Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.3.2007 | 08:56
Verslun ÁTVR áfram á Ísafirði
Nú er mikið fjallað í fjölmiðlum að ekki hafi tekist að samþykkja frumvarp um að leyfa sölu á sterkum bjór og léttvíni í matvöruverslunum. Vinstri grænum um kennt, það má þá alveg eins segja þeim að þakka. Ég fagna því að það frumvarp fór ekki í gegn. Við það að leyfa bjórinn á Íslandi árið 1989 var að mörgu leyti til hins betra í þjóðfélaginu. Þ.e.a.s áfengismunstrið breyttist til hins betra. En drykkja minnkaði ekki. En ég tel enga ástæðu til að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum.
Ég nefni tvær ástæður af hverju ég vil ekki sölu áfengis í matvöruverslunum. Í fyrsta lagi forvarnar sjónarmið og í öðru lagi byggðasjónarmið.
Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin mælir með því við þau lönd sem eiga við mikið áfengisvandamál að stríða að þau taki sér norðurlandamótelið til fyrirmyndar, að Danmörku undanskyldu, það er að láta hið opinbera sjá um sölu á áfengum drykkjum. En í Danmörku er áfengi selt í matvöruverslunum og lægri áfengiskaupaaldur er í Danmörku en annarsstaðar á nnorðurlöndum og mun meira áfengisvandamál en á hinum norðurlöndunum.
Sagt er að minnstakosti 10% Íslendinga eigi við áfengisvanda að stríða. Ef leyft verður að selja áfengi í verslunum mun það valda fjölda fólks erfiðleikum.
Einnig hefur það sýnt sig í könnunum sem gerðar hafa verið að unglingar undir 18 ára eru í sumum tilfellum afgreidd með tóbak í matvöruverslunum. Á meðan það er brotalöm á því að selja unglingum tóbak, þá er verslunarmönnum ekki treystandi til þess að selja áfengi í verslunum.
Ég tel það vera staðreynd að ef leyft verður að selja áfengi í matvöruverslunum þá mun áfengisverslun ÁTVR leggjast af víða á landsbyggðinni. Það þýðir lélegri þjónstu á landsbyggðinni. Þá getum við einungis valið á milli 4 5 tegunda af sterku öli og léttum vínum í Samkaup og Bónus. Annað eins og koníak whisky, ,,fínni vín og aðra sterka drykki verður fólk þá að panta að sunnan.
Ég er sannfærður um það að ef það hefði verið samþykkt á Alþingi að leyfa sölu á sterku öli og léttvíni í matvöruverslunum nú í lok þingsins. Þá væri verslun ÁTVR á Ísafirði að loka í haust, eða síðasta lagi um næstu áramót.
18.3.2007 | 17:06
Til hamingju
Jæja meira um eldhúsdaginn. JC Íslands tilnefndi Steingrím J. Sigfússon sem ræðumann eldhúsdagsins. Til hamingju Steingrímur J.
Á þessum degi 18. mars, vil ég einnig óska JC Vestfjörðum til hamingju með daginn. Í dag eru 9 ár frá því JC Vestfirðir var stofnað. Á slíkum tímamótum hugsar maður til baka. Í tilefni þess var ég að grúska í gömlum JC skjölum í tölvunni minni, þá fann ég grein sem ég skrifaði í dálkinn Út kjálkinn, í fréttabréfi JC Vesftjarða. Þessi Út kjálki birtist í Landsþingsblaði Kjálkans, fyrir landsþing JC Íslands, sem haldið var á Ísafirði árið 2003. Þessi dálkur á alveg heima í byggðaumræðunni fyrir komandi kosningar. Ég læt greinina fylgja hér.
Út kjálkinn
Nú er mikið rætt þessa dagana um línuívilnun. Þetta ,,nýyrði í íslensku er ofarlega í huga landsmanna þessa daganna og þá sérstaklega Vestfirðinga. Hinir og þessir stærri og smærri bátar og útgerðarmenn eigi rétt og ekki rétt á línuívilnun, byggðakvóta, afladögum eða hvað þetta nú allt saman heitir.
Einn er sá hópur sem algjörlega hefur gleymst. Sá hópur nýtti sér sjóinn til að afla tekna fyrir sín félög og samtök á landsbyggðinni. Það er nefnilega hin frjálsu félagasamtök. Samtök eins og Lyons, Kiwanis, íþróttahreyfingin og JC hreyfinginn svo eitthvað sé nefnt. Það eru til ótal sögur af fjáröflunarferðum félagsmanna á landsbyggðinni á veiðum úti á sjó til að afla tekna fyrir sín samtök. Fólk í þessum frjálsu félagasamtökum á landsbyggðinni byggðu sína starfsemi með þessum hætti. Samtök sem höfðu ekki og hafa ekki eins stóran markað til að selja klósettpappír, ljósaperur og herðartré o.sv.fr., eins og félög fyrir sunnan.
Með til komu kvóta, afladaga, skrapdaga og línuívilnunar hefur starfsemi þessara samtaka hrunið víða um land. Sem dæmi í JC hreyfingunni voru starfandi 18 aðildarfélög á landsbyggðninni allt frá Ólafsvík til Reyðarfjarðar, þegar kvótin var settur á í kringum 1984. Í dag er aðeins eitt JC félag lifandi á landsbyggðinni, JC Vestfirðir (endurreist 1998).
Er ekki kominn tími til að félagsmálatröll allrar landsbyggðarinnar sameinist nú um þetta réttlætismál og krefjist línuívilnunar, byggðakvóta, skrapdaga og dagakerfis eða hvað þetta nú allt saman heitir til eflingar félagsstarfs og mannlífs á landsbyggðinni. Slík leyfisveiting væri á við nokkur menningarhús.
xxx
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2007 | 12:37
Flatur eldhúsdagur
Eldhúsdagsumræðan í gærkvöldi fær fall einkunn. Að það skulu vera kosningar í vor. Allir frekar varkárir. Ríkisstjórnarflokkarnir sögðu allt í himnalagi á meðan stjórnarandstæðingar reyndar gagnrýndu ríkisstjórnina, en komu ekki með neitt úr væntanlegum kosningastefnuskrám sínum. Vantaði allan kraft í ræðumenn. Meira að segja Steingrímur J. var slappur í ræðustól. Hann sem er nú einn af skemmtilegri ræðumönnum þingsins. Af skemmtilegum ræðumönnum á alþingi og töluðu ekki í gær eru Össur og Pétur Blöndal, að öðrum svo sem ólöstuðum. Eini þingmaður kjördæmis Vestfjarða, Kristinn H. Gunnarsson hefur oft verið betri en hann var sá eini sem vakti máls á vanda Vestfirðinga. Það verður gaman að heyra í kvöld hvern JC Ísland getur valið úr sem ræðumann eldhúsdagsins í gær.
13.3.2007 | 08:42
Ekkert í pípum ríkisstjórnarinnar.
Kristján Már endaði þessa umræðu með að spyrja: ,,Eru þið með eitthvað í pípunum? Átti auðvitað við hvort ríkisstjórnin væri með einhverjar lausnir á málefnum Vestfjarða. Svarið sem Geir kom með var ,, Það er of snemmt að svara því núna. HALLÓ, of snemmt búnir að vera við völd í 12 ár. Hvað þarf ríkisstjórnin mörg ár til viðbótar. Ef þetta er ekki nóg til þess að Vestfirðingar gefi þessari ríkisstjórn frí, þá er þeim sömu Vestfirðingum ekki viðbjargandi.
12.3.2007 | 18:23
Kratar til hamingju
Til hamingju með daginn kratar í öllum flokkum. Í dag eru 91 ár frá því að Alþýðflokkurinn var stofnaður, en hann var stofnaður 12. mars 1916. Alþýðuflokkurinn varð hluti af Samfylkingunni við stofnun hennar. Alþýðuflokkurinn á glæsta sögu eins og að koma á almannatryggingkerfinu, aðild Íslands að EFTA og koma á EES samningnum.En einhverra hluta vegna hefur aldrei mátt bera of mikið á merki jafnaðarmanna í Samfylkingunni. Nú blæs ekki byrlega fyrir fylkingunni, kominn niður fyrir 20% í hverri skoðannakönnuninni á fætur annari. Kratar stöldurm við á degi sem þessum og heitum því að gefa ríkisstjórn ójafnaðar sem nú er við völd frí þann 12. maí n.k.
7.3.2007 | 18:45
.....ég þekki hann!
1.3.2007 | 08:21
Hjálpum blindum í vor
Þrír sölumenn hringdu í gærkvöldi. Tveir fyrstu voru að selja bækur fyrir bókaforlag. Sá þriðji var ung stúlka sem sagðist vera að hringja fyrir Ungblind. Sagði að það væri samtök ungs sjónskerts og blinds fólks. Að samtökinni stæðu m.a. fyrir því að kaupa tæki sem Tryggingastofnun ríkissins styrkir ekki kaup á. Hún bauð mér geisladisk með tónleikum Ríó tríósins í Salnum í Kópavogi fyrir skemmstu. Ég sagði henni eins og satt er að ég kaupi ekki svonalagað í gegnum síma. Ég sagði henni ennfremur að ég ætlaði að styrkja samtökin með því að kjósa Samfylkinguna í vor og fella með því ríkisstjórnina. Svo að hennar fólk þyrfti ekki að fara út með betlistafinn til að eignast þau hjálpartæki sem þau þurfa til að getað lifað sómasamlegu lífi.
Mér finnst að skattar okkar eiga að fara í það að styrkja okkar minnstu bræður og systur sem þurfa á stuðningi að halda vegna örorku og slysa. Unga stúlkan var á því að fella með mér ríkisstjórnina og sagðist ætla að kjósa með því Vinstri græna. Með það kvöddumst við.
Í Íslandi í dag og Kastlósinu stuttu áður hlustaði ég á hve blind börn á Íslandi lifa við slæman kost. Það er skömm að því hvað ein ríkasta þjóð í heimi sýnir fötluðum og ekki síst blindum börnum lítinn skilning. Að foreldrar blindra barna á Íslandi þurfi að flýja land til að geta skapað börnum sínum viðunandi skilyrði til náms, er svartur blettur á velferðarkerfinu okkar.
Einnig heyrði ég í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að ríkisstjórnin ætlar ekki að lækka skatta á bleyjum en þeir lækka skatta klámritum. Ég trúi nú ekki öðru en þjóðinn láti verða að því og gefi ríkisstjórnarflokkunum frí núna í vor.
28.2.2007 | 07:43
Ítroðið í Bolungarvík
26.2.2007 | 00:16
Pólitísk umferðarslys og litskiptingar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)