6.9.2007 | 23:13
Sjálfstæðisflokkurinn engum líkur
Eitthvað hefur gengið illa hjá mér að byrja að blogga aftur eftir sumarfrí. Nóg er af taka ýmislegt er að gerast í þjóðfélaginu.
Broslegt fannst mér að heyra um daginn er meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur hófu sölu á bláum ruslatunnum undir pappír. Þrátt fyrir mótmæli gámafyrirtækja sem eru á þessum markaði.
Hvar er frelsið núna hjá Sjálfstæðismönnum í borginni.
Svo kemur Sigurður Kári og vill að Íslandspóstur verði seldur. Þetta er ótrúlegur flokkur hver höndin upp á móti annarri. Engin samstaða í flokknum. Eins og þeir hafa verið að reyna að klína upp á annan ónefndan flokk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert nú meinlegur krati, gamli vinur, og svo orðinn heildsali í þokkabót. Annars ætlum við Sjálfstæðismenn að selja borgina úr landi og gefum Sigurður Kára í kaupbæti. Verður þú þá ánægður?
Grínlaust, til hamingju með stjórnarsamstarfið.
sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 08:45
Hvurt ætliði að selja hana ? Er mögulegt að senda fleiri með Sigurði Kára ? Til dæmis Þorgerði Katrínu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.