Erfiðri viku að ljúka

Jæja þá er enn ein vikan að líða undir lok. Vikan hefur einkennst af svartsýni í efnahagsmálum. Einnig hafa borgarmálin verið áberandi.

Þá sérstaklega ráðning Jakobs Frímanns í starf aðstoðarmanns borgarstjóra. Jakob er réttur maður á réttum stað. Þarna er kominn drífandi maður sem mun láta verkin tala. Svo má deila um réttmæti ráðningarinnar. En þar sem um er að ræða ráðningu til skamms tíma tel ég það ekki ver neitt stór mál að starfið hans hafi ekki verið auglýst. Vonandi tekst Jakobi að blása lífi í miðbæinn á þeim skamma tíma sem honum er ætlað í verkið.

Sjálfur hef ég legið í bælinu mest alla vikuna. Fékk flensu í lok síðustu viku og er ekki orðin góður þótt ég sé byrjaður að vinna. Ég held að ástæðan fyrir því sé neftóbaksbindindi mitt sem ég hóf 19. apríl s.l. En þá hætti ég að ganga með neftóbakshorn upp á vasann.

Ég hætti neftóbaksneyslunni vegna þess að ég var ekki sáttur við það að vera háður nikótíninu, en löngunin er til staðar en ég ætla mér að standast það að byrja ekki aftur að ganga með neftóbakshornið. En ég hef hugsað mér að reyna það hvort ég geti ekki fengið mér í nefið í góðra vinna hópi þegar þannig stendur á. 

Nota ekkert tyggjó eða plástur eða neitt slíkt. Þarf reyndar að beita sálfræðinni á sjálfan mig og þá hugsa ég til bókar Valgeirs Skagfjörð sem ég gluggaði í fyrir nokkrum mánuðum. Ég tel það vera góða bók til að aðstoða fólk við að losna við nikótínið.

Takið endilega þátt í skoðanakönnuninni á síðunni vegna málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engjavegspúkarnir segja NEI - Ætlum að svara könnuninni daglega, he,he.

Engjavegspúkarnir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:20

2 identicon

Ansk.....  það er bara hægt að svara einu sinni!!!!!

Tökum bara Sveppa á þetta og delítum cookies, he,he, bíddu bara!

þessi sem urðu eftir á Engjaveginum (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:27

3 identicon

He,he,he Dásamlegar þessar kökur ;-)

Helv. púkarnir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:33

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér að hætta í tópakinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 09:26

5 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

fer þessari viku ekki að ljúka!,,, þetta erfiði er orðið svo langt, eða ertu fallinn í tóbakið aftur?

Halla Signý Kristjánsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband