Heyr heyr

Tek undir það með Jóni Baldvin að Ingibjörg Sólrún þarf að víkja. Samfylkingin þarf að sýna þá pólitísku ábyrgð að kjósa sér nýjan formann.

Það er ekki nóg að tala um að seðlabankastjórar víki til að sýna ábyrgð og láta svo sinn formann sitja áfram og ætlast til að kjósendur kjósi Samfylkinguna áfram til valda með sama formanninn sem svaf á verðinum með formanni Sjálfstæðisflokksins.

Mér líst vel að fá Jóhönnu eða Jón Baldvin í formanninn og að Samfylkingin lýsi yfir að hún sé tilbúin til áframhaldandi stjórnarsamstarfs, með Vinstri grænum.


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ef leita skal eftir þeim sem bera ábyrgð á bankahruninu, þá verður að teljast að þar beri kannski JBH hvað stærstan hlut. JBH barðist fyrir inngöngu okkar í EES og náði því og kallaði það eins og frægt er að við hefðum "fengið allt fyrir ekkert" . Íslensku einkabankarnir störfuðu eftir reglum sem sami JBH fékk festar í sessi með inngöngu okkar í EES.

Svo kemur hann fram nú eins og hvítþveginn engill sem ekkert illt leiddi yfir þessa þjóð. JBH barðist einnig fyrir stofnun Samfylkingarinnar og þannig ber auðvitað Samfylkingin ábyrgð á regluverkinu sem bankarnir störfuðu eftir. Augljóst er að JBH treystir á það að kjósendur hafi gullfiskaminni, en svo er ekki með öll okkar. Við munum einnig eftir ýmsum subbuskap JBH í meðferð almannafjár og veisluhöldum fyrir flokksholla menn sína sem og eiginkonunnar.

Ég held að ég afþakki frekari þjónustu JBH fyrir almenning. Hann hefur kostað þessa þjóð nóg nú þegar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.2.2009 kl. 18:16

2 identicon

Thad furdulega er, er ad Ingibjörg Sólrún vissi nákvaemlega EKKERT um kvótakerfid thegar hún var kosin sem formadur flokksins.   Á hvada LANDI bjó hún?  Hvernig gat hún verid svona óskaplega RAENULAUS?  Er haegt ad treysta svo gjörsamelga glórulausri manneskju?

Ef íslendingar vilja baeta framtíd sína VERDA their ad losa sig vid KVÓTAKERFID og HRIFSA réttmaeta eign sína úr höndum braskara.

Jóhanna hefur sýnt og sannad ad hún er EINI stjórnmálamadurinn á landinu sem baedi er hugsandi og er algjörlega flekklaus hvad vardar sidferdi.  Jóhanna Sigurdardóttir er fallegt blóm á skíthaug íslenskra stjórnmála.  Ég gef Jóhönnu Sigurdardóttur haestu mögulegu einkun fyrir glaesilegt starf hennar í thágu thjódarinnar.  Ég ber mikla virdingu fyrir Jóhönnu Sigurdardóttur.  Jóhanna hefur alltaf unnid fyrir fólkid í landinu og íslendingar eiga henni meira ad thakka en their gera sér grein fyrir.

Yrkor Stefflonio (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála með Jóhönnu vinsældir hennar eru hafnar yfir alla flokkadrætti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband