Að loknum kosningum

Jæja þá er kosningunum lokið. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur eru sigurvegarar kosninganna. Stjórnin hélt velli með eins manns meirihluta. Þetta er nú óstarfhæfur meirihluti, það er ekki hægt að stóla á einn mann. Það verður erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þurfa að stóla á Bjarna Harðarson og erfit fyrir aðra nýja þingmenn í Sjálfstæðisflokknum að verða bundnir við að ganga í takt við allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar næstu fjögur árin. Það eru ekki öfundsverð hlutskipti nýrra þingmanna. 

Þetta er sama staða og eftir kosningarnar ’91 og ´95.  Þ.e. að ríkisstjórnir eftir þessar kosnignar héldu velli með einum manni. Árið ´91 treysti Jón Baldvin ekki á Hjörleif Guttormsson. Einnig treysti Davíð ekki á eins manns meirihluta með með Alþýðflokknum þrátt fyrir að þeir sem eftir voru í Alþýðuflokknum gengu í takt eftir klofningsframboð Jóhönnu Sigurðardóttur og félaga í þeim kosningum. 

Spurningin er þessi núna hvort Geir kippi Frjálslyndaflokknum inn í samstarfið. Einnig er möguleiki fyrir Geir að mynda meirihluta með VG og/eða Samfylkingu. Samfylkingin á ekki að ana að neinu, það liggur ekkert á að hoppa uppí hjá Sjálfstæðisflokknum. Ögmundur var nú að biðla til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í Silfri Egils í gær sunnudag. Það væri forvitnilegt að sjá hvort slík stjórn kæmist á laggirnar. Ég tel að sú stjórn yrði ekki langlíf. 

Mér huggnast ekki að Samfylkingin fari í stjórn með VG og Framsókn. Eftir þetta hrun Framsóknarflokksins. Kjósendur vilja ekki Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Óska stjórnin Kaffibandalagið er því miður ekki inni í myndinni.  

Ingibjörg Sólrún þarf að huga vel að framtíð Samfylkingarinnar. Miðað við úrslit kosninganna er sá möguleiki fyrir hendi að ríkisstjórn sem mynduð verður verði ekki langlíf. Nema að mynduð verði stjórn Sjálfstæðiflokks og Samfylkingar. Ef til myndunar slíkrar stjórnar kemur þarf að hafa skýran stjórnarsáttmála sem tryggir aukna velferð, aukin tækifæri fyrir landsbyggðina og öflugri efnahagsstjórn.  

Ingibjör Sólrun ekki ana að neinu gefðu þér tíma þú hefur öll spilin á hendi er upp er staðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband