Skemmtileg vika

Jæja þá er þessi viku að ljúka. Hjá mér í þessari viku gerðist það að ég taldi mig vanhæfan til að sitja fund í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar sem haldinn var á þriðjudaginn. En þar hef ég verið aðalfulltrúi Í listans frá því í vor.

Eitt mál var þar á dagskrá ráðning skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði. Tvær umsóknir voru um stöðuna. Það voru umsóknir frá Jónu Benediktsdóttur og Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur. Þar sem Sveinfríður Olga er systir konunnar minnar óskaði ég eftir því að sitja ekki fundinn.

Kolbrún Sverrisdóttir tók sæti mitt. Niðurstaða fundarins var að fræðslunefnd mælti einróma með Sveinfríði Olgu í starfið.

Þótt að ég hafi sleppt þessum fundi er búið að vera erilsöm vika hjá mér, þá aðallega í vinnunni. Þar sit ég ásamt þremur vinnufélögum mínum í nefnd til að fjölga umsóknum í lögregluna á Vestfjörðum en það er svipað ástand í lögreglunni á Vestfjörðum eins og víða um landið að það vantar lögreglumenn til starfa.

Fjórmenninganefndin hefur unnið vel og eru væntingar okkar miklar um góða uppskeru á næstu mánuðum.

Í vikunni sat ég einnig námskeið í sáttamiðlun. Eitt alvöru mál var afgreitt á námskeiðinu okkar og gekk það vel fyrir sig. Mér líst vel á að sáttamiðlun eigi heima í mörgum málum í stað þess að láta þau fara í gegnum dómskerfið.

Ekki má gleyma aðalmáli vikunnar í minni fjölskyldu, Margrét Inga litla dóttir mín varð sex ára þann 11. október. Þetta var stór dagur hjá litlu dömunni. Búin að bíða allt árið eftir afmælisdeginum.

Annars er stærsta frétt vikunnar og gleður allt félagshyggjufólk í landinu að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík skyldi springa í vikunni.

Það er nú broslegt að hlusta á borgarfulltrúa Sjálfstæðiflokksins hneykslast á því að nýi meirihlutinn sé myndaður um völd og stóla en engan málefna samning. Það fór nú ekki mikið fyrir málefnasamningi þess meirihluta sem er að fara frá, þegar hann var myndaður fyrir um 16 mánuðum síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband