Til hamingju Framsóknarmenn

Það er ekki hægt annað en að óska Framsóknarmönnum til hamingju með flokksþingið. Ekki hef ég séð ferskari vinda blása um Framsókn síðan ég fór að fylgjast með stjórnmálum fyrir þrjátíu árum. Ekki átti ég von á því að úrslitin yrðu þessi. Það kom mér á óvart hvað Páll Magnússon fékk lélega kosningu. Ég bjóst við að kosið yrði á milli Páls og Höskuldar í seinni umferð, en það varð öðru nær.

Einnig kom það mér á óvar að vinkona mín hún Siv Friðleifsdóttir skyldi ekki ná kjöri sem varaformaður. Það er greinilega alvara í framsóknarmönnum að gera breytingar á flokknum.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með landsfundi Sjálfstæðisflokksins, hvort sjálfstæðismenn ætli sér að hylla núverandi forystu og kjósa til áfram haldandi setu.

En það þarf nú meira til að ég fari að treysta Framsókn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gylfi minn, Birkir Jón var formaður fjárlaganefndar þegar Byrgismálið kom upp.  Hvernig tók hann á því máli, er hann ekki varaformaður í dag.  Formaðurinn er að vísu nýr, en ef til vill nýtt vín á gömlum belg, eru við ekki frekar fljót að gleyma spillingarmálum, eða hvernig var þetta nú aftur með Kögun?  Auðvitað þarf að gefa nýju fólki tækifæri á að sanna sig, en hafa skal allan vara á.  Þeir tímar sem nú eru uppi gefa ekki tilefni til þess að hleypa tækifærissinnum aftur að kjötkötlunum.  Nú þarf endurnýjun sem aldrei fyrr.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 08:59

2 Smámynd: Gylfi Þór Gíslason

Ég mundi nú ekki eftir því að Birkir Jón var form. fjárlagnefndar er Byrgismálið kom upp. En ég setti stórt spurningamerki við Sigmund er ég vissi hverra manna hann er. Ég er ekki búinn að gleyma Kögun, en við verðum að gefa honum tækifærri þrátt fyrir fortíð föður hans. En máltækið segir nú að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

Gylfi Þór Gíslason, 20.1.2009 kl. 09:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sjálfsagt að gefa honum tækifæri.  Ég spái samt að hann muni fljótlega gera einhverjar klaufavillur sem koma flokknum illa.  Mér finnst það borðleggjandi einhverra hluta vegna.  Ef til vill vegna þess að hann ætlar sér of mikið of fljótt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband