4.1.2007 | 22:53
Gleðilegt blogg ár
Góðan daginn og gleðilegt ár hér með er upphafið af bloggsíðu minni. Hérna hef ég hugsað mér að geta fjallað um mína heimabyggð Ísafjarðarbæ í blíðu og stríðu. Einnig langar mig að fjalla hér um ýmislegt sem ég heyri og les um málefni líðandi stundar og bara það sem mér dettur í hug. Oft hefur manni langað að skrifa greinar í blöð til að lýsa skoðunum sínum á hinum ýmsu málefnum en ávallt hætt við þar sem manni finnst það vera svo mikið stórmál. Það er helst að ég hafi skrifað minningagreinar því þær þarf alltaf að skila undir tímapressu. En greinar um hin ýmsu málefni eru yfirleitt ekki undir neinni pressu og verða því sjaldnast að veruleika.En svo komst ég að því með sjálfum mér núna fyrir jólin að réttast væri að fara að blogga eins og allir hinir.
Enda er að fara í hönd skemmtilegur tími sem eru kosningar til alþingis og heilmikið að gerast á Íslasndi og í heiminum.
Hjá sjálfum mér er það nú að gerast að ég var að skipta um vinnustað eða með sameingu lögregluembætta á Íslandi sem tók gildi nú um áramótin. Þar með er ég ekki lengur lögreglumaður hjá lögreglunni í Bolungarvík, heldur hjá sameinuðu embætti sem heitir nú Lögregalan á Vestfjörðum. Það er sameining lögregluembættana í Bolungarvík, Ísafjarðar, Hólmavíkur og Patreksfjarðar. Þetta gengur nú allt saman þokkalega það á eftir að stilla saman strengina þetta verður allt farið að rúlla þegar líða tekur á árið.
En meira síðar takk í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.