Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Verslun ÁTVR áfram á Ísafirði

Nú er mikið fjallað í fjölmiðlum að ekki hafi tekist að samþykkja frumvarp um að leyfa sölu á sterkum bjór og léttvíni í matvöruverslunum.  Vinstri grænum um kennt, það má þá alveg eins segja þeim að þakka. Ég fagna því að það frumvarp  fór ekki í gegn. Við það að leyfa bjórinn á Íslandi árið 1989 var að mörgu leyti til hins betra í þjóðfélaginu. Þ.e.a.s áfengismunstrið breyttist til hins betra. En drykkja minnkaði ekki. En ég tel enga ástæðu til að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum.

 

Ég nefni tvær ástæður af hverju ég vil ekki sölu áfengis í matvöruverslunum. Í fyrsta lagi forvarnar sjónarmið og í öðru lagi byggðasjónarmið.

 

Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin mælir með því við þau lönd sem eiga við mikið áfengisvandamál að stríða að þau taki sér norðurlandamótelið til fyrirmyndar, að Danmörku undanskyldu, það er að láta hið opinbera sjá um sölu á áfengum drykkjum. En í Danmörku er áfengi selt í matvöruverslunum og lægri áfengiskaupaaldur  er í Danmörku en annarsstaðar á nnorðurlöndum og mun meira áfengisvandamál en á hinum norðurlöndunum.

 

Sagt er að minnstakosti 10% Íslendinga eigi við áfengisvanda að stríða. Ef leyft verður að selja áfengi í verslunum mun það valda fjölda fólks erfiðleikum.

Einnig hefur það sýnt sig í könnunum sem gerðar hafa verið að unglingar undir 18 ára eru í sumum tilfellum afgreidd með tóbak í matvöruverslunum. Á meðan það er brotalöm á því að selja unglingum tóbak, þá er verslunarmönnum ekki treystandi til þess að selja áfengi í verslunum.

 

Ég tel það vera staðreynd að ef leyft verður að selja áfengi í matvöruverslunum þá mun áfengisverslun ÁTVR leggjast af víða á landsbyggðinni. Það þýðir lélegri þjónstu á landsbyggðinni. Þá getum við einungis valið á milli 4 – 5 tegunda af sterku öli og léttum vínum í Samkaup og Bónus. Annað eins og koníak whisky, ,,fínni” vín og aðra sterka drykki verður fólk þá að panta að sunnan.

 

Ég er sannfærður um það að ef það hefði verið samþykkt á Alþingi að leyfa sölu á sterku öli og léttvíni í matvöruverslunum nú í lok þingsins. Þá væri verslun ÁTVR á Ísafirði  að loka í haust, eða síðasta lagi um næstu áramót.


Til hamingju

Jæja meira um eldhúsdaginn. JC Íslands tilnefndi Steingrím J. Sigfússon sem ræðumann eldhúsdagsins. Til hamingju Steingrímur J.

Á þessum degi 18. mars, vil ég einnig óska JC Vestfjörðum til hamingju með daginn. Í dag eru 9 ár frá því JC Vestfirðir var stofnað. Á slíkum tímamótum hugsar maður til baka. Í tilefni þess var ég að grúska í gömlum JC skjölum í tölvunni minni, þá fann ég grein sem ég skrifaði í dálkinn Út kjálkinn, í fréttabréfi JC Vesftjarða. Þessi Út kjálki birtist í   Landsþingsblaði Kjálkans, fyrir landsþing JC Íslands, sem haldið var á Ísafirði árið 2003. Þessi dálkur á alveg heima í byggðaumræðunni fyrir komandi kosningar. Ég læt greinina fylgja hér. 

Út kjálkinn

Nú er mikið rætt þessa dagana um línuívilnun. Þetta ,,nýyrði” í íslensku er ofarlega í huga landsmanna þessa daganna og þá sérstaklega Vestfirðinga. Hinir og þessir stærri og  smærri bátar og útgerðarmenn eigi rétt og ekki rétt á línuívilnun, byggðakvóta, afladögum eða hvað þetta nú allt saman heitir.

 Einn er sá hópur sem algjörlega hefur gleymst. Sá hópur nýtti sér sjóinn til að afla tekna fyrir sín félög og samtök á landsbyggðinni. Það er nefnilega hin frjálsu félagasamtök. Samtök eins og Lyons, Kiwanis, íþróttahreyfingin og JC hreyfinginn svo eitthvað sé nefnt. Það eru til ótal sögur af fjáröflunarferðum félagsmanna á landsbyggðinni á veiðum úti á sjó til að afla tekna fyrir sín samtök. Fólk í þessum frjálsu félagasamtökum á  landsbyggðinni byggðu sína starfsemi með þessum hætti. Samtök sem höfðu ekki og hafa ekki eins stóran markað til að selja klósettpappír, ljósaperur og herðartré o.sv.fr., eins og félög fyrir sunnan.  

Með til komu kvóta, afladaga, skrapdaga og línuívilnunar hefur starfsemi þessara samtaka hrunið víða um land. Sem dæmi í JC hreyfingunni voru starfandi 18 aðildarfélög á landsbyggðninni allt frá Ólafsvík til Reyðarfjarðar, þegar kvótin var settur á í kringum 1984. Í dag er aðeins eitt JC félag lifandi á landsbyggðinni, JC – Vestfirðir (endurreist 1998).  

Er ekki kominn tími til að félagsmálatröll allrar landsbyggðarinnar sameinist nú um þetta réttlætismál og krefjist línuívilnunar, byggðakvóta, skrapdaga og dagakerfis eða hvað þetta nú allt saman heitir til eflingar félagsstarfs og mannlífs á landsbyggðinni. Slík leyfisveiting væri á við nokkur menningarhús.

 xxx      


Flatur eldhúsdagur

Eldhúsdagsumræðan í gærkvöldi fær fall einkunn. Að það skulu vera kosningar í vor. Allir frekar varkárir. Ríkisstjórnarflokkarnir sögðu allt í himnalagi á meðan stjórnarandstæðingar reyndar gagnrýndu ríkisstjórnina, en komu ekki með neitt úr væntanlegum kosningastefnuskrám sínum. Vantaði allan kraft í ræðumenn. Meira að segja Steingrímur J. var slappur í ræðustól. Hann sem er nú einn af skemmtilegri ræðumönnum þingsins. Af skemmtilegum ræðumönnum á alþingi og töluðu ekki í gær eru Össur og Pétur Blöndal, að öðrum svo sem ólöstuðum. Eini þingmaður kjördæmis Vestfjarða, Kristinn H. Gunnarsson hefur oft verið betri en hann var sá eini sem vakti máls á vanda Vestfirðinga. Það verður gaman að heyra í kvöld hvern  JC Ísland getur valið úr sem ræðumann eldhúsdagsins í gær.


Ekkert í pípum ríkisstjórnarinnar.

Ég missti af opna baráttufundinum Lifi Vestfirðir sem haldinn var í Hömrum s.l. sunnudag. Mér skilst að það hafi verið góður fundur. Mikill hugur í fólki að fá svar frá stjórnvöldum hvort halda eigi Vestfjörðum í bigð eða ekki. Átti að heita þverpólitískur fundur. Mikið skrifað í gær um fundinnMeðal annar var Geir Haarde, forsætisráðherra spurður í hádegisviðtalinu á Stöð 2  út í viðbrögð við fundinum. Fréttamaðurinn talaði um ,,nánast neyðaróp” hjá Vestfirðingum. Geir vildi nú lítið gera úr því taldi ástæðu fundarins vera vegna ákvörðun hjá einkafyrirtækinu Marel að flytja starfsemina úr byggðarlaginu og gjaldþrota eins fyrirtækis. Þetta eru nú um 40 störf, álíka og 1500 manns væri sagt upp á Reykjavíkursvæðinu, (ca. þrjú Álver í Straumsvík). Á forsætisráðaherra var ekki að heyra að þetta væri eitthvað sem ríkisstjórnin gæti gert að. En þetta er að hluta til afleiðing þeirra stefnu sem ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks síðast liðin tólf ár. Fyrir nokkrum árum gaf þessi sama ríkisstjórn út byggðaáætlun og í þeirri áætlun, gleymdust Vestfirðir. Það segir allt sem segja þarf um þessa ríkisstjórn. Eru Vestfirðingar búnir að gleyma því.Í hádegisviðtalinu í gær hélt Geir áfram að það væri nú að styttast í að hægt væri að fara á malbiki frá Ísafirði til Reykjavíkur. Hann sagði að styttast í það. Það er árið 2007. Veit ekki betur en það sé jafnvel malbikað upp í allar virkjanir í nágrenni Reykjavíkur. Síðan klikti hann út með það að segja ,, við munu fara yfir þessi mál geri ég ráð fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Var hann ekki viss? Er það ekki hann sem stýrir þessari ríkisstjórn?

Kristján Már endaði þessa umræðu með að spyrja: ,,Eru þið með eitthvað í pípunum?” Átti auðvitað við hvort ríkisstjórnin væri með einhverjar lausnir á málefnum Vestfjarða. Svarið sem Geir kom með var ,, Það er of snemmt að svara því núna”. HALLÓ, of snemmt búnir að vera við völd í 12 ár. Hvað þarf ríkisstjórnin mörg ár til viðbótar. Ef þetta er ekki nóg til þess að Vestfirðingar gefi þessari ríkisstjórn frí, þá er þeim sömu Vestfirðingum ekki viðbjargandi.


Kratar til hamingju

Alþjóðlegt merki jafnaðarmannaTil hamingju með daginn kratar í öllum flokkum. Í dag eru 91 ár frá því að Alþýðflokkurinn var stofnaður, en hann var stofnaður 12. mars 1916. Alþýðuflokkurinn varð hluti af Samfylkingunni við stofnun hennar. Alþýðuflokkurinn á glæsta sögu eins og að koma á almannatryggingkerfinu, aðild Íslands að  EFTA og koma á EES samningnum.En einhverra hluta vegna hefur aldrei mátt bera of mikið á merki jafnaðarmanna í Samfylkingunni. Nú blæs ekki byrlega fyrir fylkingunni, kominn niður fyrir 20% í hverri skoðannakönnuninni á fætur annari. Kratar stöldurm við á degi sem þessum og heitum því að gefa ríkisstjórn ójafnaðar sem nú er við völd frí þann 12. maí n.k.


.....ég þekki hann!

Ég má til með að láta þessa skemmtilegu sögu flakka á blogginu. Dóttir mín, hún Elsa Rut sagði mér skemmtilega reynslu sögu um daginn.Hún var stödd í Kringlunni. Þar sem hún stóð í biðröð í Kringlunni, heyrir hún allt í einu fyrir aftan sig sagt. ,,Já Gylfa Þ. Gíslason, ég þekki hann, hann er núna lögreglumaður í Bolungarvík”. Hún sagðist þá hafa litið við og séð að fyrir aftan hana stóð Egill Helgason í Silfri Egils, að tala við einhvern í símann um pabba hennar. Þá varð mér að orði og spurði hana ,,hvað sagði hann meira”? Þá sagði Elsa Rut ,,Nú svo fór hann bara að hæla þér því líkt”. Svona er nú landið lítið, aldrei of varlega farið. Maður veit aldrei, hver þekkir hvern sem maður er að tala um . Ég hef nú reyndar verið að spá í það undanfarið hver var hinumeginn á línunni að tala við Egil.

Hjálpum blindum í vor

Þrír sölumenn hringdu í gærkvöldi. Tveir fyrstu voru að selja bækur fyrir bókaforlag. Sá þriðji var ung stúlka sem sagðist vera að hringja fyrir Ungblind. Sagði að það væri samtök ungs sjónskerts og blinds fólks. Að samtökinni stæðu m.a. fyrir því að kaupa tæki sem Tryggingastofnun ríkissins styrkir ekki kaup á. Hún bauð mér geisladisk með tónleikum Ríó tríósins í Salnum í Kópavogi fyrir skemmstu. Ég sagði henni eins og satt er að ég kaupi ekki svonalagað í gegnum síma. Ég sagði henni ennfremur að ég ætlaði að styrkja samtökin með því að kjósa Samfylkinguna í vor og fella með því ríkisstjórnina. Svo að hennar fólk þyrfti ekki að fara út með betlistafinn til að eignast þau hjálpartæki sem þau þurfa til að getað lifað sómasamlegu lífi.

Mér finnst að skattar okkar eiga að fara í það að styrkja okkar minnstu bræður og systur sem þurfa á stuðningi að halda vegna örorku og slysa. Unga stúlkan var á því að fella með mér ríkisstjórnina og sagðist ætla að kjósa með því Vinstri græna. Með það kvöddumst við.

Í Íslandi í dag og Kastlósinu stuttu áður hlustaði ég á hve blind börn á Íslandi lifa við slæman kost. Það er skömm að því hvað ein ríkasta þjóð í heimi sýnir fötluðum og ekki síst blindum börnum lítinn skilning. Að foreldrar blindra barna á Íslandi þurfi að flýja land til að geta skapað börnum sínum viðunandi skilyrði til náms, er svartur blettur á velferðarkerfinu okkar.

Einnig heyrði ég í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að ríkisstjórnin ætlar ekki að lækka skatta á bleyjum en þeir lækka skatta klámritum.  Ég trúi nú ekki öðru en þjóðinn láti verða að því og gefi ríkisstjórnarflokkunum frí núna í vor.


Ítroðið í Bolungarvík

Jæja fjölskyldunni var boðið í gærkvöldi, í ítroðið hjá Hiddu frænku konunnar, í Bolungarvík, ( ítroðið er: lifur og rúgmjöli blandað saman og hrognum snúið við og lifrinni og rúgmjölinu troðið í hrognin og því næst er öllum herlegheitunum skellt í poka og það soðið í potti). ,,Ítroðveisla Hiddu sveik ekki frekar en undanfarin ár. Þarna voru einnig mætt öll systkini Hiddu, en hún er systir Svennu tengdó.Meðan við gæddum okkur á kræsingunum bar auðvitað atvinnuástand hér vestra á góma. Í umræðunni kom fram að auk flutnings Marels frá Ísafirði, hafði einhver heyrt að rækjuvinnslan hér vestra stendur tæpt og að tveimur starfsmönnum Símans á Ísafirði hafi verið sagt upp í dag. Annar þeirra vinur minn Guðmundur Hrafnsson, sem starfað hefur hjá Símanum í 22 ár. Öll vorum við nú sammála að það er áhugaleysi stjórnvalda til að koma á opinberum störfum hingað vestur er ein ástæða slæms atvinnuástands hér. Að við Vestfirðingar sitjum ekki við sama borð og aðrir landshlutar. En opinber störf er eitt af því sem þarf til að skapa hér meiri fjölbreytni í atvinnulífinu. Einnig báru á góma samgöngumál, ég var nú að reyna að koma mannskapnum í skilning um það að við skulum ekki fagna fyrirhuguðum jarðgöngum til Bolungarvíkur, fyrr en við sjáum framkvæmdir hefjast. Það var búið að lofa henni fyrir þar síðustu kosningar. En er loks að verða að veruleika núna. Þegar mannskapurinn í gærkvöldi var kominn á flug í umræðunni um atvinnumál.Kom þessi hugmynd. Bolvíkingar eiga bara að bjóða klámþingshópnum sem var úthýst úr Bændahöllinni og bjóða honum að gista í ratsjárstöðinni á Bolafjalli og taka sýnar myndir þar, ef þeir hafa áhuga og kalla fjallið upp frá því Folafjall.

Pólitísk umferðarslys og litskiptingar

Jæja þá er nýjasta skoðanakönnunin í Fréttablaðinu að sýna Vinstri græna og Samfylkinguna með samtals 30 þingmenn. Þetta er nú bara skoðannakönnun, en ákveðin vísbending. Félaghsyggjufólk þarf að bretta upp ermar og ná því að mynda hér á Ísalndi stjórn tveggja félaghsyggju flokka. Eins og staðan er nú má ekki verða niðurtaða kosninganna í vor 12. maí. Þá eru þessir flokkar komnir í sömu aðstoðu og A flokkarnir voru í 1978, sem kallað hefur verið pólitískt umferðarslys af JBH. Þ.e. að A flokkarnir þurftu að fá Framsóknarflokkinn til að mynda fyrir sig ríkisstjórn sem endaði með ósköpum og væri að aldrei hefði orðið.Þessir tveir flokkar VG og Samfó eru komnir á fullt skrið, VG með glæsilgann landsfund nú um helgina og Samfylkingin með kvennafund og fund með 60+. VG eru með margar róttækar hugmyndir og Samfylkingin óþreytandi við að benda á það sem betur má fara í þjóðfélaginu, sem ég er því miður hræddur um að nái ekki alveg eyrum fólks. Það sem vantar  í þessu þjóðfélagi er að ný félagshyggjustjórn. Sú stjórn þarf m.a. að gera breytingar á öllum þeim stofnunum sem til eru í landinu. Sameina stofnanir og flytji þær og þau verkefni út á land sem hægt er að vinna á skrifstofum á landsbyggðinni. Það þarf að taka til í bákni Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna. Þeir hafa raðað hverjum flokksgæðingnum sem forstöðumann stofnanna sem þeir hafa getað frá því þeir náðu saman völdum. Það hefur ekki farið hátt í umræðunni undan farið að ekki þykir lengur orðið ástæða til að auglýsa lausar stöður, heldur er skipað í stöðurnar án auglýsinga. Af óskiljanlegum ástæðum hefur minnihlutaflokkunum ekki þótt ástæða til að gera athugsemdir um þær mannaráðningar.Annars að lokum er það brandari helgarinnar. Nú er en búið að skipta um lit á fálka Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðið vor var hann bleikur nú er hann orðinn grænn. Það versta er að kjósendur láta blekkjast af þessu eins og dæmið sannar frá því í vor.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband