24.5.2008 | 00:46
Til hamingju
Jæja þá er komið að vikulokum.
Mikið búið að fjalla um í fréttum ferðakostnað ráðherra og borgarfulltrúa. Landinn samur við sig og fjölmiðlar dansa eftir því. Þetta er fyrsta frétt á Stöð 2 og fólk býsnast yfir þessu.
Það er vegna þess að öllum langar út, eins hneykslast fólk á einkabílstjórum og ráðherrabílum og einkaþotum. Frítt brennivín ráðamann fer líka fyrir brjóstið á landanum.
En niðurstaða dóma um spillingu á sölu ýmissa fyrirtækja sem áður voru í eigu ríkisins, samanber salan á ÍAV. Það er einungis smá frétt í fjölmiðlum og ekki krafa um að þeir sem beri ábyrgð á verknaðnum verði sæta ábyrgð. Eini fjölmiðillinn sem fjallaði ýtarlega um þann dóm voru 24 stundir, aðrir gáfu því ekki mikið pláss.
Að öðru jákvæðara
Ísland komst áfram í Evróvision keppninni og það þýðir partý á morgun.
Það varð nú stærri sigurinn í minni fjölskyldu, Elsa Rut dóttir mín útskrifaðist úr Menntaskólanum í Kópavogi í gær föstudag. Hún kláraði stúdentsprófið á þremur árum.
Hún fór beint í sveitina að Steinstúni, norður á Ströndum, í sauðburðinn er prófunum lauk í síðustu viku og ætlar ekki að vera viðstödd útskriftina, tekur ekki þátt í slíku.
Gísli, heitin afi hennar hefði nú verið stoltur af henni ef hann hefði lifað, að hún skuli skella sér frekar í vinnu heldur en að vera að mæta í sína eigin útskrift.
Sjálfur stærði hann sig oft af því að er hann lauk gagnfræðaprófi fór hann beint á sjó og mætti ekki í útskrift né útskriftarferðarlag. Ef hann hefði lifað þá hefði hann bætt við að gáfurnar koma í öðrum ættlið, að stelpan skuli klára stúdentinn á þremur árum.
Til hamingju Elsa Rut mín.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.