Drauma eign á Ísafirði til sölu

Nú er að líða að þorra og það birtir æ meira með hverjum deginum hér á Ísafirði. Fjölskyldan fékk afhent draumahúsið sitt að Urðarvegi 49 í vikunni. Unnið er við að mála húsið að innan milli þess sem mætt er í vinnuna. Það er alveg agalegt hvað vinnan slítur fyrir manni deginum.

 

Við eigum reyndar eftir að selja íbúðina okkar að Engjavegi 21. Það hefur verið frekar rólegt yfir fasteignamarkaðnum hér á Ísafirði í vetur. En ég hef trú á því að það glaðni til núna með hækkandi sól. Það er nú kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja losna úr umferðarteppunni fyrir sunnan og ofbjóða hátt fasteignaverð þar að koma vestur á Ísafjörð og fjárfesta í góðri íbúð við Engjaveg. Hér getur þú lesandi góður kynnt þér betur íbúðina, sjón er sögu ríkari http://www.fsv.is/skoda_eign_print.asp?eign_id=495.

 

Við fjölskyldan eigum eftir að sakna Engjavegarins, þetta er friðsæl og verðlaunuð gata á Ísafirði. Þar er mikið útsýni og stutt í miðbæ Ísafjarðar. Engjavegur 21, er 4 – 5 herbergja íbúð með aukaherbergi í kjallara, sem gott er að hafa er gesti ber að garði úr Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Björgvinsson

Til hamingju með nýja húsið. Kv. Hilmar

Hilmar Björgvinsson, 26.1.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eruð vonandi flutt inn í nýja húsið.  Til lukku með það.  En nú er ef til vill allt á kafi í snjó. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband