Nýr maður á gömlum grunni

Ég endaði á því að fara til læknis til að láta líta á mig, þetta var ekki orðin neitt venjulegur slappleiki í heilar þrjár vikur.

En rétt áður en é fór til læknisins ,,datt ég um" birgðir af fóðurbæti frá GNLD sem ég hef verið að selja undan farin ár, hef trassað að nota hann sjálfur.

Greip þar dollur sem heita  Wheat germ oil (E vítamín), Betaguard, Flavonoid comlex og Formúla IV, þetta er nú bara hluti af fóðurbætinum frá GNLD. Þetta er ég búinn að taka inn samviskusamlega í nokkra daga og er orðin allt annar.

En af læknisheimsókninni er það að frétta að hann sagði að slappleikinn geti ekki stafað af nikótín skorti, það myndi í mesta lagi valda pirringi nikótín skorturinn. En læknirinn vildi setja mig í allsherjar rannsókn. Ég fór í hjartalínurit, og blóð- og þvagprufa voru tekin. Allt var skoðað og niðurstaða kom í dag.

Læknirinn sagði að allt væri í stakasta lagi, blóðið nægjanlegt, kólesterólið gott, skjaldkirtillinn góður, og lifrin o.fl. í lagi og kallinn barasta í fínu standi.

En ég ætla að halda áfram að bryðja fóðurbætinn, hann gerir mér bara gott, ég er alveg nýr maður á gömlum grunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Nýr maður, sama röddin... 

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 23.5.2008 kl. 13:56

2 identicon

Og hliðarverkanirnar af þessum fóðurbæti, gamli minn. Hverjar eru þær?

sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Gylfi Þór Gíslason

Blessaður Siggi

Það eru engar hliðarverkanir, það er helst að eina af tegundunum sem ég taldi upp kalla ég hið græna viagra.

Það er ekki slæmt fyrir mann á miðjum aldri.

Gylfi Þór Gíslason, 24.5.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband