1.8.2008 | 22:25
Skemmtileg hestaferð
Fór í aðra hestaferð á fimmtudaginn 31. júlí í alveg brakandi blíðu. Lögðum af stað frá Tröð í Önundarfirði og riðum inn í Valþjófsdal og inn dalinn (fram í dalinn eins og sagt er hér fyrir Vestan), og upp á Sandsheiði og þaðan niður að Brekku á Ingjaldssandi.
Við lögðum þrír af stað ég Siggi Gummi vinnufélagi minn og Hjalti tengdasonur hans. Fórum með fjóra hesta. Tók hestinn minn hann Skugga með draghaltan á vinstri fram fæti. En hann var búinn að vera það síðustu dagana fyrir fyrirhugaða brottför. Ég og Siggi Gummi tókum af honum skeifuna af vinstri fram fætinum tveim dögum fyrir brottför í þeirri von að hann myndi lagast í fætinum og settum hana aftur á hann daginn fyrir brottför.
En er við lögðum af stað var hann en haltur svo að við létum hann hlaupa með frá Tröð og hugðumst skilja hann eftir í Valþjófsdal ef hann héldi áfram að haltra, en viti menn er við vorum komnir rétt út fyrir Þórustaði hætti kallinn að haltra og gerðist óþekkur og vildi snúa við.
Þá skellti ég mér á bak honum og létum í staðinn ,,Vindhanann" hennar Höllu (sjá athugas. Höllu við greinina ,,Allir komu þeir aftur...") hlaupa með eins og hund. Skuggi minn stóð sig með prýði alla leiðina eins og hans var von og vísa.
Siggi Gummi hestamaður segir að Skuggi sé bara haldinn svo miklum verk kvíða að hann fer að haltra fyrir langferðir. En hann haltraði einnig rétt fyrir brott för okkar um Snæfjallaströnd að höfða hér um daginn. Siggi Gummi segir að honum vaxi svo í augum að fara að bera eigandann. Sem vigtar reyndar ekki nema rúm 80 kíló.
Siggi Gummi fylgdi okkur Hjalta inn í Valþjófsdal en lét sækja sig þangað og tók svo á móti okkur uppi á Sandsheiði. Ferðin inn Valþjófdal og upp á heiðina tók tvo og hálfan tíma. Við vorum búnir að heyra sögur að fólk væri ekki nema einn og hálfan tíma að ganga þessa sömu leið. Það er með göngumenn eins og hestamenn að ferðirnar eru alltaf styttri í minningunni, en í rauninni er.
Þetta er virkilega skemmtileg leið fyrir hestamenn að fara tók okkur alls sex tíma frá Tröð að Brekku á Ingjaldssandi. Hefðum reyndar getað verið fljótari ef hitinn hefði ekki verið svo mikill fyrir hestana að þá varð að hvíla nokkuð oft og lengi sökum hita.
Athugasemdir
Nú líst mér vel á þig. Farinn að fara í hestaferðir og stunda útivist á fullu.
Hilmar Björgvinsson (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 21:51
Viðo fórum einu sinni í Jónsmessu ferð á hestum á Ingjaldsand, það var skemmtileg ferð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2008 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.