".......ég hef mjög gaman af þessu"

Frábært framtak forstjóra Actavis að leggja Háskólanum í Reykjavík lið með því að styrkja skólann um einn milljarð króna. Þetta gerir að hans sögn ekki vegna gróða sjónarmiða, eins og kom fram hjá honum í viðtali í fréttum sjónvarpsins í gærkvöldi.

Róbert sagði orð rétt um ástæðu þess að hann legði skólanum lið er fréttamaður spurði hann um hans persónulega ávinning í að styrkja skólann. Hann svaraði, "Hann er nú kannski ekki svo mikill annar en sá að ég hef mjög gaman af þessu". Ég óska Háskólanum í Reykjavík til hamingju með að eiga svo rausnarlegan aðdáenda.

Mikið væri gaman að ef einhverjir af hinum nýríku íslendingum hefðu álíka áhuga á uppbyggingu landsins í heild. Ef einhver þeirra sýndu áhuga á að koma með sýna þekkingu og fjármagn hingað vestur firði.

Ekki það að þeir komi fljúgandi hingað og dreifi milljörðum yfir landsbyggðina úr einkavélum sínum, heldur kæmu á einhverri starfsemi sem gæti skilað arði til lengri tíma litið.

Kæmu með fjármagn í formi einhverskonar sjóða sem þeir sjálfir stýrðu í samvinnu við heimamenn á hverjum stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband