16.5.2007 | 06:43
Allir vilja í ríkisstjórn
Mikið er að gera hjá alþingismönnum okkar núna að ný loknum alþingiskosningum. Ekki eru margir sterkir ríkisstjórnarmeirihlutar uppi á teningnum.
Það var ótrúlegt að hlusta á Guðna Ágústsson mæta Ögmundi Jónassyni í Kastljósinu í fyrrakvöld. Guðni gat ekki leynt því hvað hann var reiður og í mikillri fýlu út í Vinstri græna. Guðni var ásáttur hvað Vinstri grænir hafa gagnrýnt Framsóknarflokkinn síðast liðið kjörtímabil. Ef einhverjir ættu að vera ósáttir úti í einhverja eftir kosningabaráttuna þá eru það Vinstri grænir út í Framsóknarflokkinn. Vegna hinna ósmekklegu auglýsinga Framsónarflokksins.
Það er nú ekki í fyrsta skipti sem Framsókn beitir slíkum áróðri. Við jafnaðarmenn erum ekki búnir að gleyma kosningabaráttu Framsóknarmanna 1991 þegar Framsókn sem var þó búin að vera í stjórnarsamstarfi við Alþýðuflokk, auglýstu í gríð og er xB ekki EB. Er Alþýðuflokkur var með EES samninginn á stefnuskrá sinni. Samninginn sem hefur fært þjóðinni þangað sem hún er í dag. Þrátt fyrir slíka baráttu voru Framsóknarmenn ósáttir við Alþýðuflokkinn að yfirgefa þá ríkisstjórn með eins manns meirihluta.
Heyra má í fréttum að ýmsar þreifingar eru í gangi. Í þættinum Ísland í dag í gærkvöldi mátti heyra að þreifingar væru í gangi á meðal Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það er hætt við því að slíkur meirihluti verði ekki langlífur. Þá yrði lag fyrir Samfylkinguna að styrkja stöðu sína.
Í sama þætti mátti heyra hve Árni Páll Árnason er spenntur fyrir því að fara í meirihluta samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Einnig kom fram í nokkrum fréttatímum að Össur hafi sést á tveimur fundum með Einari Kristni Guðfinnssyni. Þetta óttaðist ég í kosningabaráttunni að nákvæmlega þessir menn vildu gera allt til þess að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Hjá Árna Páli kom fram að Vinstri grænir hafi ýtt þeim möguleika frá sér að mynduð verði ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Mér líst einnig ekki á það stjórnarmynstur það yrði stjórn mynduð við svipaðar aðstöðu og 1978. Þegar Alþýðuflokkurinn hafði barið á Framsóknarflokknum kjörtímabilið á undan með Vilmund Gylfason heitin fremstan í flokki. En nú eru það Vinstri græn sem hafa barið á Framsónarflokknum.
Ingibjörg Sólrún á ekki að ana að neinu. Allir möguleikar sem eru í stöðunni eru veikir stjórnarmeirihlutar, nema meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins. Ef Samfylkingin fer í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum þá tel ég að draumurinn um stóran jafnaðarmannaflokk verði ýtt nokkrum áratugum aftur í tímann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:54 | Facebook
Athugasemdir
Kæri Gylfi. Okkur Sjálfstæðismönnum huggnast ekkert illa að fara í stjórnarsamstarf með Samfylkinginni. Hins vegar situr enn í okkur mórallinn Ingibjargar. Við bara treystum ekki henni. Manstu Borgarnesræður og Keflavíkur? Hún virðist illa innrætt og hefur komið fram af þvílíku offorsi gagnvart flokknum okkar og ekki síst fyrrverandi formanni að því fylgir veruleg vanlíðan að hugsa sér samstarf við þennan stjórnmálamann.
Sumir telja frekar samstarf við Vinstri grænna vænlegri til árangurs, við vitum þó hvar við höfum formann þess flokks sem stendur fyrir gamaldags þjóðernissinnaðan sósíalisma og andstöðu gegn öllu því sem til framfara getur horft í íslensku þjóðlífi.
Hins vegar er ég nú talsmaður þess að fara í samstarf með Samfylkingunni. Ég tel það best fyrir þjóðina.
Þegar öllu er á botninn hvolft er doldið fyndið að fylgjast með eggjahljóðinu í Samfylkingarmönnum og raunar líka Vinstri grænum. Sýnist að Frjálslyndir haldi nú alveg ró sinni og eru sáttir við stjórnarandstöðuhlutverk sitt.
Eini Samfylkingarmaðurinn sem ekki vill fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum ert maðurinn með stóra nafnið, Gylfi Þ. Gíslason, eðalkratinn og sannur jafnaðarmaður. Hvað veldur ... ?
Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:15
Hvað varð um það að Ingibjörg væri með öll spil á hendi þegar upp væri staðið?
Ottó Þórðarson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 12:56
Sælir félagar
Siggi ég var nú ánægður með ríkisstjórnirnar sem kallaðar hafa verið viðreisn- og Viðeyarstjórnir. Þetta eru með betri ríkisstjórnum sem jafnaðarmenn hafa setið í. En ef ég hugsa til lengri tíma þá á Samfylkingin ekki að stökkva í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum núna. Helst á hún að þrauka eitt kjörtímabil en. án setu í ríkisstjórn Núverandi ríkisstjórn er hvort eð er fallin. Það á að láta sigurvegara kosninganna Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna ræða saman fyrst. Það yrði afturhalds óg íhaldsstjórn.
Ottó, eitt er að hafa öll spil á hendi og annað er að kunna að spila rétt úr þeim.
Gylfi Þór Gíslason, 19.5.2007 kl. 06:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.