18.6.2008 | 02:38
Lífið gengur sinn vana gang
Í gær 17. júní var ég að vinna á kvöldvakt og stóð vaktinna á Silfurtorgi og hlustaði Vestfirskar hljómsveitir spila fyrir Ísfirðinga og nágranna í kulda en að öðru leiti bjartviðri. Áður horfði ég á síðari hálfleik Ítala og Frakka í Evrópukeppninni, mér var alveg sama hvort liðið ynni. Hafði meiri áhuga á að fylgjast með gangi Hollendinga en ég held með þeim. Hef ávallt haldið með Hollendingum í knattspyrnu frá því að þeir töpuðu fyrir þjóðvejum hérna um árið í úrslitaleik í Evrópu- eða heimsmeistarakeppni, man ekki hvort var. Fylgist ekki það náið með boltanum, enda það aukaatriði fyrir mig hvor keppnin það var.
En það styttist í Flæðareyrarhátíðina sem haldin verður fyrstu helgina í júlí. Ég ætla að fara þangað ríðandi á hestum með Sigga Gumma vinnufélgum og fleirum. Ég er ekki búinn að vera nógu duglegur að æfa mig að sitja hest en Siggi Gummi heldur mér við efnið.
Hesturinn minn hann Skuggi er það stríðin er ég sit hann að hann lætur ekki af stjórn. En Margrét litla mín 6 ára er alsæl með hann og hann með hana. Þegar hún situr hann fer hann allra ferða sem hún vill að hann fari, þótt hann sé þrjóskari en allt sem þrjóskt er, er ég sit hann. Siggi Gummi hlær mikið af því er ég á í basli með Skugga og segir að hann sé bara jafn þrjóskur og eigandinn.
Þessi Flæðareyrarferð á eftir að verða söguleg og mun ég blogga ferðasöguna að henni lokinni.
Ekkert hefur okkur Sóley gengið að selja Engjaveginn en fólk kom að skoða íbúðina á mánudaginn var og kanski að það fari að draga til tíðinda, en ég er hóflega bjartsýnn. Það gengur vonandi í haust ef ríkisstjórnin afnemur stimpilgjöldin af íbúðarlánum til fyrst íbúðarkaupa og vanandi til allra íbúðakaupa er líður á haustið.
Nú ætti að vera lag að afnema stimilgjöldin þegar fasteignamarkaðurinn frostinn. Alla vega var það sagt fyrir nokkrum misserum að ekki væri hægt að afnema stimpilgjöldin þegar mikil þennsla var á markaðnum og það var skiljanlegt. Því skil ég ekki hví ekki skuli vera búið að afnema gjöldin núna. En bíðum og sjáum ég verð að hafa trú á mínum mönnum í Samfylkingunni.
Annað af mér að frétta er að ég fór að taka í nefið aftur. Hætti við að hætta, er búinn að komast að því að það er vilji allt sem þarf til að hætta tóbaksneyslu.
Meira síðar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Á ekkert að fara að bæta við? Ertu bara ekki að standa þig í blogginu? Veit svo sem að það er nóg að gera þessa dagana,
síjú
Sóley (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.