Strengjabrúður

Það er búið að vera gaman að fylgjast með látunum í Ráðhúsi Reykjavíkur frá því í síðustu viku. Það er kominn enn nýr meirihluti til valda í borginni.

Sérstaklega var gaman að fylgjast með umræðunum í Kastljósi og í þættinum Íslandi í dag á föstudagskvöldið. Ólafur fyrrverandi Magnússon kom vel út úr viðtalinu í Kastljósi þrátt fyrir flensuna sem hann tilkynnti til stjórnanda þáttarins Íslands í dag. En þar viðurkenndi Ólafur að hann hafi verið notaður eingöngu til að sprengja fyrri meirihluta. Þetta vissu nú allir landsmenn í janúar nema hann .

Það var ótrúlegt að heyra þau Hönnu Birnu og Óskar viðurkenna í þættinum Ísland í dag að þau hafi verið strengjabrúður baklandi flokka sinna. Þau viðurkenndu að aðrir hafi ákveðið að stofna þennan meirihluta. Hanna Birna er greinilega ekki meiri foringi en þetta að það þurfti að taka þessa ákvörðun fyrir hana.

Ég óttast að það geti orðið framhald á þessu, að baklandið í Sjálfstæðiflokknum gefist upp á ákveðni Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Ég óttast það að umrædd baklönd í flokkunum nái fram breytingum einnig í landsmálunum og að mynduð verði ný ríkisstjórn Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks með stuðningi Frjálslindaflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Björgvinsson

Já ætli það verði ekki næst. Annars skil ég ekkert í ykkur Samfylkingarmönnum að hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Ekki finnst mér þetta samstarf gæfulegt.

Heyrðu Gylfi! Ég var að klukka þig. Líttu á bloggsíðuna mína.

Kær kveðja frá Selfossi

Hilmar Björgvinsson, 16.9.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband