Átta ára ríkisstjórn

Það tókst að kom á tveggja flokka ríkisstjórn, helst hefði ég viljað sjá stærri meirihluta, en það tókst að ná meirihluta vinstri flokkanna tveggja.

Vinstri flokkarnir mega ekki láta sér detta í hug að kippa Framsókn með sér í þetta samstarf eins og heyrst hefur í umræðunni í dag. Það væri algjör dauða dómur fyrir fyrir þessa ríkisstjórn

Samfylking er að vissu leyti komin í aðstöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera í til fjölda ára að geta myndað stjórn með öllum flokkum.  Valið er tveggja flokka stjórn eða þriggja flokka stjórn.

Í umræðunni  núna eftir kosningar  bæði í nótt  og í dag hjá forystumönnum VG að þeir loka ekki á aðild að Evrópusambandinu verði skoðuð.

Ég tel að Jóhanna og Steingrímur finni lausn á því og hér sé komin ríkisstjórn sem mun sitja áfram næstu átta árin, ef rétt er haldið á spilunum.

Til hamingju íslendingar.


Þráinn, ekki hugsa málið

Þráin segist ætla að skoða málið. Þetta er sami Þráinn og hefur margsinnis komið fram í Silfri Egils og gagnrýnt hvað áhrifa menn í þjóðfélaginu hafa verið siðblindir.

Þráinn á ekki að skoða hvað aðrir hafa gert hingað til, það var gamla Ísland. Nú vilja landsmenn breytingar.

Auðvitað afsalar Þráinn sér listamannalaununum. Þetta eru laun ekki verðlaun.

Ef hann afsalar sér ekki laununum, þá er hann kominn í sama farið og hann hefur verið að gagnrýna


mbl.is Þráinn íhugar heiðurslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi kosningar

Ég horfði á leiðtogaumræðuna á RÚV í gærkvöldi. Þetta var góður þáttur undir stjórn góðra fréttamanna, þeirra Sigmars og Jóhönnu Vigdísar.

Ekki geislaði ferskleikin af nýju formönnum framsóknarflokkanna, þeirra Bjarna Benediktssonar, form. Sjálfstæðisflokksins og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni form. Framsóknarflokksins.

Fulltrúi Borgarahreyfingarinnar kom ferskur inn í umræðuna og ég hugsa  að það framboð muni ná inn 4 - 6 mönnum.

Jóhanna Sigurðar stóð sig vel og Steingrímur J. einnig.  En ég er ekki alveg búin að sjá fyrir hvernig þau ætla að landa Evrópuumræðunni.  Mér finnst  góð hugmynd sem ég hef heyrt varpað fram að Samfylking falli frá frekari álversframkvæmdum í staðin fyrir aðildarumsókn að ESB.

Þetta getur orðið sögulegar kosninga, það er ef tveggja flokka vinstri stjórn nær völdum, sem er mín óska niðurstaða. Það verður sorglegt ef Samfylking og VG þurfa að taka Framsókn með í næstu stjórn.

Annars er alltaf spennandi að fylgjast með kosningum en ekki voru frambjóðendur að láta sjá sig á mínum vinnustað.

Aðeins einn frambjóðandi kom í kaffi á lögreglustöðina á Ísafirði, það var Einar K Guðfinnsson, en í tilefni þess að ég frétti að von væri á honum í kaffi á stöðina fór ég í bakaríið og keypti handa honum vínarbrauð og sagði honum að hann fengi hjá mér vínarbrauð en ekki atkvæðið.

Því að ég gæti ekki kosið flokkinn sem hann væri í framboði fyrir.

Ýmsir hafa verið að koma með kosningaspár á blogginu í dag, ég ætla að láta mína spá fylgja hér.

B=7,       D=15,    F=0,       O=0       P =5,      S =19,    V=17


Bangsímon og Alþingi

Var að horfa á Kiljuna, hans Egils Helgasonar í gærkvöldi þar var m.a. fjallað um frumútgáfu af Bangímon, sem var að koma út í nýrri þýðingu Gumundar Andra Thorssonar.

Þegar ég var að lesa sögurnar  og horfa á myndirnar um Bangsímon fyrir stákinn minn um síðust aldamót.  Sá ég fyrir mér þáverandi formenn flokkanna sem sátu á Alþingi á þeim tíma í Bangsímon og vinum hans.

Bangsímon var Davíð Oddsson, feitur og ánægður með sig. Eyrnaslappi var Halldór Ásgrímsson alltaf dapur í bragði. Tumi Tígur sem Össur Skarphéðinsson hoppandi út og suður eins og trúður. Kanika sem Steingrímur J. Sigfússon alltaf að skammast . Að lokum Gríslingur sem Guðjón Arnar Kristjánsson, form. Frjálslyndra.

Læt þetta flakka til gamans svona rétt fyrir kosningar.


Blaut tuska

Þessi vaxtalækkun um eitt prósentustig er eins og blaut tuska framan í fólkið í landinu. Ég batt miklar vonir við 19. mars að það yrðu veruleg lækkun stýrivaxta, en raunin varð önnur.

 Hvernig er hægt að réttlætta þessa háu stýrivexti, ég vil fá góðan rökstuðning fyrir þeim.

Ég kaupi ekki að það þurfi að hafa þessu háu stýrivexti vegna erlendra skuldabréfa.

Fólkið og fyrirtækin í landinu eru að sligast undan háum okur vöxtum.


mbl.is „Ótrúlega lítil lækkun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhönnu í formanninn

Þá er Ingibjörg Sólrún búin að taka ákvörðun um að draga sig í hlé.

 Nú þarf einungis að fá Jóhönnu Sigurðardóttir til að taka að sér formennsku í Samfylkingunni, næstu tvö árin og Dag B. Eggertsson i vara formanninn.

Það þarf ekki fleiri orð um það, en að sjálfsögðu er öllum í Samfylkingunni frjálst að bjóða sig fram.


Dæmum í prófkjörunum

Ég tek undir með Merði Árnasyni og dáist af af Ástu Möller. En ég er ekki sammála Sigurði Kára að Sjálfstæðismenn séu almennt að axla ábyrgð með að ákveða að bjóða sig ekki fram í næstu kosningum.

Sigurður Kári gagnrýnir að þingmenn Samfylkingarinnar ætli að sitja áfram, eitt er að ætla sér annað er að fá brautargegni.

Ég vil minna á að prófkjör hafa ekki farið fram og þar er vettvangur þjóðarinnar til að dæma menn úr leik, ef henni sýnist svo, hvort sem þeir eru í Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki eða hinum flokkunum.

 

 


mbl.is Sekt og sakleysi á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er prófkjörum lokið?

Ég heyrði það í einum af fjölmiðlunum að 51 þingmaður ætli að halda áfram á þingi, en aðeins 12 þingmenn hugsa sér að hætta þingmennsku. Í fréttinni fylgdi að það yrði greinilega ekki mikil endurnýjun.Ég bara spyr eiga þessir 51 einstaklingar ekki eftir að fara í prófkjör og forvöl? Ég hélt það og það er í höndum kjósanda að gefa þeim brautargengi eða ekki.

Einnig fór það ekki framhjá mér frekar en nokkrum öðrum að formaður Samfylkingarinnar er búin að ákveða að hún ætli að vera í öðru sæti í Reykjavík prófkjöri Samfylkingarinnar. Er hún ekki formaður í flokki sem kennir sig við lýðræði?

Ég hélt að hluti af þjóðinni eigi eftir að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, ég bið lesendur um að leiðrétta mig ef ég fer rangt með.

Ég vona að sá hluti þjóðarinnar sem ætlar sér að taka þátt í prófkjörum flokkanna, gefi nýju fólki tækifæri og gefi þeim sem mesta ábyrgð bera á hruni íslenska efnahagslífsins frí frá þingsetu.

 


Heyr heyr

Tek undir það með Jóni Baldvin að Ingibjörg Sólrún þarf að víkja. Samfylkingin þarf að sýna þá pólitísku ábyrgð að kjósa sér nýjan formann.

Það er ekki nóg að tala um að seðlabankastjórar víki til að sýna ábyrgð og láta svo sinn formann sitja áfram og ætlast til að kjósendur kjósi Samfylkinguna áfram til valda með sama formanninn sem svaf á verðinum með formanni Sjálfstæðisflokksins.

Mér líst vel að fá Jóhönnu eða Jón Baldvin í formanninn og að Samfylkingin lýsi yfir að hún sé tilbúin til áframhaldandi stjórnarsamstarfs, með Vinstri grænum.


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallinn með 4,9

Eftir lestur á skýrslu þeirra félaga Gylfa Zoega og Jóns Daníelssonar kemur ýmislegt í ljós að Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki Íslands, ráðherrar og starfsmenn ráðuneytanna fá falleinkunn hjá þeim félögum.

Það er með ólíkindum hvernig staðið var að eftirliti með fjármálastofnunum í landinu. Það vantaði allt eftirlit og svo eru Sjálfstæðismenn undrandi að krafa landsmanna sé að víkja mönnum frá störfum, Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera alveg veruleikafyrtur og berja hausnum við steininn með því m.a. að verja setu Davíðs Oddsonar í stóli seðlabankans.

Eins er stórum hluta þjóðarinnar ekki viðbjargandi að ætla sér að styðja áfram Sjálfstæðisflokkinn sem seldi (gaf) ríkisbankana til vel valinna vildar vina. Ekki má heldur gleyma sofanda hætti ráðherra Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar sem létu þetta viðgangast án þess að gera neitt róttækt til að stöðva þetta aðgerðarleysi sitjandi í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Það virðist sem þessir þrír flokkar munu verða áfram stærstu flokkar þjóðarinnar eftir komandi kosningar, því ekkert bólar á nýjum framboðum.

Jóhanna Sigurðardóttir er að reyna að klóra í bakkann á þessum 80 dögum sem hún hefur til umráða til að bæta fyrir aðgerðarleysi Samfylkingarinnar með hjálp Vinstri grænna, en gengur ekki of vel með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar í að gera henni verkið erfitt.

Sjálfstæðisflokkurinn sem ætti að skammast sín að vera búinn að koma þjóðinni þangað sem hún er nú stödd.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband