrem síđustu Special Olympics heimsleikum, ţau Önnu Elínu Hjálmarsdóttur, Héđinn Ólafsson og nú síđast Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttir. Hafa ţau öll veriđ félaginu til sóma.

Síđasta stórmót sem Ívar sendi ţátttakendur á var nú í febrúar síđast liđinn er Ívar sendi ţrjár sundstúlkur, ţćr Elmu Guđmundsdóttir, Kristínu Ţorsteinsdóttir og Ragneyju Líf Stefánsdóttir á Malmö-open.

Stćrsta verkefni íţróttafélagsins Ívars frá stofnun er  Íslandsmót fatlađra í boccia í einstaklingskeppni sem haldiđ var í íţróttahúsinu Torfnesi, á Ísafirđi október 2001. Félagiđ fékk fjölmargar bćjarbúa í liđ međ sér og tókst mótiđ frábćrlega.

Íţróttafélagiđ Ívar hefur átt mikinn stuđning frá íbúum á Norđanverđum Vestfjörđum sem hafa tekiđ vel í ţćr fjáraflanir sem félagiđ hefur stađiđ fyrir. Helstu fjáraflanir félagsins er jólakortasala sem hefur veriđ fastur liđur frá stofnun félagsins.

Einnig er og stćrsta fjáröflun félagsins fyrirtćkjamót Ívars í boccia sem haldiđ hefur veriđ ár hvert frá 2002. Fyrirtćkin senda sjálf tveggja manna liđ til ađ keppa. Mótiđ hefur stćkkađ međ hverju árinu og er áhugi bćjarbúa ávallt mikill fyrir mótinu. En ţar er leitast viđ ađ gera mótiđ sem skemmtilegast og hafa ţátttakendur mćtt á mótiđ í skemmtilegum búningum eđa bara í starfsmannabúningum sinna fyrirtćkja. Auk farand bikarins í boccia sem veittur er eru veitt ýmis önnur verđlaun, eins og bestu búningar, bestu liđsheild, bestu tilţrifin og besta stuđningsmannaliđiđ. Drengilegur keppnisandi ríkir ávallt á mótinu og liđ hafa sóst eftir ađ landa bocciabikarnum. Ţau liđ sem unniđ hafa mótiđ eru: Hrađfrystihús Gunnvarar 2002-03, Rörtćkni 2004, Sýslumađurinn á Ísafirđi 2005, Rannsóknastofa Heilbrigđisstofnunarinnar Ísafjarđarbć 2006. Á síđasta ári vann Viđ pollinn.

Af öđrum fjáröflunum sem standa undir rekstri Ívars má einnig nefna ađ skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni gefa dósir sem falla til eftir hvern túr og ađ Ívar hefur stađiđ fyrir merkjasölu á kjörstöđum fyrir kosningar.

Stjórn Ívars er ávallt ađ huga ađ fjölbreyttni í starfi og var ţví ákveđiđ ađ halda Special Olympics mót í fótbolta og frjálsum íţróttum og  ţađ var haldiđ 31. ágúst - 2. september s.l..

Ţátttaka var ágćt og félagsmenn Ívars tóku ţátt í öllum greinum. Mótiđ tókst vel ţrátt fyrir ađ veđurguđirnir voru mótsgestum ekki hliđhollir. Er nú aukinn áhugi međal félagsmanna Ívars ađ halda áfram ađ stunda ţessar íţróttagreinar.

Ţađ er ljóst ađ möguleikarnir eru miklir fyrir Ívar og framtíđin er björt. Á ţessum tímamótum Íţróttafélagsins Ívars, vill stjórn íţróttafélagsins Ívars nota tćkifćriđ og ţakka velunnurum félagsins stuđninginn  síđast liđin 20 ár og vonum ađ framhald verđi á ţví nćstu 20 ár.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Til hamingju međ 20 árin Ívar.  Ţetta félag er bćnum okkar til sóma á allan hátt, og hefur boriđ merkiđ hátt. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 12.3.2008 kl. 12:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband