Baldur seldur án auglýsinga, hvað veldur?

Frá því ég bloggaði síðast hef ég flutt mig ofar í hlíðina, er kominn upp á Urðarveg. Þurftum ekkert að gera áður en við fluttum annað en að mála nokkur herbergi og við reyndar flísalögðum vaskahúsið, án þess að flotta gólfið. Þrátt fyrir mikla gagnrýni á mínu vinnustað fyrir það að flota ekki.

Þrátt fyrir að vera fluttur þá er hellingur eftir en, þ.e bílskúrinn er en hálffullur af dóti sem á eftir að koma fyrir.

Á meðan á flutningunum hefur staðið hef ég, eins og allir landsmenn ekki komist hjá því að fylgjast með þessu málefnum borgarstjórnarflokks Sjálfsstæðisflokksins. Ég verð nú að segja það að ég vorkenni Vilhjálmi í þessu máli, það kemst ekkert annað að hjá fjölmiðlum.

Það nýjasta í kvöldfréttum á Stöð 2, um sölu á ferjunni Baldri til Sæferða án auglýsingar á tæpar 38 milljónir og svo var ferjan seld aftur tveimur vikum síðar á um 100 milljónir. Í fréttinni kom fram að fjármálaráðherra segði ríkið hafi grætt á þessu þar sem það hafi fengið 30% af söluhagnaðnum. Hvernig ætla fjölmiðlamenn að taka á þessu máli. Hver er ábyrgur? Einhverstaðar væru menn látnir víkja, vegna minni saka en svona viðskiptahátta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er mjög alvarlegt mál, og mér sýnist það eigi að þegja það í hel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband