28.2.2008 | 19:54
Áfram Vilhjálmur
Var að lesa Morgunblaðið í dag. Á blaðsíðu 2 var fyrirsögn sem vakti athygli mína. ,,Stjórn dró tillögu sína til baka" var fyrirsögnin. Hún fjallaði um það að á aðalfundi SPRON hafi stjórnin dregið tillögu sína til baka um 200.000kr. laun stjórnarmanna og 400.000kr. laun stjórnarformanns. Er Vilhjálmur Bjarnason framkv.stj. Samtaka fjárfesta kom með breytingtillögu við tillögu stjórnar um 120.000kr. stjórnarlaun og 210.000kr. laun stjórnarformanns. Tillaga Vilhjálms var samþykkt.
Það er gaman að fylgjast með Vilhjálmi hvernig hann hefur verið að fjalla um rekstur stórfyrirtækjanna í landinu og þá sérstaklega kjaramál þeirra. Vilhjálmur er greinilega sá sem lætur verkin tala og er með fæturna á jörðinni. Áfram Vilhjálmur.
Athugasemdir
Sammála þetta var snilld hjá Vilhjálmi. Það er komin tími til að skoða þessa ofurlaunastefnu, og gera kröfur um að menn a.m.k. standu undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.