Hættið þessu stjórnar samstarfi strax

Hvað er að þessum mönnum sem sitja á hinu háa Alþingi. Mótmælin munu ekki hætta fyrr en boðað verður til kosninga. Öll þjóðin vill kosningar.  Á meðan þarf að koma á minnihlutastjórn Samfylkingar og VG varinni vantrausti af Framsókn.

Það þarf að koma Sjálfstæðiflokknum burt úr ríkisstjórn. Þessi flokkur er ekki starfhæfur. Það er ekki hægt að bíða eftir Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin verður að ríða á vaðið. Ég bind vonir við fund Samfylkingarinnar sem haldinn verður í kvöld, að þar verði tekið á skarið og stjórnarsamstarfinu verði slitið, líkt og gerðist 1979 er ákveðið var að slíta þáverandi ríkisstjórn á félagsfundi Alþýðuflokksfélags í Reyjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ekki pólitíkusa, hver treystir þeim lengur.  Utanþingsstjórn strax, svo er hægt að fara að undirbúa kosningar í vor.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband