16.1.2009 | 23:40
XB = ESB, snilld
Landsfundur Framsóknarflokksins samþykkti að sækja um ESB-aðild með skilyrðum, þar með getur Framsókn gengið inn í Samfylkinguna. Því Samfylkingin mun einnig setja ákveðin skilyrði fyrir inngöngu Íslands í ESB.
Framsónarflokkur hefur viljað láta líta út að þeir séu eini flokkurinn sem setji skilyrði fyrir inngöngu. Samfylkingin mun einnig vilja tryggja það að við höldum yfirráðum yfir auðlyndum okkar.
Annars var aumt að hlusta á brot úr ræðu Valgerðar Sverrisdóttir á landsfundinum. Hún talaði eins og að Framsókn bæri ekki ábyrgð á bankahruninu. Hverjir áttu bankamálaráðherra lengst af síðustu 12 árin, ef ekki Framsókn.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru þeir flokkar sem bera mestu ábyrgð á því hve illa er komið fyrir okkur. En það afsakar ekki ráðaleysi Samfylkingarinnar núna.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur áttu að setja á strangt eftirlit með bönkunum sem þeir gerðu ekki, í stað þess höfðu þeir fjármálaeftirlitið í svelti.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu á þinginu, hver verður kosinn formaður og hvað verður um harða Framsóknarmenn sem eru algjörlega á móti inngöngu í ESB.
Mikill er viðsnúningur Framsóknar, sem rak rýting í bakið á Alþýðuflokknum fyrir kosningarnar 1987 er Alþýðuflokkurinn barðist fyrir inngöngu í EES undir slagorðinu XB ekki EB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll gamli félagi. Er ekki alveg eins hægt að segja að Samfylkingin geti nú gengið inn í Framsóknarflokkinn og sparað sér þar með alla vinnu við að setja upp skilyrðin. Nóg er orðið plássið í Framsókn ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.1.2009 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.