Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjálfstæðisflokkurinn engum líkur

Eitthvað hefur gengið illa hjá mér að byrja að blogga aftur eftir sumarfrí. Nóg er af taka ýmislegt er að gerast í þjóðfélaginu.

Broslegt fannst mér að heyra um daginn er meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur hófu sölu á bláum ruslatunnum undir pappír. Þrátt fyrir mótmæli gámafyrirtækja sem eru á þessum markaði.  

 

Hvar er frelsið núna hjá Sjálfstæðismönnum í borginni.

 

Svo kemur Sigurður Kári og vill að Íslandspóstur verði seldur. Þetta er ótrúlegur flokkur hver höndin upp á móti annarri. Engin samstaða í flokknum. Eins og þeir hafa verið að reyna að klína upp á annan ónefndan flokk.


Skin og skúrir fyrir vestan

 

Hér fyrir vestan er sumarið búið að skella á af fullum þunga. Frá því að um mánaðarmótin er búið að vera gott veður hér fyrir vestan, eftir vetrarlegan maí mánuð. Fjölskyldan fór um síðustu helgi í Álftafjörð með fellihýsið og stendur til að fara þessa helgi einnig eitthvað með fellihýsið.

 

En ekki alveg hægt að segja sama um atvinnuástandið og um veðrið hér fyrir vestan. Uppsagnirnar á Flateyri í maí ofan í aðrar uppsagnir hér vestra er mjög alvarlegt. Hvað er til ráða hjá ríkisstjórninni. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvort hin nýja ríkisstjórn hafi einhverjar lausnir.

 

Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra núna í bili. Ætla að skella mér út í góða veðrið og njóta þess að vera í sumarfríi. Meira síðar.


Ánægður með Ingibjörgu Sólrúnu

Jæja þá er komin ný ríkisstjórn frá því ég bloggaði síðast. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Almenn ánægja og bjartsýni virðast vera í kringum hina nýju ríkisstjórn. Mér líst vel á stjórnarsáttmálans og treysti Ingibjörgu Sólrúnu til að halda vel um stjórnvölin. Láta ekki Sjálfstæðisflokkinn ráða ferðinni.

Ég er ánægður með ráðherraval Ingibjargar Sólrúnar. Ég taldi að þó að Ingibjörg Sólrún myndi velja Steinunni Valdísi, fyrrverandi borgarstjóra sem ráðherra. En Þórunn Sveinbjarnar kom auðvitað sterk inn sem ráðherra umhverfismála.

Ég taldi að Ingibjörg Sólrún tæki Ágúst Ólafs, varaformann flokksins inn sem ráðherra eins og reyndar fleiri gerðu, en hún gerði rétt að taka frekar landsbyggðarþingmann inn í ráðherrastólinn. Ingibjörg Sólrún passaði vel upp á að taka tillit til kynja og landshluta er hún skipaði í ráðherrastólana.

Ánægðastur er ég með að öðrum ráðherrum ólöstuðum skipan Kristjáns Möller og Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég heyri það einnig almennt hjá þeim sem ég tala við að fólk er sérstaklega ánægt með þeirra skipan. Össur er auðvitað reynslubolti og stendur fast með sínum manni Björgvini G. Sigurðssyni, sem ég taldi að yrði formaður þingflokks Samfylkingarinnar.

Ég hefði viljað sjá meiri breytingar á vali ráðherra hjá Sjálfstæðisflokknum. En við því var ekki að búast. Konur virðast eiga erfitt uppdráttar í þeim flokki og Sjálfstæðisflokkurinn var ekki líklegur til að láta Björn Bjarnason víkja. Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki að hlusta á skilaboð kjósenda með útstrikunum.

Ég tel þó líklegt að Björn Bjarnason hætti á kjörtímabilinu. Hann er nú búinn að gera marga góða hluti sem ráðherra, þ.e. sérstaklega að taka á breytingu í lögreglumálum. En hann hefði mátt ganga en lengra. Sem dæmi sameina lögregluna á Akranesi og Borgarnesi. Ef ég hefði mátt ráða hefði ég viljað að Samfylkingin hefði tekið yfir ráðuneyti dómsmála.

Þessi ríkisstjórn getur lifað góðu lífi næstu 8 árin eða tvö kjörtímabil. En til þess að það verði verðum við fótgönguliðarnir í jafnaðarmannaflokki Íslands Samfylkingunni að halda okkar fólki við efnið og passa að þau sofni ekki á verðinum í ráðherrastólunum í faðmi Sjálfstæðisflokksins.

Ég var ekki tilbúinn í þetta stjórnarmynstur í upphafi en styð minn formann og treysti henni. Vinnufélagar mínir hlæja að mér þessa dagana og kalla mig Ragnar og kenna mig við götu í ásahverfinu í Reykjavík.


Svona er mín ,,Þingvallastjórn

 

Jæja þá eru hafnar fyrir alvöru viðræður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Kalt mat mitt er það að þetta er eina stjórnarmynstrið sem Samfylkingin getur farið í vegna niðurstöðu kosninganna. Þ.e. fyrst að kaffibandalagið náði ekki meirihluta. En með þessu ríkisstjórnarmunstri er hugmyndin um hinn stóra jafnaðarmannaflokk settur í stór hættu.

Stjórnarmynstur jafnaðarmanna og Sjálfstæðismanna er nú það stjórnarmynstur sem hefur reynst farsælt fyrir þjóðina í gegnum tíðina. Nú verða jafnaðarmenn (í mínum huga eru konur líka menn). Að halda vel á spilunum ef þeir ætla í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Jafnaðarmenn eru nú með tæp 30% atkvæða og hafa mun sterkari stöðu en þeir hafa haft nokkurn tímann í myndun ríkisstjórnar.

Hina nýja ríkisstjórn þarf að sitja velferðarmálin í öndvegi eins og Samfylkingin lofaði í kosningunum. Slá á frekari virkjanaáform og síðast en ekki síst verður að taka Evrópumálin á dagskrá.

Allt bendir til að þessar stjórnarmyndunarviðræður munu ganga upp. Gleðin skín úr augum þingmanna Samfylkingarinnar yfir því að Geir hafi farið með Samfylkinguna heim af ballinu, í þeirri trú að hún geri sama gagn og Framsóknar maddaman.

Það er gaman að leika sér að stilla upp komandi ríkisstjórn eina og vinsælt er hér á blogginu. Ég læt hér flakka mínar tillögur það er eins og skipting ráðuneytanna er nú. En líklegt er að sett verði í sáttmálann að ráðuneyti verði sameinuð á miðju kjörtímabilinu.

Það getur orðið erfitt fyrir formenn flokkanna að skipa í ráðherrastóla. Hjá Samfylkingunni verður klárlega jöfn kynjaskipting og margir eru kallaðir í Sjálfstæðisflokknum. Það mun koma niður á t.d. Gunnari Svavarssyni, fyrsta manni Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi.

Hér læt ég flakka mínar tillögur að ríkisstjórn.

 

Forsætisráðuneyti         Geir H. Haarde D

Utanríkisráðuneyti         Ingibjörg Sólrún Gísladóttir S

Fjármálaráðuneyti         Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir D

Menntamálaráðuneyti                Ágúst Ólafur Ágústsson S

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti  Björn Bjarnason D

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti   Jóhanna Sigurðardóttir S

Félagsmálaráðuneyti                  Össur Skarphéðinsson S

Viðskipta- og iðnaðarráðherra  Guðlaugur Þór Þórðarson D

Samgönguráðherra                    Kristján Möller  S

Sjávarútvegsráðherra                Einar K Guðfinnsson  D

Landbúnaðarráðuneyti  Árni M. Mathiessen D

Umhverfisráðuneyti                   Steinunn Valdís Óskarsdóttir,  S, (Gunnar Svavars, fellur á kvóta)

 

Forseti Alþingis Sturla Böðvarsson D

Formaður fjárlaganefndar          Björgvin G. Sigurðsson S

 

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar Gunnar Svavarsson S

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Kristján Þór Júlíusson D

 


Allir vilja í ríkisstjórn

 

Mikið er að gera hjá alþingismönnum okkar núna að ný loknum alþingiskosningum. Ekki eru margir sterkir ríkisstjórnarmeirihlutar uppi á teningnum.  

 

Það var ótrúlegt að hlusta á Guðna Ágústsson mæta Ögmundi Jónassyni í Kastljósinu í fyrrakvöld. Guðni gat ekki leynt því hvað hann var reiður og í mikillri fýlu út í Vinstri græna. Guðni var ásáttur hvað Vinstri grænir hafa gagnrýnt Framsóknarflokkinn síðast liðið kjörtímabil. Ef einhverjir ættu að vera ósáttir úti í einhverja eftir kosningabaráttuna þá eru það Vinstri grænir út í Framsóknarflokkinn. Vegna hinna ósmekklegu auglýsinga Framsónarflokksins.  

 

Það er nú ekki í fyrsta skipti sem Framsókn beitir slíkum áróðri. Við jafnaðarmenn erum ekki búnir að gleyma kosningabaráttu Framsóknarmanna 1991 þegar Framsókn sem var þó búin að vera í stjórnarsamstarfi við Alþýðuflokk, auglýstu í gríð og er xB ekki EB. Er Alþýðuflokkur var með EES samninginn á stefnuskrá sinni. Samninginn sem hefur fært þjóðinni þangað sem hún er í dag. Þrátt fyrir slíka baráttu voru Framsóknarmenn ósáttir við Alþýðuflokkinn að yfirgefa þá ríkisstjórn með eins manns meirihluta.

 

Heyra má í fréttum að ýmsar þreifingar eru í gangi. Í þættinum Ísland í dag í gærkvöldi mátti heyra að þreifingar væru í gangi á meðal Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það er hætt við því að slíkur meirihluti verði ekki langlífur. Þá yrði lag fyrir Samfylkinguna að styrkja stöðu sína. 

 

Í sama þætti mátti heyra hve Árni Páll Árnason er spenntur fyrir því að fara í meirihluta samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Einnig kom fram í nokkrum fréttatímum að Össur hafi sést á tveimur fundum með Einari Kristni Guðfinnssyni. Þetta óttaðist ég í kosningabaráttunni að nákvæmlega þessir menn vildu gera allt til þess að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 

 

Hjá Árna Páli kom fram að Vinstri grænir hafi ýtt þeim möguleika frá sér að mynduð verði ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Mér líst einnig ekki á það stjórnarmynstur það yrði stjórn mynduð við svipaðar aðstöðu og 1978. Þegar Alþýðuflokkurinn hafði barið á Framsóknarflokknum kjörtímabilið á undan með Vilmund Gylfason heitin fremstan í flokki. En nú eru það Vinstri græn sem hafa barið á Framsónarflokknum. 

 

Ingibjörg Sólrún á ekki að ana að neinu. Allir möguleikar sem eru í stöðunni eru veikir stjórnarmeirihlutar, nema meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins. Ef Samfylkingin fer í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum þá tel ég að draumurinn um stóran jafnaðarmannaflokk verði ýtt nokkrum áratugum aftur í tímann.

 


Að loknum kosningum

Jæja þá er kosningunum lokið. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur eru sigurvegarar kosninganna. Stjórnin hélt velli með eins manns meirihluta. Þetta er nú óstarfhæfur meirihluti, það er ekki hægt að stóla á einn mann. Það verður erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þurfa að stóla á Bjarna Harðarson og erfit fyrir aðra nýja þingmenn í Sjálfstæðisflokknum að verða bundnir við að ganga í takt við allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar næstu fjögur árin. Það eru ekki öfundsverð hlutskipti nýrra þingmanna. 

Þetta er sama staða og eftir kosningarnar ’91 og ´95.  Þ.e. að ríkisstjórnir eftir þessar kosnignar héldu velli með einum manni. Árið ´91 treysti Jón Baldvin ekki á Hjörleif Guttormsson. Einnig treysti Davíð ekki á eins manns meirihluta með með Alþýðflokknum þrátt fyrir að þeir sem eftir voru í Alþýðuflokknum gengu í takt eftir klofningsframboð Jóhönnu Sigurðardóttur og félaga í þeim kosningum. 

Spurningin er þessi núna hvort Geir kippi Frjálslyndaflokknum inn í samstarfið. Einnig er möguleiki fyrir Geir að mynda meirihluta með VG og/eða Samfylkingu. Samfylkingin á ekki að ana að neinu, það liggur ekkert á að hoppa uppí hjá Sjálfstæðisflokknum. Ögmundur var nú að biðla til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í Silfri Egils í gær sunnudag. Það væri forvitnilegt að sjá hvort slík stjórn kæmist á laggirnar. Ég tel að sú stjórn yrði ekki langlíf. 

Mér huggnast ekki að Samfylkingin fari í stjórn með VG og Framsókn. Eftir þetta hrun Framsóknarflokksins. Kjósendur vilja ekki Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Óska stjórnin Kaffibandalagið er því miður ekki inni í myndinni.  

Ingibjörg Sólrún þarf að huga vel að framtíð Samfylkingarinnar. Miðað við úrslit kosninganna er sá möguleiki fyrir hendi að ríkisstjórn sem mynduð verður verði ekki langlíf. Nema að mynduð verði stjórn Sjálfstæðiflokks og Samfylkingar. Ef til myndunar slíkrar stjórnar kemur þarf að hafa skýran stjórnarsáttmála sem tryggir aukna velferð, aukin tækifæri fyrir landsbyggðina og öflugri efnahagsstjórn.  

Ingibjör Sólrun ekki ana að neinu gefðu þér tíma þú hefur öll spilin á hendi er upp er staðið.

 


Grátbroslegur stjórnarmeirihluti

 Nú er stutt til kosninga og stjórnarandstaðan er á góðri siglingu með að fella ríkisstjórnina. Hjólin hafa verið að snúast stjórnarandstöðunni í hag þessa síðustu viku fyrir kosningar.

Kjósendur hljóta að fara að sjá í gegnum stefnu Sjálfstæðisflokksins. Flokkur sem skiptir litum fyrir kosningar bleikur og grænn í kosningum. Eftir kosningar kemur fram blái liturinn í fálkanum.

Það er grátbroslegt að heyra Sjálfstæðisflokkinn tala um að þeir standi fyrir frelsi einstaklingsins. Í miðri kosningabaráttu eftir brunann í Reykjavík kom svo ,,gamli góði Villi" borgarstjóri  í sjónvarpi og talar um að Reykjavíkurborg verði að kaupa upp húsin sem brunnu því að henni sé best treystandi til að koma miðbænum í viðunandi horf. Hvar var þá traustið og trúin á frelsi einstaklingsins.

Þarna treysti ekki borgarstjóri Sjálfstæðismanna einstaklingum til að byggja upp húsin. Einnig ræddi borgarstjórnar meirihluti Sjálfstæðisflokksins um að ekki sé æskilegt að hafa skemmtistað í þessum húsum, þvert á vilja fjölda tónlistarmanna. Þessu hefur verið mótmælt hjá tónlistarfólki að ekki skuli verða skemmtistaður opnaður aftur í umræddum húsum.

Einnig er alveg dæmalaust hvað framsóknarmenn hafa verið klaufalegir í þeim málum sem beinst hafa gegn þeim. Hvers konar móðir er Jónína Bjarmars að neita því að hafa reynt allt sitt til að aðstoða son sinn við að kærasta hans fengi ríkisborgararétt.

Ég trúi því að allir í hennar stöðu ráðherra hefðu rætt við fulltrúana þrjá í Alsherjanefnd, þau Bjarna Benediktsson,  Guðjón Ólaf Jónsson og Guðrúnu Ögmunds og talað máli tilvonandi tengdadóttur. Hún hefði betur viðurkennt það. Láta svo þremenningana svar því hvort þau hefðu farið að lögum og starfsreglum nefndarinnar.


Koma svo jafnaðarmenn

 

Jæja það kom að því að það komst líf í kosningabaráttuna. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar stóð í hárinu á fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna í kosningaþætti sjónvarpsins í gærkvöldi. Annars er baráttan búin að vera dauf það sem af er og eru ekki nema ellefudagar til kosninga.

 

Ég hlustaði á framboðsþátt á Rás 1 á sunnudaginn. Þar lék Bjarni Harðarson annar maður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi lausum hala á móti . Fulltrúum Vinstri grænna og Íslandshreyfingunni. Bjarni dásamaði gjörðir Framsóknar í landbúnaðarmálum og umhverfismálum án þess að hreyfa mótmælum fulltrúa andstæðinga sinna.

 

Það er eins og stjórnarandstaðan sé búinn að gefast upp fyrir stjórnarflokkunum og sætta sig við það að núverandi ríkisstjórn sitji áfram fjórða kjörtímabilið. Líflegustu skrifin og viðtölin í baráttunni eru frá fyrrum foringja okkar jafnaðarmanna Jóni Baldvini Hannibalssyni. Greinin hans í Lesbók Morgunblaðsins um daginn hefði þurft að gefa út í bæklingsformi og nota hana sem sögulega skýringu á Samfylkingu og Vinstri grænum láta þar við sitja við að skjóta á Vinstri græna. Snúa sér því næst alfarið að stjórnarflokkunum.

 

Að mörgu er að taka er kemur að benda á hver eru loforð Sjálfstæðismanna og svo efndir. Það þarf ekki annað en að líta til Reykjavíkur. Einnig má taka fyrir stefnuskrá flokkanna í kosningabaráttunni og gjörðir þeirra síðustu tólf ára.

 

Jæja jafnaðarmenn í Samfylkingunni eins og koma svo á loka sprettinum og fellum þessa ríkisstjórn.


Stemming á landsfundi og við fermingu.

Ég fór suður um síðustu helgi. Í upphafi var ferðinni heitið til að mæta í fermingu Gunnþórs Karls, frænda míns. Frétti það svo um miðja síðustu viku að ég hafi verið valinn sem fulltrúi Samfylkingafélagsins hér vestra á landsfund Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands.  Þetta er nú fyrsta þing Samfylkingarinnar sem ég sæki. Það var virkilega gaman að hitta þar gamla félaga úr Jafnaðarmannaflokki Íslands. Ég sat landsfundinn eingöngu á laugardaginn, komst því miður ekki fyrr.Mikil stemming var á landfundinum í Egilshöll og hugur í mönnum að taka nú vel á því á loka sprettinum. Á heildina litið var þetta góður landsfundur og mikill hugur í jafnaðarmönnum að taka þetta núna á lokasprettinum. Kannanir þessa vikuna lofa góðu.Mér sýnist það vera að síga í rétta átt miðað við síðustu skoðanakönnun hjá Capasent – Gallup. En niðurstaða þeirrar könnunar er ekki ásættanleg sem niðurstaða kosninganna. En samkvæmt þeirri könnun mun ríkisstjórnin halda velli. Ég lít svo á að það er aukaatriði hvaða flokkur úr stjórnaranstöðunni verður stærri ef stjórnin heldur velli.Samkvæmt könnun Gallups eru atkvæðin eingöngu að færast á milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Fylki Frjálslyndra minnkar og atkvæði nýju framboðanna falla niður við það styrkist staða ríkisstjórnarflokkanna. Fermingarathöfnin fór fram í Neskirkju. Sr. Örn Bárður Jónsson og Sr. Sigurður Árni Þórðarson fermdu börnin. Létt var yfir athöfninni, kirkjugestir voru í upphafi athafnarinnar beðnir um að slaka á í sætum sínum og njóta athafnarinnar sem tæki 1 klst. 15 mín. Og 23 sek. Prestarnir sögðu gamansögur og athöfninni lauk með því að organistinn spilaði lag úr Star Wars á orgelið þegar fermingarbörnin gengu út kirkjugólfið að athöfn lokinni. Ég mæli með fermingu í Neskirkju.

Styttist í kosningar

Jæja þá er bara mánuður í kosningar og bæði Stöð 2 og RUV eru byrjuð með kosningaþætti. Stöð 2 á miðvikudögum og RUV á þriðjudögum og svo er það Silfur Egils á sunnudögum, því lík veisla  fyrir okkur sem höfum áhuga á pólitík. Stöðvar 2 þættirnir eru líflegir með þau Steingrím og Ingu Lind í broddi fylkingar. Eitthvað fór það nú fyrir brjóstið á einhverjum bloggverjum hvað þau voru lífleg en auðvitað eiga þau að vera það. Fyrsti þáttur RUV fór nú framhjá mér enda var ég að vinna um alla páskana. Var á löggu vaktinni hér á Ísafirði. Hér var mikið af brottfluttum Vesfirðingurm og öðrum sem eiga ættir sínar að rekja hingað eins og öll þjóðin meira og minna. Sjálfur var ég með einn lítinn frænda í heimsókn. Annar frændi falaðist eftir gistingu hjá mér en fékk ,,betri” gistinug hjá vini sínum í Bolungarvík.  Í framboðsþættinum á RUV á þriðjudag var fjallað um landbúnaðarmál og utanríkismál. Einar Már Sigurðsson frá Samfylkingu var sannfærandi í stefnu jafnaðarmanna í landbúnaðarmálum. Andstæðingar jafnaðarmanna hafa gagnrýnt jafnaðarmenn fyrir þær tillögur en eins og JBH sagði eitt sinn þegar hann var formaður Jafnaðarmannaflokks Íslands. Að þeir menn sem eiga þvi líka vini eins og bændur þurfa ekki óvini. Það þarf að aðstoða bændur að losna undir því milliliða oki sem þeir hafa lifað við og ger þeim kleift að vera sjálfstæðari.  É mæli með Einari Má sem næsta landbúnaðarráðherra. Einnig var fjallað um utanríkis og útlendingamál. Þar beindust spjótin að Frjálslyndaflokknum. Ég tek ofan fyrir Frjálslyndaflokknum í sinni baráttu. Frjálslyndir vilja opna umræðu um stöðu innflytjenda í landinu. Það þarf að ræða þessi mál. Það er ekki rasismi að ræða þessi mál. Staðan er góð í dag allir innflytjendur hafa vinnu en hvað þýðir allur þessi straumur fólks hingað til landsins og þegar skóin kreppir hvað þá? Við verðum einu sinni að læra af nágrönum okkar. Ég veit að stefna Frjállynda á fylgi meðal minna kollega í lögreglunni. Hvað er til dæmis að því að óska eftir sakavottorði innflytjenda.  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband