18.10.2009 | 00:22
Af Davíð, Katrínu og Alþingi
Jæja ég hef ekki bloggað á þriðja mánuð, en hef ekki hugsað mér að hætta því. Frá því að ég bloggaði síðast er ýmislegt búið að ganga á í þjóðfélaginu. Ekki hef ég verið sáttur við það allt sem gengið hefur á, en sleppt því að blogga um það.
Fyrst skal nefna að búið er að gera Davíð Oddsson að ritstjóra Morgunblaðsins. Við þann gjörning var ætlun mín að segja upp Morgunblaðinu. Ég þarf að bíða með það þar sem ég er búinn að fá mér hvolp og þarf að nota Maggan til að láta hvolpinn gera stykkin sín á hann á meðan hann er að læra að gera þau út, þar sem Fréttablaðinu er ekki dreift í hús hér vestur á Ísafirði. Þegar því er lokið mun ég segja upp Mogganum.
Ég geri mér grein fyrir því að Mogginn á mbl.is og ekki hef ég hugsað mér að hætta hjá mbl.is. Það eru það margir félagshyggjumenn farnir af mbl.is að það þarf rödd okkar á mbl.is.
Annað sem ég vil nefna sem gerst hefur, er að Katrín Jakobsdóttir ráðherra menningarmála réði Þjóðleikhússtjóra um daginn. Ég mjög ánægður að hún skyldi hafa ráðið Tinnu Gunnlaugsdóttir áfram sem Þjóðleikhússtjóra. Hún lét ekki flokksskírteini ráða ákvörðun sinni, margir af þeim umsækjendum voru mjög hæfir en það hefði litið illa út ef hún hefði sparkað Tinnu, mér sýnist Tinna hafi staðið sig ágætlega.
Það á að taka ofan fyrir Katrínu fyrir þessa ráðningu Þjóðleikhússtjóra. Ýmsir ráðherrar hefðu notað tækifæri til að koma að ,,sínum manni" í stólinn og notað ýmsar skýringar til þess. En Katrín ráðherra menningarmála gerði það ekki. Ég vona að kjósendur hafi það í huga næst þegar gengið verður til kosninga.
Icesavemálið er búið að skekja ríkisstjórnarheimilið undan farnar vikur, fjölmiðlar hafa verið að spá stjórnarslitum vegna þess máls. Ég ætla rétt að vona að Vinstri grænir láti ekki afvega leiða sig og haldi stillingu sinni og sigli þessu máli í höfn. Ég treysti engum betur í því máli en Steingrími Jóhanni og Jóhönnu af sitjandi forystumönnum flokkanna á þingi.
Núna síðustu daga eru málefni innflytjenda búin að vera áberandi. Ég tel það ver mjög brýnt að við segjum okkur úr Shengen og förum Bresku leiðina. Með því erum við búin að leysa stóran vanda. Það var einn flokkur sem þorði að ræða um innflytjenda mál í kosningunum 2007 og tók þau ekki upp nú í vor og tapaði því fylgi og þurrkaðist út af þingi.
Læt þetta duga í bili en af nógu væri að taka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það þýðir ekkert að skýla sér að bakvið Trýnu með það að þú sért enn þá að kaupa Moggann, ég er viss um að þú ert einn af traustustu lesendum blaðsins!
Ottó Þórðarson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 01:06
Ég neita því nú ekki að ég les blaðið.
Gylfi Þór Gíslason, 18.10.2009 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.