30.12.2007 | 22:51
Svona gera menn ekki
Það er sorglegt að fylgjast með að þingmenn Samfylkingarinnar skulu ekki rísa upp gegn skipan Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Það er eingöngu einn þingmaður Samfylkingarinnar Lúðvík Bergvinsson sem hefur mótmælt ráðningunni. Við jafnaðarmenn horfðum upp á ráðherra Sjálfstæðisflokks skipa hæstaréttardómara úr sínum röðum í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Þá vantaði ekki gagnrýni jafnaðarmanna.
Hvar eru þær raddir nú. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með þingmenn Samfylkingarinnar í þessu máli. Samfylkingin verður að láta betur heyra í sér við svona vinnubrögð.
Ég segi nú bara eins og Davíð Oddsson sagði er fyrrverandi fjármálaráðherra ætlaði að skattleggja blaðburðarbörnin hérna um árið. ,,Svona gera menn ekki".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skil ekki heldur hvers vegna jafnaðaramenn risu ekki upp til að mótmæla burtrekstri Ólafs Haraldssonar úr starfi framkvæmdastjóra Ratsjárstofnunar til þess eins að Ingibjörg Sólrún gæti komið að „sínum manni“. Svona framferði hljóta allir lýðræðissinnar að mótmæla. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með þingmenn Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Sjálfstæðisflokkurinn verður að láta betur heyra í sér við svona vinnubrögð.
sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 23:33
Ég held að samfylkingarfólk þurfi að fara mjög varlega í þessu máli, því mig grunar að þessi skipan Þorsteins Davíðssonar hafi verið úthugsað bragð til að reyna sprengja ríkistjórnina. Hægri armur sjálfstæðisflokksins vill ekki starfa með Samfylkingunni og Ingibjörgu Sólrúnu, og ætlar að slá þrjár flugur í einu höggi; ráða vin sinn til starfa, sprengja þessa krata-stjórn og koma Geir H. Haarde frá völdum í Sjálfstæðisflokknum fyrst "hann" er búinn að klúðra borginni og svo landstjórninni.
Kannski er þetta upplagt tækifæri til að mynda vinstri stjórn þegar það er svona mikil óeining innan Sjálfstæðisflokksins, en miðað við útlitið í efnahagsmálum held ég að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná sér og blómstra mjög hratt á hliðarlínunni ef hinir flokkarnir væru einir við stjórn. Þess vegna væri betra að leyfa Framsókn eða VG að koma í staðinn ef svo ílla færi að stjórnin myndi ekki tolla, og vera þá í kjöraðstöðu til að taka við eftir þetta kjörtímabil. Best er samt að sitja á reiði sinni og gagnrýna þetta eins faglega og hægt er, og halda svo áfram að reyna stjórna með óbragð í munninum - og byrja að hlakka til þess tíma sem hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsókn verður við völd.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 30.12.2007 kl. 23:50
Sæll Gylfi og gleðilegt nýtt ár. Ég er alveg hjartanlega sammála þér.
Hilmar Björgvinsson, 26.1.2008 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.