3.3.2009 | 13:54
Er prófkjörum lokið?
Ég heyrði það í einum af fjölmiðlunum að 51 þingmaður ætli að halda áfram á þingi, en aðeins 12 þingmenn hugsa sér að hætta þingmennsku. Í fréttinni fylgdi að það yrði greinilega ekki mikil endurnýjun.Ég bara spyr eiga þessir 51 einstaklingar ekki eftir að fara í prófkjör og forvöl? Ég hélt það og það er í höndum kjósanda að gefa þeim brautargengi eða ekki.
Einnig fór það ekki framhjá mér frekar en nokkrum öðrum að formaður Samfylkingarinnar er búin að ákveða að hún ætli að vera í öðru sæti í Reykjavík prófkjöri Samfylkingarinnar. Er hún ekki formaður í flokki sem kennir sig við lýðræði?
Ég hélt að hluti af þjóðinni eigi eftir að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, ég bið lesendur um að leiðrétta mig ef ég fer rangt með.
Ég vona að sá hluti þjóðarinnar sem ætlar sér að taka þátt í prófkjörum flokkanna, gefi nýju fólki tækifæri og gefi þeim sem mesta ábyrgð bera á hruni íslenska efnahagslífsins frí frá þingsetu.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.