,,Fiskuð

Jæja þá er þjóðhátíðardagurinn liðinn. Veðrið lék við okkur hér á Ísafirði. Fjölskyldan tók þátt í hátíðarhöldunum í miðbæ Ísafjarðar. Eftir hátíðarhöldin var haldið í kaffi til tengdó. Síminn hringdi þangað og voru það vinafólk okkar Sóleyjar, Sigga og Gummi sem hringdu. Þau sögðust ætla að ,,fiska" okkur Sóley.

 Fiska?!%#???. Já þau sögðu að í tilefni þess að við ætlum að ganga í það heilaga um næsta helgi vildu þau bjóða okkur í fiskiveislu í Tjöruhúsinu í neðstakaupstað. Í staðin fyrir steggja og/eða gæsapartý.

Við Sóley komum börnunum í pössun og mættum í Tjöruhúsið kl. 18:30 og fengum ljúffenga fiskisúpu og pönnusteikta kola og steinbít að hætti Magga Hauks. Þessu var skolað niður með ísköldu hvítvíni, kaffi og súkkulaði í eftirrétt. Skemmtilegt kvöld með Siggu og Gumma. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég og Sóley förum í fiskiveislu Magga Hauks í Tjöruhúsinu, sem við höfum oft heyrt talað um og allir hafa dásamað.

Við mælum með fiskiveislu Magga Hauks í Tjöruhúsinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband