29.5.2007 | 14:03
Ánægður með Ingibjörgu Sólrúnu
Ég er ánægður með ráðherraval Ingibjargar Sólrúnar. Ég taldi að þó að Ingibjörg Sólrún myndi velja Steinunni Valdísi, fyrrverandi borgarstjóra sem ráðherra. En Þórunn Sveinbjarnar kom auðvitað sterk inn sem ráðherra umhverfismála.
Ég taldi að Ingibjörg Sólrún tæki Ágúst Ólafs, varaformann flokksins inn sem ráðherra eins og reyndar fleiri gerðu, en hún gerði rétt að taka frekar landsbyggðarþingmann inn í ráðherrastólinn. Ingibjörg Sólrún passaði vel upp á að taka tillit til kynja og landshluta er hún skipaði í ráðherrastólana.
Ánægðastur er ég með að öðrum ráðherrum ólöstuðum skipan Kristjáns Möller og Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég heyri það einnig almennt hjá þeim sem ég tala við að fólk er sérstaklega ánægt með þeirra skipan. Össur er auðvitað reynslubolti og stendur fast með sínum manni Björgvini G. Sigurðssyni, sem ég taldi að yrði formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Ég hefði viljað sjá meiri breytingar á vali ráðherra hjá Sjálfstæðisflokknum. En við því var ekki að búast. Konur virðast eiga erfitt uppdráttar í þeim flokki og Sjálfstæðisflokkurinn var ekki líklegur til að láta Björn Bjarnason víkja. Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki að hlusta á skilaboð kjósenda með útstrikunum.
Ég tel þó líklegt að Björn Bjarnason hætti á kjörtímabilinu. Hann er nú búinn að gera marga góða hluti sem ráðherra, þ.e. sérstaklega að taka á breytingu í lögreglumálum. En hann hefði mátt ganga en lengra. Sem dæmi sameina lögregluna á Akranesi og Borgarnesi. Ef ég hefði mátt ráða hefði ég viljað að Samfylkingin hefði tekið yfir ráðuneyti dómsmála.
Þessi ríkisstjórn getur lifað góðu lífi næstu 8 árin eða tvö kjörtímabil. En til þess að það verði verðum við fótgönguliðarnir í jafnaðarmannaflokki Íslands Samfylkingunni að halda okkar fólki við efnið og passa að þau sofni ekki á verðinum í ráðherrastólunum í faðmi Sjálfstæðisflokksins.
Ég var ekki tilbúinn í þetta stjórnarmynstur í upphafi en styð minn formann og treysti henni. Vinnufélagar mínir hlæja að mér þessa dagana og kalla mig Ragnar og kenna mig við götu í ásahverfinu í Reykjavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.