Til hamingju stelpur

 

Frábær skemmtun í gærkvöldi að horfa á stelpurnar okkar vinna 5 - 0. Eins var gaman að heyra að um 5976 manns hafi verið á leiknum. Strax frá upphafi sýndu íslensku stelpurnar að þær ætluðu ekkert að gefa þeim serbnesku tækifæri á því að komast inn í leikin. Enda náðu þær serbnesku sér aldrei á strik.

Við feðgarnir horfðum á leikinn. Hann Veturliði minn, sem er nú ekki nema 8 ára er nú ekki mikið fyrir íþróttirnar, meira að pæla í mannkynsögunni. Honum varð nú að orði er hann sá íslenska landsliðið skora þriðja markið. ,,Þær íslensku eru mjög skipulagðar eins og rómverjar til forna".

Get tekið undir það hjá stráknum, leikskipulagið gott og leikurinn frábær.

Áfram stelpur og til hamingju með árangurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott til orða tekið hjá stráksa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2007 kl. 15:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Klukk á þig.  Þetta er leikur þú átt að nefna klukkið í blogginu þínu og segja frá 8 atriðum um sjálfan þig sem fáir vita af, og svo klukka 8 aðila, senda þeim klukk með leliðbeiningum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband